„Mjög óeðlileg nálgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 13:57 Hildur Björnsdóttir segir sérkennilegt að borgin hafi ekki ætlað að slá túnið við Sóleyjarima fyrr en í lok sumars. Vísir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira