Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:41 Karl Héðinn, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, segir að skipt hafi verið um lás í húsnæði flokksins. Aðsend Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins. „Það er búið að skipta um lás, Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins „Ég hef verið með lyklavöld hérna og það er búið að skipta um lás.“ Um er að ræða húsnæði flokksins í Bolholti en fyrr í kvöld fór þar fram aðalfundur Vorstjörnunnar þar sem kosið var um nýja framkvæmdastjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem hafa staðið gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hlutu kjör í stjórnina. „Þetta gerðist núna beint í kjölfar fundarins,“ segir Karl Héðinn en með honum eru Hallfríður Þórarinsdóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir sem sitja báðar í framkvæmdastjórn flokksins „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti.“ Vorstjarnan er eins konar undirfélag flokksins og heldur utan um styrktarsjóð einstaklinga og hópa í hagsmunabaráttu auk reksturs fjölmiðilsins Samstöðin. Framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar auk helmings framlag ríkisins. Mikið hefur gengið á síðan ný framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi flokksins en forsprakkar nýrrar stjórnar eru Karl Héðinn og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
„Það er búið að skipta um lás, Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins „Ég hef verið með lyklavöld hérna og það er búið að skipta um lás.“ Um er að ræða húsnæði flokksins í Bolholti en fyrr í kvöld fór þar fram aðalfundur Vorstjörnunnar þar sem kosið var um nýja framkvæmdastjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem hafa staðið gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hlutu kjör í stjórnina. „Þetta gerðist núna beint í kjölfar fundarins,“ segir Karl Héðinn en með honum eru Hallfríður Þórarinsdóttir og Sigrún Unnsteinsdóttir sem sitja báðar í framkvæmdastjórn flokksins „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti.“ Vorstjarnan er eins konar undirfélag flokksins og heldur utan um styrktarsjóð einstaklinga og hópa í hagsmunabaráttu auk reksturs fjölmiðilsins Samstöðin. Framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar auk helmings framlag ríkisins. Mikið hefur gengið á síðan ný framkvæmdastjórn var kjörin á aðalfundi flokksins en forsprakkar nýrrar stjórnar eru Karl Héðinn og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. 28. maí 2025 15:00
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28. júní 2025 22:20
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01