Sögulegt sveitaball í hundrað ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2025 17:01 Þórunn og Helga Snorradætur eru andlit Ögurballsins á Vestfjörðum þetta árið en báðar hafa djúpa tengingu við þetta aldagamla ball. Facebook Ögurballið Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið. Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið.
Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira