Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. júní 2025 20:47 Sanna Magdalena Mörtudóttir var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar á hitafundi í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira