„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 14:05 Diljá Mist segir að breytt viðhorf ungmenna gagnvart vinnumarkaði sé áhyggjuefni hjá atvinnurekendum landsins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún hefur fengið ábendingar að undanförnu sem snúa meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. „Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá. Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
„Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá.
Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01