Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 21:12 Kyrtillinn er hvítur með ísaumuðu mynstri sem Sigurður málari sjálfur teiknaði. Aðsend Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada. Sigrun Asmundsson, forseti Íslendingadagsins, tók við búningnum fyrir hönd Vestur-Íslendinganna en athöfnina voru einnig viðstaddar Jenny Hill, sendiherra Kanada á Íslandi, og Eliza Reid, fyrrum forsetafrú. Saumuðu búninginn í vetur Athöfnin fór fram seinni partinn í gær í fallegri lítilli kirkju á Minna-Knarranesi á Vatnsleysuströnd. Hópurinn sem afhenti búninginn telur nítján konur og þrjá karla sem unnu að því í sameiningu í vetur að sauma búninginn á fjallkonuna þar ytra en þar er hefð fyrir því, líkt og víða um landið, að fjallkonan komi fram í svokölluðum kyrtli en ekki skautbúningi, eins og hefð er fyrir í Reykjavík. Kyrtillinn er kvenbúningur sem var líkt og skautbúningurinn hannaður af Sigurði málara Guðmundssyni á árunum 1858 til 1870. Guðrún Hildur Rosenkjær stendur að þjóðbúningafyrirtækinu Annríki og á hennar vinstri hönd er Almar Grímsson.Aðsend Þessi tiltekni kyrtill er hvítur með ísaumuðu mynstri hönnuðu af Sigurði málara og var mynstrið sérvalið af konum á Nýja-Íslandi, að sögn Guðlaugar Sigurðardóttur sem er ein þeirra sem tók þátt í að skapa búninginn. Hún segir hugmyndina hafa sprottið upp þegar hópurinn heimsótti Gimli og Nýja-Ísland árið 2023 og tók þátt í hátíðarhöldunum á Íslendingadaginn. „Það er ótrúlegt að upplifa hvað fólk er enn þá tengt Íslandi eftir allan þennan tíma. Fólk talar íslensku og við fundum fyrir miklu þakklæti fyrir það að við fórum út og kynntum íslenska þjóðbúninginn. Þannig varð þessi hugmynd til að sýna í verki að okkur þyki vænt um þessi tengsl líka,“ segir Guðlaug. Kanadíska fjallkonan eldri en sú íslenska Hún segir fjallkonuna raunar eiga sér lengri hefð í Kanada en á Íslandi. Fjallkonan hafi komið fyrst fram á Íslendingadeginum árið 1924 fyrir rétt rúmum hundrað árum síðan og löngu áður en sautjándi júní var fyrst haldinn hátíðlegur hér á landi, enda var Ísland þá enn í konungssambandi við Danmörku. Á athöfninni voru ræðuhöld og tónlist og svo var búningurinn formlega afhentur. Sigrun Asmundsson ávarpaði hópinn og það gerðu Jenny Hill sendifrú og Almar Grímsson einnig. Almar er mikill Ný-Íslandsvinur og hefur farið í margar ferðir vestur um höf og hefur ramma taug til nýlendunnar. Í kirkjunni voru ekki bara eintómar tölur heldur lék Jakob Frímann Magnússon einnig á orgel og Margrét Bóasdóttir kórstjóri stýrði söng. Jenny Hill er sendiherra Kanada á Íslandi.Aðsend Guðlaug segir hópinn hafa valið þessa dagsetningu, nítjánda júní, sérstaklega vegna þess að í gær voru 110 ár frá því að íslenskar konur og eignalausir menn fengu kosningarétt og jafnframt 110 ár frá því að við fengum þann fána sem við eigum í dag. Því sé dagurin heilagur dagur bæði kvenna og þjóðlegra hefða. Önnur athöfn verður svo haldin í Gimli á meðan Íslendingahátíðin fer fram helgina 1. til 4. ágúst næstkomandi. Þá fylgir hluti hópsins búningnum og tekur þátt í hátíðarhöldunum. Það vill svo skemmtilega til að Gunnvör Daníelsdóttir-Asmundsson er fjallkonan í ár en hún er móðir Sigrunar Asmundsson forseta hátíðarinnar. Samkoman var líklega sú best klædda sem haldin hefur verið hér á landi í langan tíma.Aðsend Hjónin Birgir Þórarinsson og Anna Rut Sverrisdóttir eiga bæinn að Minna-Knarranesi. Jakob Frímann lék á orgel á athöfninni.Aðsend Hér er sú mýta afsönnuð að maður geti ekki verið snar í snúningum með víravirki og fald.Aðsend Íslendingar erlendis Kanada Tíska og hönnun Þjóðbúningar Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Sigrun Asmundsson, forseti Íslendingadagsins, tók við búningnum fyrir hönd Vestur-Íslendinganna en athöfnina voru einnig viðstaddar Jenny Hill, sendiherra Kanada á Íslandi, og Eliza Reid, fyrrum forsetafrú. Saumuðu búninginn í vetur Athöfnin fór fram seinni partinn í gær í fallegri lítilli kirkju á Minna-Knarranesi á Vatnsleysuströnd. Hópurinn sem afhenti búninginn telur nítján konur og þrjá karla sem unnu að því í sameiningu í vetur að sauma búninginn á fjallkonuna þar ytra en þar er hefð fyrir því, líkt og víða um landið, að fjallkonan komi fram í svokölluðum kyrtli en ekki skautbúningi, eins og hefð er fyrir í Reykjavík. Kyrtillinn er kvenbúningur sem var líkt og skautbúningurinn hannaður af Sigurði málara Guðmundssyni á árunum 1858 til 1870. Guðrún Hildur Rosenkjær stendur að þjóðbúningafyrirtækinu Annríki og á hennar vinstri hönd er Almar Grímsson.Aðsend Þessi tiltekni kyrtill er hvítur með ísaumuðu mynstri hönnuðu af Sigurði málara og var mynstrið sérvalið af konum á Nýja-Íslandi, að sögn Guðlaugar Sigurðardóttur sem er ein þeirra sem tók þátt í að skapa búninginn. Hún segir hugmyndina hafa sprottið upp þegar hópurinn heimsótti Gimli og Nýja-Ísland árið 2023 og tók þátt í hátíðarhöldunum á Íslendingadaginn. „Það er ótrúlegt að upplifa hvað fólk er enn þá tengt Íslandi eftir allan þennan tíma. Fólk talar íslensku og við fundum fyrir miklu þakklæti fyrir það að við fórum út og kynntum íslenska þjóðbúninginn. Þannig varð þessi hugmynd til að sýna í verki að okkur þyki vænt um þessi tengsl líka,“ segir Guðlaug. Kanadíska fjallkonan eldri en sú íslenska Hún segir fjallkonuna raunar eiga sér lengri hefð í Kanada en á Íslandi. Fjallkonan hafi komið fyrst fram á Íslendingadeginum árið 1924 fyrir rétt rúmum hundrað árum síðan og löngu áður en sautjándi júní var fyrst haldinn hátíðlegur hér á landi, enda var Ísland þá enn í konungssambandi við Danmörku. Á athöfninni voru ræðuhöld og tónlist og svo var búningurinn formlega afhentur. Sigrun Asmundsson ávarpaði hópinn og það gerðu Jenny Hill sendifrú og Almar Grímsson einnig. Almar er mikill Ný-Íslandsvinur og hefur farið í margar ferðir vestur um höf og hefur ramma taug til nýlendunnar. Í kirkjunni voru ekki bara eintómar tölur heldur lék Jakob Frímann Magnússon einnig á orgel og Margrét Bóasdóttir kórstjóri stýrði söng. Jenny Hill er sendiherra Kanada á Íslandi.Aðsend Guðlaug segir hópinn hafa valið þessa dagsetningu, nítjánda júní, sérstaklega vegna þess að í gær voru 110 ár frá því að íslenskar konur og eignalausir menn fengu kosningarétt og jafnframt 110 ár frá því að við fengum þann fána sem við eigum í dag. Því sé dagurin heilagur dagur bæði kvenna og þjóðlegra hefða. Önnur athöfn verður svo haldin í Gimli á meðan Íslendingahátíðin fer fram helgina 1. til 4. ágúst næstkomandi. Þá fylgir hluti hópsins búningnum og tekur þátt í hátíðarhöldunum. Það vill svo skemmtilega til að Gunnvör Daníelsdóttir-Asmundsson er fjallkonan í ár en hún er móðir Sigrunar Asmundsson forseta hátíðarinnar. Samkoman var líklega sú best klædda sem haldin hefur verið hér á landi í langan tíma.Aðsend Hjónin Birgir Þórarinsson og Anna Rut Sverrisdóttir eiga bæinn að Minna-Knarranesi. Jakob Frímann lék á orgel á athöfninni.Aðsend Hér er sú mýta afsönnuð að maður geti ekki verið snar í snúningum með víravirki og fald.Aðsend
Íslendingar erlendis Kanada Tíska og hönnun Þjóðbúningar Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira