Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hér situr hún í sal borgarstjórnar ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita flokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda. Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Í könnun Maskínu frá því á föstudag mælist Samfylkingin stærst flokka í Reykjavík með 29,4 prósent fylgi og bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,9 prósent í apríl en tapar rúmum sex prósentustigum milli kannana og mælist nú með 25 og hálft prósent. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa áhyggjur af stöðunni. „Við erum alveg sultuslök. Við höfum verið að fá mjög góða mælingu en núna fáum við eina aðeins til að brýna okkur. Það er bara mjög eðlilegt. Fyrir mitt leyti segi ég, það er oft gott að fá eina til að halda manni við efnið. Þá er sigurinn sætari seinna meir. Það er alveg enn þá svolítið í kosningar. Fínt að fá þessar stikkprufur en svo er bara ein mæling sem í raun og veru skiptir máli, og það er bara kjördagur,“ segir Ragnhildur Alda. Stefna á yfir þrjátíu prósent Rúmir tíu mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og telur Ragnhildur Alda að þrátt fyrir mikið fylgi núverandi meirihluta í könnunum, vilji fólk breytingar. „Ég held bara að þegar maður er vanur einhverju og það er orðið svo venjubundið, þá getur maður orðið smá samdauna og gleymir að það er hægt að gera hlutina öðruvísi. Þannig að þeir skili árangri fyrir íbúa. Ég hugsa að þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningunum og það kemur kastljós á þessi atriði, það er mikið kastljós á þinginu núna. En núna förum við örugglega öll að beina því að borginni, þá held ég nú að... Tja, fyrir mitt leyti, ég er að fara að labba úr þessum kosningum með ekki minna en þrjátíu prósent fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að það er eitthvað sem við ætlum að sækja og ég er kokhraust með það,“ segir Ragnhildur Alda.
Skoðanakannanir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira