Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 11:17 Frá vegagerð við fossinn Dynjanda. Stefnt er að því að bundið slitlag verði lagt á þennan kafla í næsta mánuði. Vegagerðin Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026. Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að framkvæmdir við þriðja og síðasta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði hafi hafist í byrjun júnímánaðar. Verktaki er Borgarverk og Verkís sér um eftirlit. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 7,2 kílómetra kafla, sem verður að mestu í nýju vegstæði, auk tæplega eins kílómetra kafla á Dynjandavegi að fossinum. Frá vinnu í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Verkinu á að ljúka í lok september á næsta ári.Vegagerðin „Framkvæmdir hafa farið vel af stað. Helstu verkefni eru að nú er unnið að sprengingum og fyllingum í nýju vegstæði Vestfjarðavegar. Jafnframt stendur yfir vinna við sprengingar og mölun á klæðingarefni í Trölladalsnámu. Síðustu vikurnar hefur verið unnið við að losa lausa kletta í Fremridal en ekki var talið óhætt að vinna undir klettunum vegna hættu á grjóthruni. Unnið verður áfram næstu daga og vikur. Losa þarf um lausa kletta ofan vegarins. Horft niður í Dynjandisvog.Vegagerðin Á Dynjandisvegi er unnið á um 400 metra kafla. Þegar er búið að setja niður tvö stór ræsi í ánni Svínu, sem fellur í Dynjandisvog. Vonir standa til þess að hægt verði að klæða Dynjandisveg í ágúst, en umferð ferðamanna er mikil á þessum slóðum, ekki síst yfir sumartímann,” segir Vegagerðin. Jafnframt kemur fram að einnig verði gert keðjunarplan og nýr áningastaður fyrir vegfarendur. Stefnt sé að því að verkinu ljúki í lok september 2026.
Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42