Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 20:17 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. Karl Héðinn greindi frá þessu í Facebook-færslu fyrr í kvöld. Hann segist aldrei hafa rætt málið við neinn utan Ungra Pírata á sínum tíma nema við fjölskyldu og vini. Hann hafi ákveðið að greina frá sambandinu því Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, hafi ýjað að málinu opinberlega og krafið sig um svör. Því vilji hann segja skýrt og rétt frá. Kynntust í sumarbúðum Pírata „Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru,“ segir Karl. Hann segist enn vera góður vinur stelpunnar og þau hafi síðast talað saman í dag vegna „stöðunnar sem er uppi“. „Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ segir hann. Þá segir Karl að Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem var þá formaður Ungra Pírata, hafi beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins. Hann hafi ekki viljað valda flokknum skaða og orðið við beininni „án nokkurs múðurs“. Sjá einnig: Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sósíalistaflokkurinn hefur logað stafnanna á milli undanfarna mánuði vegna klofnings í flokknum og hallarbyltingar sem Karl Héðinn og aðrir stóðu að gegn fylkingu Gunnars Smára. Klofninginn má rekja opinberlega aftur til mars þegar Karl sakaði Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Sambandið löglegt og með samþykki beggja Stelpan umrædda, Cosma Tieber, skrifar athugasemd við færslu Karls Héðins þar sem hún segir ástarsambandið hafa verið löglegt, með samþykki beggja aðila og eitthvað sem hvorki hún né Karl sjá eftir. Þá þykir henni mjög miður að samband þeirra sé dregið inn í opinbera umræðu á hátt sem snúi því upp í eitthvað skammarlegt. Hún segir óheiðarlegt að brengla persónulega sögu til að skaða orðspor fólks. Hér fyrir neðan má sjá færslu Karls Héðins í heild sinni. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Karl Héðinn greindi frá þessu í Facebook-færslu fyrr í kvöld. Hann segist aldrei hafa rætt málið við neinn utan Ungra Pírata á sínum tíma nema við fjölskyldu og vini. Hann hafi ákveðið að greina frá sambandinu því Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, hafi ýjað að málinu opinberlega og krafið sig um svör. Því vilji hann segja skýrt og rétt frá. Kynntust í sumarbúðum Pírata „Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru,“ segir Karl. Hann segist enn vera góður vinur stelpunnar og þau hafi síðast talað saman í dag vegna „stöðunnar sem er uppi“. „Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ segir hann. Þá segir Karl að Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem var þá formaður Ungra Pírata, hafi beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins. Hann hafi ekki viljað valda flokknum skaða og orðið við beininni „án nokkurs múðurs“. Sjá einnig: Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sósíalistaflokkurinn hefur logað stafnanna á milli undanfarna mánuði vegna klofnings í flokknum og hallarbyltingar sem Karl Héðinn og aðrir stóðu að gegn fylkingu Gunnars Smára. Klofninginn má rekja opinberlega aftur til mars þegar Karl sakaði Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Sambandið löglegt og með samþykki beggja Stelpan umrædda, Cosma Tieber, skrifar athugasemd við færslu Karls Héðins þar sem hún segir ástarsambandið hafa verið löglegt, með samþykki beggja aðila og eitthvað sem hvorki hún né Karl sjá eftir. Þá þykir henni mjög miður að samband þeirra sé dregið inn í opinbera umræðu á hátt sem snúi því upp í eitthvað skammarlegt. Hún segir óheiðarlegt að brengla persónulega sögu til að skaða orðspor fólks. Hér fyrir neðan má sjá færslu Karls Héðins í heild sinni.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira