„Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 08:02 Kolbrún Ellý og Nikulás gengu í hjónaband á fallegum degi í maí síðasliðnum. Ljósmynd/Fromacompletestranger „Það kom okkur mest á óvart hvað við náðum að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað,“ segir Kolbrún Ellý Björgvinsdóttir, viðurkenndur bókari, sem giftist sínum heittelskaða, Nikulási Jónssyni lækni, við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í júní síðastliðnum. Kolbrún Ellý og Nikulás hafa verið saman í árabil og eiga þrjá drengi á aldrinum eins til sex ára. Upphaflega ætluðu þau að gifta sig sumarið 2024, en þegar þau komust óvænt að því að þau ættu von á sínu þriðja barni ákváðu þau að fresta brúðkaupinu um eitt ár. Kolbrún Ellý ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Kolbrún og Nikulás þurftu að fresta brúðkaupinu um ár þar sem þau áttu óvænt von á þriðja barninu.Ljósmynd/Fromacompletestranger Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkur í maí 2023. Dagurinn var stór að því leyti að maðurinn minn var að klára sitt síðasta próf í læknanáminu og því bar að fagna með því að fara út að borða með góðum vinum. Við vorum heima að undirbúa okkur fyrir brottför, strákarnir okkar, sem voru þá fjögurra og tveggja ára, hlupu um í kringum okkur og þá lét Nikulás vaða. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Við héldum að við værum snemma í því að byrja að undirbúa ári fyrir en komumst þá að því að það þótti ekki snemmt fyrir stóra veislu. Margar dagsetningar voru þá þegar orðnar fullbókaðar. En það blessaðist nú allt fyrir rest. Dagurinn var bjartur og fallegur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voruð þið sammála í skipulaginu? Er það einhvern tímann þannig? Við höfum bæði miklar skoðanir og brúðkaupið var þar engin undantekning. Ætli þetta hafi ekki verið mjög týpískt; ég vildi meira, hann vildi minna. En við mættumst á miðri leið eða réttara sagt aðeins nær mér. Alina hjá Og Smáatriðin hjálpaði okkur við veisluna. Hún var alveg dásamleg, ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur. Dagurinn byrjaði á því að strákarnir fóru yfir til tengdaforeldra minna þar sem þeir voru fram að myndatökunni. Ég varð eftir heima og fékk mínar bestu konur til mín þar sem við höfðum okkur til saman. Upp úr hádegi hittumst við fjölskyldan í Alþingisgarðinum þar sem teknar voru myndir af okkur. Eftir það fórum við upp á Parliament Hotel, sem stendur við Austurvöll, þar sem við fengum að fara inn á herbergi til að slaka á fyrir athöfnina, skipta á bleyju, láta alla pissa og borða. Eintóm rómantík. Synir brúðhjónanna tóku virkan þátt í deginum.Ljósmynd/Fromacompletestranger Síðan var komið að athöfninni sem fór fram í Dómkirkjunni við Austurvöll. Hún hófst klukkan 15 og var alveg yndisleg. Séra Dís Gylfadóttir gaf okkur saman en hún hefur skírt alla strákana okkar. Bróðir minn Rafn Hlíðkvist og konan hans Íris Eysteinsdóttir sungu tvö lög: „Þú átt mig ein“ og „From this moment on“. Það var mjög dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt. Eftir athöfnina var farið í fordrykk í Kvennasalnum á Parliament Hotel, þar gátu gestir fengið sér mat og drykk á meðan við fengum smá gæðastund með strákunum okkar. Síðan fórum við öll í salinn og nutum með fólkinu okkar áður en við leiddum alla yfir í Sjálfstæðissalinn þar sem borðhaldið og veislan fór fram. Nánast allt gekk upp eins skipulagt var. Við vorum hins vegar undirbúin því að ekki færi allt eins og við myndum vilja, með þrjá litla stráka var ekki hægt að gera ráð fyrir því en þeir voru eins og ljós og fannst dagurinn frábær. Kolbrún og Nikulás ásamt sonum sínum þremur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voru einhver skemmtiatriði? Í fordrykknum kom Tríóið Fjarkar og spiluðu fyrir okkur notalega tóna. Þegar leið á kvöldið kom Herra Hnetusmjör og tryllti líðinn og eftir það tók vinkona okkar Guðrún Ýr nokkur lög - svo mikið best. Að lokum kom Dóra Júlía mín og hélt stemningunni í hámarki. Þau voru öll frábær og miklu meira en það! Hverjir sáu um veislustjórn? Bróðir Nikulásar hann Elías Jónsson og Emil Þór Ragnarsson frændi hans sáu um veislustjórnun og stóðu sig óaðfinnanlega! Hvað voru margir gestir? 120 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Kjóllinn er úr Loforð og jakkafötin úr Herragarðinum. Föt strákanna fengum við í Next. Ljósmynd/Fromacompletestranger Var eitthvað sem kom mest á óvart? Já, þetta er kannski mjög einfalt svar, en það kom okkur mest á óvart hvað við náðum mikið að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað! Hvað stendur upp úr? Það er erfitt að segja hvað stóð upp úr, því það var svo margt. En ef ég þyrfti að velja eitt væri það athöfnin – ólýsanlegt augnablik. Hjónin nutu dagsins til hins ýtrasta.Ljósmynd/Fromacompletestranger Ætlið þið að fara í brúðkaupsferð? Já klárlega en ekkert ákveðið ennþá. Við ætlum að bíða eftir að yngsti strákurinn okkar verði aðeins eldri svo að við getum notið okkar betur. Brúðkaup Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Kolbrún Ellý og Nikulás hafa verið saman í árabil og eiga þrjá drengi á aldrinum eins til sex ára. Upphaflega ætluðu þau að gifta sig sumarið 2024, en þegar þau komust óvænt að því að þau ættu von á sínu þriðja barni ákváðu þau að fresta brúðkaupinu um eitt ár. Kolbrún Ellý ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Kolbrún og Nikulás þurftu að fresta brúðkaupinu um ár þar sem þau áttu óvænt von á þriðja barninu.Ljósmynd/Fromacompletestranger Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkur í maí 2023. Dagurinn var stór að því leyti að maðurinn minn var að klára sitt síðasta próf í læknanáminu og því bar að fagna með því að fara út að borða með góðum vinum. Við vorum heima að undirbúa okkur fyrir brottför, strákarnir okkar, sem voru þá fjögurra og tveggja ára, hlupu um í kringum okkur og þá lét Nikulás vaða. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Við héldum að við værum snemma í því að byrja að undirbúa ári fyrir en komumst þá að því að það þótti ekki snemmt fyrir stóra veislu. Margar dagsetningar voru þá þegar orðnar fullbókaðar. En það blessaðist nú allt fyrir rest. Dagurinn var bjartur og fallegur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voruð þið sammála í skipulaginu? Er það einhvern tímann þannig? Við höfum bæði miklar skoðanir og brúðkaupið var þar engin undantekning. Ætli þetta hafi ekki verið mjög týpískt; ég vildi meira, hann vildi minna. En við mættumst á miðri leið eða réttara sagt aðeins nær mér. Alina hjá Og Smáatriðin hjálpaði okkur við veisluna. Hún var alveg dásamleg, ég hefði ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var dásamlegur. Dagurinn byrjaði á því að strákarnir fóru yfir til tengdaforeldra minna þar sem þeir voru fram að myndatökunni. Ég varð eftir heima og fékk mínar bestu konur til mín þar sem við höfðum okkur til saman. Upp úr hádegi hittumst við fjölskyldan í Alþingisgarðinum þar sem teknar voru myndir af okkur. Eftir það fórum við upp á Parliament Hotel, sem stendur við Austurvöll, þar sem við fengum að fara inn á herbergi til að slaka á fyrir athöfnina, skipta á bleyju, láta alla pissa og borða. Eintóm rómantík. Synir brúðhjónanna tóku virkan þátt í deginum.Ljósmynd/Fromacompletestranger Síðan var komið að athöfninni sem fór fram í Dómkirkjunni við Austurvöll. Hún hófst klukkan 15 og var alveg yndisleg. Séra Dís Gylfadóttir gaf okkur saman en hún hefur skírt alla strákana okkar. Bróðir minn Rafn Hlíðkvist og konan hans Íris Eysteinsdóttir sungu tvö lög: „Þú átt mig ein“ og „From this moment on“. Það var mjög dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt. Eftir athöfnina var farið í fordrykk í Kvennasalnum á Parliament Hotel, þar gátu gestir fengið sér mat og drykk á meðan við fengum smá gæðastund með strákunum okkar. Síðan fórum við öll í salinn og nutum með fólkinu okkar áður en við leiddum alla yfir í Sjálfstæðissalinn þar sem borðhaldið og veislan fór fram. Nánast allt gekk upp eins skipulagt var. Við vorum hins vegar undirbúin því að ekki færi allt eins og við myndum vilja, með þrjá litla stráka var ekki hægt að gera ráð fyrir því en þeir voru eins og ljós og fannst dagurinn frábær. Kolbrún og Nikulás ásamt sonum sínum þremur.Ljósmynd/Fromacompletestranger Voru einhver skemmtiatriði? Í fordrykknum kom Tríóið Fjarkar og spiluðu fyrir okkur notalega tóna. Þegar leið á kvöldið kom Herra Hnetusmjör og tryllti líðinn og eftir það tók vinkona okkar Guðrún Ýr nokkur lög - svo mikið best. Að lokum kom Dóra Júlía mín og hélt stemningunni í hámarki. Þau voru öll frábær og miklu meira en það! Hverjir sáu um veislustjórn? Bróðir Nikulásar hann Elías Jónsson og Emil Þór Ragnarsson frændi hans sáu um veislustjórnun og stóðu sig óaðfinnanlega! Hvað voru margir gestir? 120 manns. Hvaðan eru fötin ykkar? Kjóllinn er úr Loforð og jakkafötin úr Herragarðinum. Föt strákanna fengum við í Next. Ljósmynd/Fromacompletestranger Var eitthvað sem kom mest á óvart? Já, þetta er kannski mjög einfalt svar, en það kom okkur mest á óvart hvað við náðum mikið að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað! Hvað stendur upp úr? Það er erfitt að segja hvað stóð upp úr, því það var svo margt. En ef ég þyrfti að velja eitt væri það athöfnin – ólýsanlegt augnablik. Hjónin nutu dagsins til hins ýtrasta.Ljósmynd/Fromacompletestranger Ætlið þið að fara í brúðkaupsferð? Já klárlega en ekkert ákveðið ennþá. Við ætlum að bíða eftir að yngsti strákurinn okkar verði aðeins eldri svo að við getum notið okkar betur.
Brúðkaup Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira