Ísraelar samþykkja vopnahlé Trumps Gunnar Reynir Valþórsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 24. júní 2025 06:23 Íranir segjast hafa skotið sínum síðustu sprengjum fyrir vopnahlé í nótt á borgina Bersheeba þar sem nokkrir íbúar fjölbýlishús létu lífið og húsið gjöreyðilagðist. AP Photo/Leo Correa Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum. Íranskir miðlar segja að þar hafi verið á ferðinni síðasta árásin áður en vopnahlé tæki gildi og þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi einnig nýtt sér nóttina til að gera enn frekari árásir á Teheran höfuðborg Írans. Íranir hafa sagst ætla að virða vopnahléið, ef Ísraelar gera slíkt hið sama. Nú í morgun tilkynntu Ísraelar að þeir hafi samþykkt tillögu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Í yfirlýsingu segjast Ísraelar hafa náð markmiði sínu og eyðilagt möguleika Írana á að framleiða kjarnorkuvopn. Þeir þakka sérstaklega Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn. „Ísrael mun bregðast við af hörku við öllum brotum á vopnahléinu,“ segir í yfirlýsingu Ísraela. Trump tilkynnti um vopnahléið óvænt í gærkvöldi á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði að tólf daga stríðinu eins og hann kallaði átök síðustu daga væri nú lokið. Fregnir hafa einnig borist af því að ráðamenn í Qatar hafi komið að samkomulaginu með einhverjum hætti. Trump fullyrti að báðir aðilar hafi samþykkt að hætta átökunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íran Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33 Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12 Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Íranskir miðlar segja að þar hafi verið á ferðinni síðasta árásin áður en vopnahlé tæki gildi og þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi einnig nýtt sér nóttina til að gera enn frekari árásir á Teheran höfuðborg Írans. Íranir hafa sagst ætla að virða vopnahléið, ef Ísraelar gera slíkt hið sama. Nú í morgun tilkynntu Ísraelar að þeir hafi samþykkt tillögu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um vopnahlé. Í yfirlýsingu segjast Ísraelar hafa náð markmiði sínu og eyðilagt möguleika Írana á að framleiða kjarnorkuvopn. Þeir þakka sérstaklega Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn. „Ísrael mun bregðast við af hörku við öllum brotum á vopnahléinu,“ segir í yfirlýsingu Ísraela. Trump tilkynnti um vopnahléið óvænt í gærkvöldi á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði að tólf daga stríðinu eins og hann kallaði átök síðustu daga væri nú lokið. Fregnir hafa einnig borist af því að ráðamenn í Qatar hafi komið að samkomulaginu með einhverjum hætti. Trump fullyrti að báðir aðilar hafi samþykkt að hætta átökunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íran Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33 Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12 Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. 23. júní 2025 22:33
Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. 23. júní 2025 22:12
Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. 23. júní 2025 16:54
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent