Tókust á um veiðigjöld og þinglok Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 13:11 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir tókust á um nýjustu vendingar á þinginu í Sprengisandi. Sprengisandur Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira