„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:08 Sósíalistaflokknum var bolað úr Bolholtinu á dögunum. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. „Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí. Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
„Við erum ennþá bara happí og heimilislaus,“ segir Sigrún Unnsteinsdóttir varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins í samtali við fréttastofu. Skaffaði mublum á sínum tíma „Það er ekki nóg með að við höfum verið læst úti heldur höfum við ekki fengið neitt sem er þarna inni, sem er nánast allt okkar dót,“ segir Sigrún. Hún hafi persónulega gefið stóran hluta innbúsins, húsgögn og fleira, þegar hún stóð í því að koma starfinu fyrir í húsnæðinu á sínum tíma. „Við ætlum að fá það, þó við þurfum að borga fyrir geymslupláss, af því að flokkurinn á þetta. En við verðum að vera komin í hús fyrir veturinn, það er svona planið.“ Athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar Sósíalistaflokknum var gert að flytja úr Bolholtinu, hvar hann hefur verið til húsa undanfarin ár. Í Facebook færslu óskaði flokkurinn eftir ábendingum að húsnæði sem henti stjórnmálaflokki. Skömmu áður hafði Vorstjarnan, styrktarfélag Sósíalistaflokksins sem skipað er félagsmönnum úr röðum síðustu framkvæmdastjórnar, skipt um lás á húsnæðinu. „Sósíalistaflokkurinn er lokaður frá eigin húsnæði,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins. Innleiddu lýðræðisleg fundarsköp Sigrún segir stjórnina á leið í ferðalag um landið til að efna kosningaloforð nýrrar stjórnar frá kosningunum í maí um að herja á landsbyggðina í júlímánuði. Í næsta mánuði fari hún að leita nýs húsnæðis, sem verði í þetta skiptið einfaldara þar sem ekki þurfi að hýsa myndver líkt og fyrr. „Það er fullt af lausu plássi út um allt, þannig að við erum bara slök.“ Mikið hefur gustað um flokkinn og tengdum honum undanfarna mánuði frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Sigrún, sem hélt sínu sæti í framkvæmdastjórninni, segir mikinn mun á andanum í fyrrverandi og núverandi stjórn. „Þetta er mjög samstilltur hópur, það er enginn yfir annan hafinn. Við innleiddum lýðræðisleg fundarsköp þar sem allir fá að tjá sig. Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sigrún en hún sat í framkvæmdastjórn með Gunnari Smára Egilssyni fyrrverandi formanni flokksins í þrjú ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að ferð framkvæmdastjórnarinnar hafi verið kosningaloforð í síðustu Alþingiskosningum en rétt er að hún var kosningaloforð nýrrar framkvæmdastjórnar í foystukjöri flokksins í maí.
Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira