„Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 10:07 Gurrý átti einlægt samtal við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. Mynd/Emilía Anna Gurrý Torfadóttir einkaþjálfari segist innilega þakklát fyrir þann stað sem hún er á í dag eftir að hafa farið í gegnum mjög erfið ár í kjölfar skilnaðar og fyrirtækjareksturs í Covid. Gurrý, sem er viðmælandi í nýjasta þætti podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa verið á þeirri vegferð að þroskast og heilast á undanförnum árum. Það geti verið erfitt á köflum, en verðlaunin séu mikil. „Mér líður mjög vel og ég er á frábærum stað núna. Það er auðvelt að tala um lífsreynslu og deila af henni þegar manni líður vel. En síðustu tíu árin hafa verið erfið á löngum köflum. En ég hef verið mjög dugleg og alltaf haldið áfram á erfiðustu köflunum. Yoga hefur verið mikið haldreipi fyrir mig. En ég er í raun búin að vera á þeirri vegferð að þroskast og heilast. Og ég er svo innilega þakklát fyrir fólkið í kringum mig. Ég á svo brjálæðislega góðar vinkonur, sem eru bæði skilningsríkar og þroskaðar og hafa hjálpað mér rosalega. En auðvitað á maður eitthvað sjálfur í því að raða réttu fólki í kringum sig,“ segir Gurrý. Að skilja og nýbúin að opna líkamsræktarstöð þegar Covid skall á Gurrý segir tímann þegar hún hætti í Reebok fitness hafa verið erfiðan en erfiðasta tímabilið hefði verið þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Þá hafi hún verið að ganga í gegnum skilnað eftir langt samband og nýbúin að opna líkamsræktarstöð. Hún hafi hreinlega ekki séð út. „Ég er í eðli mínu hörð við sjálfa mig, þannig að ég leyfði mér ekkert að sleppa úr vinnu eða hætta öllu, alveg sama hvað dagarnir voru erfiðir. En það sem hélt mér gangandi á erfiðustu dögunum var fólkið í kringum mig og geta alltaf tekið símtalið þegar ég var á erfiðum stað og muna að þessi dagur líður alltaf og á morgun verður betri dagur. En á allra erfiðustu dögunum á þessu tímabili þurfti ég oft að hugsa bara fimmtán til þrjátíu mínútur fram í tímann og hvíla mig þegar ég gat ekki meira. Það að fara í gegnum skilnað er ekkert grín og þegar ég heyri af fólki sem er að ganga í gegnum skilnað sé ég núna hvað það getur verið erfitt ferli. Það skiptir engu máli hver biður um skilnaðinn. Svo þegar mér fór að líða aðeins betur var það hreyfingin sem skipti sköpum og svo að fá aðstoð frá ráðgjafa og tala við einhvern og svo yoga og öndunaræfingar. Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu og það tókst. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn sé ég hvað þetta tímabil þroskaði mig mikið og hvað ég lærði mikið þarna.“ Var leiðinleg við nýja kærastann til að byrja með Gurrý segist vilja senda þau skilaboð til fólks sem er að ganga í gegnum erfið tímabil að það sé alltaf ljós við endann ef fólk heldur áfram. „Kannski verður lífið bara miklu betra en það var áður en þú fórst í gegnum erfiðleikana. Þannig er það hjá mér. Ég hefði ekki trúað því að ég myndi segja það, en það er bara staðan. Og það hefur ekkert með fyrrverandi maka minn að gera, heldur bara þá vinnu sem ég hef lagt í sjálfa mig. Þegar fólk fer í gegnum sársaukafull og erfið ferli verður maður að muna að þetta verður betra. Og líka ná að njóta fallegu augnablikanna inni í þessum tímabilum, af því að þau eru alltaf þarna líka,“ segir Gurrý og bætir við að hún sé í ástarsambandi í dag og líki það vel. Það hafi komið til hennar þegar hún átti síst von á því. „Það kom tímabil þar sem ég var að bíða eftir því að finna einhvern geggjaðan mann. Ég hélt að einu ári eftir skilnaðinn myndi ég finna þann eina rétta, en svo gerðist það bara ekkert. Svo þegar ég var alveg búin að sleppa tökunum af því, þá gerðist það. Ég var ekkert eðlilega leiðinleg við manninn sem ég er með í dag fyrst um sinn, af því að ég var bara búin að ákveða að ég gæti alveg verið ein. Hann beilaði á fyrsta deitinu og það tók hann nokkra mánuði að ná að laga það. En allt er eins og það á að vera og maður er alltaf að sjá það betur.“ Konur eigi að setja minni pressu á sig Gurrý hefur á undanförnum árum einbeitt sér að því að vinna með konum þegar kemur að heilsu og hún hefur áhyggjur af þeim hraða sem er í samfélaginu og þeirri pressu sem konur setja á sig, í stað þess að setja á sama tíma athyglina á það sem vel er gert. „Ég vinn mikið með konum og ég hef áhyggjur af þessarri brjáluðu keyrslu og pressu sem virðist vera gegnumgangandi heilt yfir. Ég er kannski með konur sem eru að standa sig frábærlega vel og gera góða hluti í vinnu og sem mæður, en aðalatriðið eru einhver tvö aukakíló sem þær setja alla athyglina á. Aðalatriðið er að okkur líði vel, að við séum í jafnvægi og að taka eftir góðu og jákvæðu hlutunum, en ekki að rífa okkur niður fyrir eitthvað sem í stóra samhenginu er í raun algjört aukaatriði.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gurrý og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Ástin og lífið Líkamsræktarstöðvar Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Gurrý, sem er viðmælandi í nýjasta þætti podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa verið á þeirri vegferð að þroskast og heilast á undanförnum árum. Það geti verið erfitt á köflum, en verðlaunin séu mikil. „Mér líður mjög vel og ég er á frábærum stað núna. Það er auðvelt að tala um lífsreynslu og deila af henni þegar manni líður vel. En síðustu tíu árin hafa verið erfið á löngum köflum. En ég hef verið mjög dugleg og alltaf haldið áfram á erfiðustu köflunum. Yoga hefur verið mikið haldreipi fyrir mig. En ég er í raun búin að vera á þeirri vegferð að þroskast og heilast. Og ég er svo innilega þakklát fyrir fólkið í kringum mig. Ég á svo brjálæðislega góðar vinkonur, sem eru bæði skilningsríkar og þroskaðar og hafa hjálpað mér rosalega. En auðvitað á maður eitthvað sjálfur í því að raða réttu fólki í kringum sig,“ segir Gurrý. Að skilja og nýbúin að opna líkamsræktarstöð þegar Covid skall á Gurrý segir tímann þegar hún hætti í Reebok fitness hafa verið erfiðan en erfiðasta tímabilið hefði verið þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Þá hafi hún verið að ganga í gegnum skilnað eftir langt samband og nýbúin að opna líkamsræktarstöð. Hún hafi hreinlega ekki séð út. „Ég er í eðli mínu hörð við sjálfa mig, þannig að ég leyfði mér ekkert að sleppa úr vinnu eða hætta öllu, alveg sama hvað dagarnir voru erfiðir. En það sem hélt mér gangandi á erfiðustu dögunum var fólkið í kringum mig og geta alltaf tekið símtalið þegar ég var á erfiðum stað og muna að þessi dagur líður alltaf og á morgun verður betri dagur. En á allra erfiðustu dögunum á þessu tímabili þurfti ég oft að hugsa bara fimmtán til þrjátíu mínútur fram í tímann og hvíla mig þegar ég gat ekki meira. Það að fara í gegnum skilnað er ekkert grín og þegar ég heyri af fólki sem er að ganga í gegnum skilnað sé ég núna hvað það getur verið erfitt ferli. Það skiptir engu máli hver biður um skilnaðinn. Svo þegar mér fór að líða aðeins betur var það hreyfingin sem skipti sköpum og svo að fá aðstoð frá ráðgjafa og tala við einhvern og svo yoga og öndunaræfingar. Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu og það tókst. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn sé ég hvað þetta tímabil þroskaði mig mikið og hvað ég lærði mikið þarna.“ Var leiðinleg við nýja kærastann til að byrja með Gurrý segist vilja senda þau skilaboð til fólks sem er að ganga í gegnum erfið tímabil að það sé alltaf ljós við endann ef fólk heldur áfram. „Kannski verður lífið bara miklu betra en það var áður en þú fórst í gegnum erfiðleikana. Þannig er það hjá mér. Ég hefði ekki trúað því að ég myndi segja það, en það er bara staðan. Og það hefur ekkert með fyrrverandi maka minn að gera, heldur bara þá vinnu sem ég hef lagt í sjálfa mig. Þegar fólk fer í gegnum sársaukafull og erfið ferli verður maður að muna að þetta verður betra. Og líka ná að njóta fallegu augnablikanna inni í þessum tímabilum, af því að þau eru alltaf þarna líka,“ segir Gurrý og bætir við að hún sé í ástarsambandi í dag og líki það vel. Það hafi komið til hennar þegar hún átti síst von á því. „Það kom tímabil þar sem ég var að bíða eftir því að finna einhvern geggjaðan mann. Ég hélt að einu ári eftir skilnaðinn myndi ég finna þann eina rétta, en svo gerðist það bara ekkert. Svo þegar ég var alveg búin að sleppa tökunum af því, þá gerðist það. Ég var ekkert eðlilega leiðinleg við manninn sem ég er með í dag fyrst um sinn, af því að ég var bara búin að ákveða að ég gæti alveg verið ein. Hann beilaði á fyrsta deitinu og það tók hann nokkra mánuði að ná að laga það. En allt er eins og það á að vera og maður er alltaf að sjá það betur.“ Konur eigi að setja minni pressu á sig Gurrý hefur á undanförnum árum einbeitt sér að því að vinna með konum þegar kemur að heilsu og hún hefur áhyggjur af þeim hraða sem er í samfélaginu og þeirri pressu sem konur setja á sig, í stað þess að setja á sama tíma athyglina á það sem vel er gert. „Ég vinn mikið með konum og ég hef áhyggjur af þessarri brjáluðu keyrslu og pressu sem virðist vera gegnumgangandi heilt yfir. Ég er kannski með konur sem eru að standa sig frábærlega vel og gera góða hluti í vinnu og sem mæður, en aðalatriðið eru einhver tvö aukakíló sem þær setja alla athyglina á. Aðalatriðið er að okkur líði vel, að við séum í jafnvægi og að taka eftir góðu og jákvæðu hlutunum, en ekki að rífa okkur niður fyrir eitthvað sem í stóra samhenginu er í raun algjört aukaatriði.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gurrý og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Ástin og lífið Líkamsræktarstöðvar Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira