Yngsti gusumeistari landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júlí 2025 07:03 Saga Klose segir að gusur hafi algjörlega breytt lífi hennar. Vísir/Stefán „Þetta er svo æðislegt og gefur manni svo mikið, svo mikla gleði,“ segir grafíski hönnuðurinn Saga Klose sem er fædd árið 2003 og ber titilinn yngsti gusumeistari landsins. Blaðamaður ræddi við Sögu og fékk að kynnast henni og hinum gríðarlega vinsælu sauna-gusum aðeins betur. Gusur hafa rutt sér til rúms hérlendis á síðastliðnum árum og hafa sjaldan verið vinsælli. Er um að ræða ákveðna tegund af gufu þar sem gusumeistari stýrir hitanum með tilþrifum og grípandi tónum, hver lota er 12-15 mínútur og svo er kælt á milli þar sem fólk getur lagst niður í grasið, farið í sjóinn að kæla sig eða annað sem kallar. Gusurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og hver og einn gusumeistari hefur sitt einkenni. View this post on Instagram A post shared by Litla Sauna Húsið 💦🔥🫶🏻 (@litlasaunahusid) Með gusurnar í blóðinu Saga Klose heillaðist af gusum fyrir rúmu ári. Hún er jákvæð og jarðbundin 22 ára stelpa sem er hálf íslensk og hálf þýsk og útskrifaðist nú í vor úr grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. „Pabbi er þýskur, þaðan kemur Klose nafnið, en ég er alin upp á Íslandi. Foreldrar mínir kynnast í Danmörku í kennaraháskóla sem er smá fyndið því hvorugt þeirra er kennari í dag. Þau eru mikið ævintýrafólk og ferðuðust víða, meðal annars um alla Ameríku á húsbíl. Svo er pabbi lærður jógakennari og gusumeistari, hann er mikið fyrir vellíðan og heilsu. Þannig þetta er allt svolítið alið upp í mér,“ segir Saga brosandi og bætir við að yngri bróðir hennar hafi sömuleiðis nýverið tekið gusumeistararéttindin í Danmörku. Hún tók þau þó hérlendis og leyfir sér því að halda aðeins lengur í titilinn yngsti gusumeistari landsins. Saga ásamt fjölskyldu sinni sem eru miklir gusarar og hugsa vel um heilsuna!Aðsend Vann mikið í sjálfri sér Aðspurð hvort hún fái ævintýragirnina frá foreldrunum segir Saga: „Já að einhverju leyti en ég er líka rosalega heimakær. Fyrir ári síðan hefði ég til dæmis aldrei hugsað mér að fara í heimsreisu, sem ég er einmitt að fara að gera í haust. Á síðastliðnu ári hef ég breyst rosalega mikið. Ég fann bara hjá mér að ég þurfti að breyta til því mér leið ekki rosalega vel fyrir ári. Ég fann ekki fyrir mikilli tilhlökkun eða hvatningu á morgnana og mér fannst eitthvað vanta, ég fann fyrir smá tómleika og það er náttúrulega stundum smá erfitt að búa hér á Íslandi þrátt fyrir að ég elski það.“ Varð strax háð þessu Áður fyrr átti Saga sömuleiðis erfitt með mikinn hita og sótti almennt ekki í að fara mikið í gufur. Þegar móðursystir hennar Kristín Björk Þorvaldsdóttir stofnaði Litla Saunahúsið í Kársnesinu ákvað Saga að prófa. „Ég byrjaði að fara í gusu til hennar og varð fljótt algjörlega háð því. Þetta er svo stórkostleg seremónía sem einkennist af svo mikilli vellíðan. Ég fékk Valdísi Mýrdal vinkonu mína til að koma reglulega með mér og við urðum einfaldlega ástfangnar af þessu. Svo stækkaði Kristín Björk hópinn af gusurum í Litla saunahúsinu. Pabbi er líka gusari hjá henni og áður en við vissum af vorum við Valdís búnar að skrá okkur á námskeið og svo komnar með gusumeistararéttindin.“ Gusumeistararnir og vinkonurnar Saga og Valdís.Aðsend Að sögn Sögu eru gusumeistarar sérþjálfaðir í listinni að skapa einstaka gusu upplifun og stjórna hita- og rakastigi í saununni. Með kunnáttu og nákvæmni nota þeir ilmolíur og þeyta heitum loftstraum um rýmið, sem hjálpar til við að dýpka slökun, losa um streitu og auka vellíðan. Bestu vinkonur stýra ferðinni saman Saga hefur í gegnum tíðina átt fjöldamörg áhugamál og stundum átt erfitt með að ákveða hverjum hún á að sinna meira en öðrum. Hins vegar hafi aldrei komið til greina að setja gusurnar til hliðar. „Við tökum svolítið intensívt helgarnámskeið fyrir réttindin hjá konu sem stofnaði rjúkandi fargufuna þar sem þú lærir allt um gusuna, hvað þetta gerir mikið fyrir þig ásamt því að vera með öll öryggisatriðin á hreinu. Það er frekar magnað hvað gusan er stór sérstaklega á Norðurlöndunum. Í Finnlandi eru til dæmis risastórar saunur fyrir fimmtíu manns og það er svolítið eins og að koma á einhverja rosalega danssýningu. Gusararnir eru æfðir í handklæðasveiflum og klæðast búningum.“ Það er kósí í Litla saunahúsinu í Kópavogi.Aðsend Saga Klose og Valdís Mýrdal, sem er næst yngsti gusumeistari landsins, eru bestu vinkonur sem kynntust í Listaháskólanum. „Við vinnum svo ótrúlega vel saman þannig við elskum að halda gusur saman. Við gerum gjarnan heilan dag úr þessu, borðum saman, förum yfir lagalistann, undirbúum allt vel og þetta er svo skemmtilegt. Maður er einhvern veginn bara að njóta í botn og svo man maður allt í einu bara vá, já við fáum borgað fyrir þetta! Auðvitað er þetta vinna og maður er að þjóna fólkinu og passa upp á að öllum líði vel en á sama tíma er þetta svo mikil vellíðan fyrir mann sjálfan og mér finnst best í heimi að vera inni í hitanum.“ Tvíeykið er gjarnan með þemagusur og hafa til að mynda skipulagt Gusgus gusu, Hjálma gusu, Nýdönsk gusu, Þjóðhátíðargusu og margt fleira skemmtilegt. Eins og að svífa En hvað ætli það sé sem geri fólk svona háð gusunum? „Þetta er bara svo ótrúlega gott fyrir líkama og sál og myndar þvílík gleðihormón í hitanum. Mér finnst það besta við gusuna að finna þegar ég er alveg að farast úr hita, svo lýkur lotunni og maður fer út í ferska loftið. Oft þegar ég leggst niður á grasið líður mér bókstaflega eins og ég sé að svífa um. Þetta er bara gaman, svo skemmtileg tónlist og einfaldlega stórkostleg upplifun. Svo finnurðu líka þinn gusara og hvað hentar þér best. Mér finnst svo verðmætt að við erum komnar með fastagesti og þá veit maður að þau fíla það sem maður er að gera. Sömuleiðis myndast rosalegt samfélag í kringum þetta. Maður verður líka háður því að mæta og fær létt fráhvarfseinkenni ef það líður of mikill tími á milli.“ Öflug berskjöldun Saga segir að vellíðan sé í algjörum forgrunni í gusunum. „Alla þá sem mæta í gusu langar að líða vel. Þú ert ekki að fara í gusu nema 100 prósent fyrir sjálfa þig. Það er enginn að taka myndir inni í gusunum heldur er þetta algjör núvitund sem er svo extra verðmæt í dag. Allar tilfinningar eru líka velkomnar og maður slakar svo vel á. Ég fer alltaf annað hvort að gráta eða skellihlæja þegar ég fer í hjá einhverjum öðrum. Þetta er berskjaldandi og svo fallegt, svo miklar tilfinningar sem maður leyfir algjörlega að flæða.“ Saga og mamma hennar eru góðar vinkonur.Aðsend Saga segist þakklát foreldrum sínum fyrir uppeldi þar sem heilsan var sett í forgang. „Mér finnst allt það góða sem ég hef koma frá mömmu og pabba og þau kenndu mér að setja heilsu og vellíðan í fyrsta sæti. Þegar ég var í prófatörn í Versló þá valdi ég til dæmis alltaf kvöldið fyrir próf að fara í sund og ná smá slökun frekar en að stressa yfir mig og læra meira. Ég fann bara að það virkaði fyrir mig og hafði jákvæð áhrif.“ Stórkostlegt að vinna við það sem maður elskar Saga er mikið fyrir það að setja andlegu heilsuna í fyrsta sæti og sú tilhneiging verður sterkari með aldrinum. „Ég finn meira og meira fyrir því, auðvitað var maður meira að pæla hvað öðrum fannst og mér fannst ég alltaf vera að reyna að sanna mig. Svo lærir maður að slaka á og njóta og fljóta. Ég var mjög svona heft á tilfinningar og væmni og átti erfitt með að ræða hlutina en núna er ég bara sí blaðrandi,“ segir Saga hlæjandi. Hún segist að sama skapi vinna valdeflingu í berskjölduninni í dag og gusurnar hafi hjálpað mikið til þar. View this post on Instagram A post shared by Saga Sunneva Klose (@sagaklose) „Þetta er svo æðislegt og gefur manni svo mikið, svo mikla gleði. Teymið í Litla saunahúsinu er líka svo dásamlegt, við erum öll orðnir svo rosalega góðir vinir og erum alltaf að hjálpast að og læra eitthvað nýtt. Það er svo stórkostlegt að vinna við eitthvað sem allir starfsmenn elska, það langar alla að vera í vinnunni, það taka allir þessu alvarlega á sama tíma og við njótum þess öll í botn að vera þarna,“ segir Saga að lokum. Heilsa Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Gusur hafa rutt sér til rúms hérlendis á síðastliðnum árum og hafa sjaldan verið vinsælli. Er um að ræða ákveðna tegund af gufu þar sem gusumeistari stýrir hitanum með tilþrifum og grípandi tónum, hver lota er 12-15 mínútur og svo er kælt á milli þar sem fólk getur lagst niður í grasið, farið í sjóinn að kæla sig eða annað sem kallar. Gusurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og hver og einn gusumeistari hefur sitt einkenni. View this post on Instagram A post shared by Litla Sauna Húsið 💦🔥🫶🏻 (@litlasaunahusid) Með gusurnar í blóðinu Saga Klose heillaðist af gusum fyrir rúmu ári. Hún er jákvæð og jarðbundin 22 ára stelpa sem er hálf íslensk og hálf þýsk og útskrifaðist nú í vor úr grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. „Pabbi er þýskur, þaðan kemur Klose nafnið, en ég er alin upp á Íslandi. Foreldrar mínir kynnast í Danmörku í kennaraháskóla sem er smá fyndið því hvorugt þeirra er kennari í dag. Þau eru mikið ævintýrafólk og ferðuðust víða, meðal annars um alla Ameríku á húsbíl. Svo er pabbi lærður jógakennari og gusumeistari, hann er mikið fyrir vellíðan og heilsu. Þannig þetta er allt svolítið alið upp í mér,“ segir Saga brosandi og bætir við að yngri bróðir hennar hafi sömuleiðis nýverið tekið gusumeistararéttindin í Danmörku. Hún tók þau þó hérlendis og leyfir sér því að halda aðeins lengur í titilinn yngsti gusumeistari landsins. Saga ásamt fjölskyldu sinni sem eru miklir gusarar og hugsa vel um heilsuna!Aðsend Vann mikið í sjálfri sér Aðspurð hvort hún fái ævintýragirnina frá foreldrunum segir Saga: „Já að einhverju leyti en ég er líka rosalega heimakær. Fyrir ári síðan hefði ég til dæmis aldrei hugsað mér að fara í heimsreisu, sem ég er einmitt að fara að gera í haust. Á síðastliðnu ári hef ég breyst rosalega mikið. Ég fann bara hjá mér að ég þurfti að breyta til því mér leið ekki rosalega vel fyrir ári. Ég fann ekki fyrir mikilli tilhlökkun eða hvatningu á morgnana og mér fannst eitthvað vanta, ég fann fyrir smá tómleika og það er náttúrulega stundum smá erfitt að búa hér á Íslandi þrátt fyrir að ég elski það.“ Varð strax háð þessu Áður fyrr átti Saga sömuleiðis erfitt með mikinn hita og sótti almennt ekki í að fara mikið í gufur. Þegar móðursystir hennar Kristín Björk Þorvaldsdóttir stofnaði Litla Saunahúsið í Kársnesinu ákvað Saga að prófa. „Ég byrjaði að fara í gusu til hennar og varð fljótt algjörlega háð því. Þetta er svo stórkostleg seremónía sem einkennist af svo mikilli vellíðan. Ég fékk Valdísi Mýrdal vinkonu mína til að koma reglulega með mér og við urðum einfaldlega ástfangnar af þessu. Svo stækkaði Kristín Björk hópinn af gusurum í Litla saunahúsinu. Pabbi er líka gusari hjá henni og áður en við vissum af vorum við Valdís búnar að skrá okkur á námskeið og svo komnar með gusumeistararéttindin.“ Gusumeistararnir og vinkonurnar Saga og Valdís.Aðsend Að sögn Sögu eru gusumeistarar sérþjálfaðir í listinni að skapa einstaka gusu upplifun og stjórna hita- og rakastigi í saununni. Með kunnáttu og nákvæmni nota þeir ilmolíur og þeyta heitum loftstraum um rýmið, sem hjálpar til við að dýpka slökun, losa um streitu og auka vellíðan. Bestu vinkonur stýra ferðinni saman Saga hefur í gegnum tíðina átt fjöldamörg áhugamál og stundum átt erfitt með að ákveða hverjum hún á að sinna meira en öðrum. Hins vegar hafi aldrei komið til greina að setja gusurnar til hliðar. „Við tökum svolítið intensívt helgarnámskeið fyrir réttindin hjá konu sem stofnaði rjúkandi fargufuna þar sem þú lærir allt um gusuna, hvað þetta gerir mikið fyrir þig ásamt því að vera með öll öryggisatriðin á hreinu. Það er frekar magnað hvað gusan er stór sérstaklega á Norðurlöndunum. Í Finnlandi eru til dæmis risastórar saunur fyrir fimmtíu manns og það er svolítið eins og að koma á einhverja rosalega danssýningu. Gusararnir eru æfðir í handklæðasveiflum og klæðast búningum.“ Það er kósí í Litla saunahúsinu í Kópavogi.Aðsend Saga Klose og Valdís Mýrdal, sem er næst yngsti gusumeistari landsins, eru bestu vinkonur sem kynntust í Listaháskólanum. „Við vinnum svo ótrúlega vel saman þannig við elskum að halda gusur saman. Við gerum gjarnan heilan dag úr þessu, borðum saman, förum yfir lagalistann, undirbúum allt vel og þetta er svo skemmtilegt. Maður er einhvern veginn bara að njóta í botn og svo man maður allt í einu bara vá, já við fáum borgað fyrir þetta! Auðvitað er þetta vinna og maður er að þjóna fólkinu og passa upp á að öllum líði vel en á sama tíma er þetta svo mikil vellíðan fyrir mann sjálfan og mér finnst best í heimi að vera inni í hitanum.“ Tvíeykið er gjarnan með þemagusur og hafa til að mynda skipulagt Gusgus gusu, Hjálma gusu, Nýdönsk gusu, Þjóðhátíðargusu og margt fleira skemmtilegt. Eins og að svífa En hvað ætli það sé sem geri fólk svona háð gusunum? „Þetta er bara svo ótrúlega gott fyrir líkama og sál og myndar þvílík gleðihormón í hitanum. Mér finnst það besta við gusuna að finna þegar ég er alveg að farast úr hita, svo lýkur lotunni og maður fer út í ferska loftið. Oft þegar ég leggst niður á grasið líður mér bókstaflega eins og ég sé að svífa um. Þetta er bara gaman, svo skemmtileg tónlist og einfaldlega stórkostleg upplifun. Svo finnurðu líka þinn gusara og hvað hentar þér best. Mér finnst svo verðmætt að við erum komnar með fastagesti og þá veit maður að þau fíla það sem maður er að gera. Sömuleiðis myndast rosalegt samfélag í kringum þetta. Maður verður líka háður því að mæta og fær létt fráhvarfseinkenni ef það líður of mikill tími á milli.“ Öflug berskjöldun Saga segir að vellíðan sé í algjörum forgrunni í gusunum. „Alla þá sem mæta í gusu langar að líða vel. Þú ert ekki að fara í gusu nema 100 prósent fyrir sjálfa þig. Það er enginn að taka myndir inni í gusunum heldur er þetta algjör núvitund sem er svo extra verðmæt í dag. Allar tilfinningar eru líka velkomnar og maður slakar svo vel á. Ég fer alltaf annað hvort að gráta eða skellihlæja þegar ég fer í hjá einhverjum öðrum. Þetta er berskjaldandi og svo fallegt, svo miklar tilfinningar sem maður leyfir algjörlega að flæða.“ Saga og mamma hennar eru góðar vinkonur.Aðsend Saga segist þakklát foreldrum sínum fyrir uppeldi þar sem heilsan var sett í forgang. „Mér finnst allt það góða sem ég hef koma frá mömmu og pabba og þau kenndu mér að setja heilsu og vellíðan í fyrsta sæti. Þegar ég var í prófatörn í Versló þá valdi ég til dæmis alltaf kvöldið fyrir próf að fara í sund og ná smá slökun frekar en að stressa yfir mig og læra meira. Ég fann bara að það virkaði fyrir mig og hafði jákvæð áhrif.“ Stórkostlegt að vinna við það sem maður elskar Saga er mikið fyrir það að setja andlegu heilsuna í fyrsta sæti og sú tilhneiging verður sterkari með aldrinum. „Ég finn meira og meira fyrir því, auðvitað var maður meira að pæla hvað öðrum fannst og mér fannst ég alltaf vera að reyna að sanna mig. Svo lærir maður að slaka á og njóta og fljóta. Ég var mjög svona heft á tilfinningar og væmni og átti erfitt með að ræða hlutina en núna er ég bara sí blaðrandi,“ segir Saga hlæjandi. Hún segist að sama skapi vinna valdeflingu í berskjölduninni í dag og gusurnar hafi hjálpað mikið til þar. View this post on Instagram A post shared by Saga Sunneva Klose (@sagaklose) „Þetta er svo æðislegt og gefur manni svo mikið, svo mikla gleði. Teymið í Litla saunahúsinu er líka svo dásamlegt, við erum öll orðnir svo rosalega góðir vinir og erum alltaf að hjálpast að og læra eitthvað nýtt. Það er svo stórkostlegt að vinna við eitthvað sem allir starfsmenn elska, það langar alla að vera í vinnunni, það taka allir þessu alvarlega á sama tíma og við njótum þess öll í botn að vera þarna,“ segir Saga að lokum.
Heilsa Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira