Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 13:41 Gunnar Smári var formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09