Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2025 07:32 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í borginni, en Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingar, tók við borgarstjórastólnum af honum í febrúar síðastliðinn. Vísir/Ívar Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent. Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með rúmlega 31 prósenta fylgi samanborið við 34 prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi þó bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef þetta yrði niðurstaða kosninga, fara úr sex í átta. Í könnuninni mælist Samfylkingin með 26 prósenta fylgi og fengi sjö borgarfulltrúa í stað fimm. Flokkurinn mældist með 20 prósenta fylgi í könnun Gallup sem framkvæmd var í mars og hefur því bætt nokkuð við sig á milli kannana. Athygli vekur að Framsókn – sem hlaut tæplega nítján prósenta fylgi í kosningunum 2022 og fjóra fulltrúa kjörna – mælist nú með 3,1 prósenta fylgi og myndi því missa alla sína borgarfulltrúa. Sósíalistar mælast með rúmlega níu prósenta fylgi en mældist með rúmlega þrettán prósenta fylgi í mars. Flokkurinn myndi samkvæmt könnuninni halda sínum tveimur borgarfulltrúum. Flokkur fólksins og Vinstri græn mælast nú með um 4,5 prósenta fylgi og myndu báðir halda sínum eina borgarfulltrúa. Píratar myndi sömuleiðis fá einn borgarfulltrúa kjörinn, en eftir kosningarnar 2022 náði flokkurinn inn þremur. Í könnuninni nú mælist flokkurinn með 5,7 prósenta fylgi, aðeins meira en í síðustu könnun í mars. Viðreisn mælist í könnuninni með 10,6 prósenta fylgi og fengi tvo borgarfulltrúa kjörna, en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er nú eini borgarfulltrúi flokksins. Miðflokkurinn mælist í könnuninni með 5,4 prósenta fylgi og myndi ná inn einum manni, en flokkurinn náði ekki neinum manni inn í kosningunum 2022. Könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið var framkvæmd dagana 1. til 31. maí en í úrtaki voru 4.263 Reykvíkingar átján ára og eldri. Þátttökuhlutfallið var 43,4 prósent.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira