Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2025 13:02 Stemmningin var mikil á tónleikunum í Moskvu þá 12. og 13. ágúst árið 1989. Getty/Koh Hasebe Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Sjá meira