Kvenréttindadagur: „Baráttan er ekki búin“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 19. júní 2025 12:03 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. Aðsend Það verður margt um að vera í miðborginni í dag, 19. júní, en á þessum sögulega degi eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til ársins 2080 til að jafna kynjahlutfallið í því starfi, að sögn framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar. Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Dagskráin hefst klukkan fjögur þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur og svo verða stórtónleikar í Hljómskálagarði sem hefjast klukkan 19 þar sem verður mikið stuð sem endar á fjöldasöng. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilstónar. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til 2080 Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Félagið er með elstu félagasamtökum landsins og vinnur að kvenréttindum og jafnri stöðu allra kynja á öllum sviðum samfélagsins. Auður Önnu Magnúsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins segir að þó í dag séu konur á meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar sé ennþá langt í land í réttindabaráttunni. „Baráttan er ekki búin. Við megum ekki gleyma að það er mjög stutt síðan að konur fóru yfir 15% þingmanna á Alþingi þannig að nú erum við bara að skoða einstakt augnablik í sögunni. Ef við ætluðum að skoða þetta frá lýðveldisstofnun og við vildum hafa jafnvægi á að við værum með konu og karl sem forsætisráðherra, sem dæmi, þá þyrfti kona að gegna því embætti til ársins 2080 eða þar um bil,“ segir Auður. Fyrir hverju væri Bríet Bjarnhéðinsdóttir að berjast fyrir í dag? „Hún væri örugglega að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Það er mjög skrítið að í löndum þar sem jafnrétti er mikið eins og á Íslandi að þá virðist kynbundið ofbeldi ekki vera á undanhaldi. Síðan væri hún að berjast fyrir því að verk kvenna, launuð og ólaunuð störf, væru metin að verðleikum með sanngjörnum launum.“ Dagskrá Kvenréttindadags í Reykjavík Bríetar minnst – falleg minningarathöfn í Hólavallagarði klukkan 16:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallagarði í tilefni kvenréttindadagsins. Hallveigarstaðir – fyrirpartý og útgáfuhóf Kvenréttindafélag Íslands verður með fyrirpartý og útgáfuhóf á Hallveigarstöðum tilefni dagsins sem hefst klukkan 17:00. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar. Á sama tíma verður fagnað 74. útgáfu tímaritsins 19. júní. Kvennavaka - Stórtónleikar í Hljómskálagarði Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði í kvöld, kvenréttindadaginn 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og fram koma Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. Matarvagnar verða á staðnum. Saga kvenna – fræðslugöngur og bíó Borgarsögusafn býður upp á fræðslugöngu um söguslóðir kvenna í miðbæ Reykjavíkur. Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, mun leiða göngufólk. Stoppað verður á völdum stöðum og greint frá mörgum merkum þáttum í sögu kvenna í Reykjavík. Í Hólavallagarði verður boðið upp á sögugöngu þar sem skoðuð verður birtingamynd kvenna í kirkjugarði í tilefni af baráttudegi kvenna. Gönguna leiðir Heimir Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs. Í Bíó Paradís verður heimildarmyndin „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur sýnd í tilefni Kvennaárs 2025. Sýningin hefst klukkan 19:00 og mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, framleiðandi segja frá gerð myndarinnar.
Mannréttindi Reykjavík Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira