Tókust á um veiðigjöld og þinglok Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 13:11 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir tókust á um nýjustu vendingar á þinginu í Sprengisandi. Sprengisandur Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira