„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 21:00 Jákob Csongor Losonc, kokkur á fosshótel á Hellnum. vísir/oliverhoesch Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó. Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan. Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan.
Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira