Hólavallagarður friðlýstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 13:13 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, undirritar friðlýsinguna. Vísir/Anton Brink Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu kirkjugarða landsins, og hann endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld. „Skráð byggingarár garðsins er 1838 og var hann stækkaður í nokkrum áföngum sem hafði áhrif á þróun hans, m.a. skipulag grafa og gatna milli grafaraða. Í Hólavallagarði hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi sem hafa mikið gildi fyrir listasögu, táknfræði og stílgerð.“ „Í garðinum, sem er um þrír hektarar að stærð, er auk þess að finna fjölbreyttan blóma- og trjágróður sem bera sínum samtíma vitni, auk fágætra mosa- og sveppategunda,“ segir í tilkynningunni. Hólavallagarður við Suðurgötu.Vísir/Anton Brink Jóhann Páll sagði viðeigandi að Hólavallagarður hafi verið friðlýstur á kvenréttindadeginum. „Hér hvíla merkar konur sem eiga stóran sess í sögu kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Katrín Thoroddsen og áfram mætti telja. Með friðlýsingunni er einstakt gildi Hólavallagarðs á ólíkum sviðum undirstrikað.“ „Mér er því ljúft að staðfesta þessa friðlýsingu, en garðurinn er mörgum kær og með honum hefur varðveist svo margt í okkar sögu, hvort sem það tengist minningarmörkum, skipulagi, eða plöntutegundum sem margar hverjar finnast aðeins þar,” er haft eftir Jóhanni Páli ráðherra. Að lokinni friðlýsingu.Vísir/Anton Brink Fram kemur að friðlýsingin sé gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og sé í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Viðstaddir friðlýsinguna voru auk ráðherra, fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur og Minjaverndar Íslands, sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við, sem og fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Friðlýsing mun ekki hafa áhrif á umhirðu og daglegan rekstur kirkjugarðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Á ferð um Hólavallagarð.Vísir/Anton Brink Oddur Ævar fréttamaður Sýnar ræðir við Jóhann.Vísir/Anton Brink Hægt er að lesa meira um Hólavallagarð á síðunni kirkjugardar.is Kirkjugarðar Reykjavík Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu kirkjugarða landsins, og hann endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld. „Skráð byggingarár garðsins er 1838 og var hann stækkaður í nokkrum áföngum sem hafði áhrif á þróun hans, m.a. skipulag grafa og gatna milli grafaraða. Í Hólavallagarði hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi sem hafa mikið gildi fyrir listasögu, táknfræði og stílgerð.“ „Í garðinum, sem er um þrír hektarar að stærð, er auk þess að finna fjölbreyttan blóma- og trjágróður sem bera sínum samtíma vitni, auk fágætra mosa- og sveppategunda,“ segir í tilkynningunni. Hólavallagarður við Suðurgötu.Vísir/Anton Brink Jóhann Páll sagði viðeigandi að Hólavallagarður hafi verið friðlýstur á kvenréttindadeginum. „Hér hvíla merkar konur sem eiga stóran sess í sögu kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Katrín Thoroddsen og áfram mætti telja. Með friðlýsingunni er einstakt gildi Hólavallagarðs á ólíkum sviðum undirstrikað.“ „Mér er því ljúft að staðfesta þessa friðlýsingu, en garðurinn er mörgum kær og með honum hefur varðveist svo margt í okkar sögu, hvort sem það tengist minningarmörkum, skipulagi, eða plöntutegundum sem margar hverjar finnast aðeins þar,” er haft eftir Jóhanni Páli ráðherra. Að lokinni friðlýsingu.Vísir/Anton Brink Fram kemur að friðlýsingin sé gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og sé í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Viðstaddir friðlýsinguna voru auk ráðherra, fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur og Minjaverndar Íslands, sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við, sem og fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Friðlýsing mun ekki hafa áhrif á umhirðu og daglegan rekstur kirkjugarðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Á ferð um Hólavallagarð.Vísir/Anton Brink Oddur Ævar fréttamaður Sýnar ræðir við Jóhann.Vísir/Anton Brink Hægt er að lesa meira um Hólavallagarð á síðunni kirkjugardar.is
Kirkjugarðar Reykjavík Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira