Tókust á um veiðigjöld og þinglok Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 13:11 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir tókust á um nýjustu vendingar á þinginu í Sprengisandi. Sprengisandur Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira