Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 21:01 Kötturinn Ófelía vekur mikla gleði meðal viðskiptavina. vísir/tómas Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær. Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær.
Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira