„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 23:19 Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Stöð 2 Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“ Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“
Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira