„Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júlí 2025 07:02 Alexandra Friðfinnsdóttir og Magnús Jóhann gengu í hjónaband á fullkomnum sumardegi. Ívar Eyþórsson „Brúðkaupsdagurinn var besti dagur lífs okkar,“ segja hin nýgiftu Alexandra Friðfinnsdóttir og Magnús Jóhann. Þau áttu algjöran draumadag í rjómablíðu og héldu alvöru miðbæjarbrúðkaup en blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa ógleymanlegu upplifun. Alexandra sem er fædd árið 1999 er viðskiptafræðingur og vinnur hjá Ölgerðinni í útflutningsteymi COLLAB í markaðsmálum og sölu. Magnús Jóhann, fæddur 1998, er margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, einkaþjálfari, fyrirlesari og með BS gráðu í sálfræði. Þau hafa verið par í nokkur ár og bæðu trúlofuðu og giftu sig með stæl. Stórglæsileg hjón!Ívar Eyþórsson Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst 10. ágúst 2024 á tónlistarhátíðinni Sizget í Budapest en við kynntumst einmitt ári áður á leiðinni á sama festival. Maggi bað mín þegar eitt okkar uppáhalds band var að spila og það var töfrum líkast. Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við ákváðum mjög fljótlega eftir að við trúlofuðum okkur að ætla að gifta okkur árið 2025. Við fórum strax í að finna dag þar sem bæði Fríkirkjan í Reykjavík og Gamla Bíó var laust og varð 5. júlí fyrir valinu. Athöfnin var í Fríkirkjunni og veislan í Gamla Bíói.Ívar Eyþórsson Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn var besti dagur lífs okkar. Daginn áður hjálpuðu bestu vinir okkar og fjölskylda okkur að skreyta salinn sem var ómetanlegt og svo mikið fjör. Ég fór svo í gistipartý með fjórum bestu vinkonum mínum sem var svo yndislegt. Við vorum allar í náttfötum í stíl, í góðu fjöri og preppuðum okkur fyrir stóra daginn. Maggi átti góða stund með fjölskyldunni sinni og fór svo í sund með vini sínum. Vinkonurnar í gistipartýi kvöldið fyrir brúðkaupið.Aðsend Á brúðkaupsdaginn vaknaði ég með stelpunum og við græjuðum okkur saman hjá Önnu vinkonu. Ég byrjaði í hárgreiðslu en Klara á ViDoré gerði greiðsluna og ég var svo ánægð með útkomuna. Ég vildi hafa hárið uppi svo kjóllinn myndi njóta sín sem best og sé heldur betur ekki eftir því. Um hádegið komu fleiri í „get ready“ partýið og það var geggjuð stemning. Mínar bestu konur á einum stað að græja sig við ljúfa tónlist og góðan félagsskap. Anna vinkona mín málaði mig og ég var svo ánægð með útkomuna. Anna vinkona Alexöndru málaði hana.Aðsend Við Maggi vorum búin að ákveða að hittast fyrir kirkjuna til þess að hafa nægan tíma í myndatöku og geta farið beint í partýið eftir athöfnina svo við gætum notið lengur með okkar besta fólki. Maggi beið eftir mér í Hallargarðinum við Fríkirkjuna á svo sjarmerandi stað. Hann stóð efst í stiga og sneri sér við þegar ég labbaði upp. Það var svo magnað að sjá hvort annað. Þetta var svo dýrmæt og falleg stund og við vorum sammála um hvað það væri gott að eiga þetta augnablik við tvö saman fyrir kirkjuna. Hjúin áttu draumastund í Hallargarðinum fyrir athöfnina.Ívar Eyþórsson Við pabbi mættum á brúðarbílnum í kirkjuna og gerðum okkur klár að labba inn. Það var svo magnað að labba inn kirkjugólfið með pabba og sjá allt fólkið okkar Magga. Vá, þessi upplifun að ganga í áttina að Magga þar sem hann stóð með mömmu sinni. Ég gat ekki haldið aftur tárunum. Pabbi hans Magga gifti okkur sem var okkur svo dýrmætt. Athöfnin var svo mikið í okkar stíl. Einlæg, skemmtileg, falleg tónlist og svo mikil ást í loftinu. Við dönsuðum síðan út úr kirkjunni við lagið Eða? með Birni og GusGus. Hjónin dönsuðu út úr kirkjunni við lagið Eða.Ívar Eyþórsson Við keyrðum hring á brúðarbílnum um bæinn meðan vinir og fjölskylda tóku röltið yfir í Gamla Bíó. Við mættum síðan í Gamla Bíó, skáluðum við fólkið okkar og gengum inn í fallega salinn sem líktist höll í prinsessumynd. Dagskráin var þétt en rúllaði eins og í sögu. Sturlaður matur frá Lúx veitingum, hjartnæmar ræður frá mömmum okkar og Önnu minni, leikir, atriði og að sjálfsögðu margir kossar einkenndu fyrripart veislunnar. Við skárum kökuna og tókum fyrsta dansinn saman. Fyrsti dansinn! Ívar Eyþórsson Rut systir Magga er dansari og kenndi okkur nokkur spor sem var svo skemmtilegt. Svo tók við besta partý lífs okkar. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já við vorum mjög sammála í skipulaginu. Sumu pældi ég aðeins meira í en Maggi, eins og skreytingunum. Við vorum mjög sammála um að við vildum hafa athöfnina í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem pabbi Magga er prestur. Maggi ólst nánast upp á þessum fallega stað og mér hefur alltaf þótt Fríkirkjan svo sjarmerandi og draumkennd. Gamla Bíó á síðan stóran stað í hjarta okkar og var enginn annar staður sem kom til greina. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Friðfinnsdóttir (@alexandrafridfinns) Við vissum strax að okkur langaði að hafa athöfnina persónulega og í okkar anda og að veislan myndi enda í geggjuðu partýi sem fór svo sannarlega fram úr öllum væntingum okkar. Stórglæsileg hjón!Blik studio Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við sóttum mikinn innblástur á Pinterest. Bæði þegar kom að skreytingum og ljósmyndum. Þemað var hvítt, fölbleikt og gyllt en okkur fannst það passa fullkomlega við fallega salinn í Gamla Bíó. Við vorum að vinna með vintage stíl með fókus á gylltan borðbúnað, kertastjaka og mikið af fallegum blómum. Litapallettan var hvítur, fölbleikur og gylltur!Aðsend Hvað stendur upp úr? Það er rosalega erfitt að velja eitthvað eitt. Dagurinn allur fór fram úr öllum okkar væntingum. Að labba inn kirkjugólfið með pabba var ómetanlegt. Athöfnin sjálf var svo mikill hápunktur. Við Maggi fórum með heiti til hvors annars rétt áður en við sögðum já sem var svo dýrmætt. Síðan var sturlað að fá „Pitbull“ sem leynigest. Vinkonur Alexöndru komu henni skemmtilega á óvart.Kantika Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Birna Rún sá um veislustjórn og gerði það eins og algjör fagmaður, mælum hiklaust með henni. Við vorum búin að skipuleggja tónlistaratriðin en héldum þeim leyndum fyrir vinum okkar svo allir voru í sjokki þegar Birnir steig á svið eftir fyrsta dansinn. Það var kreisí stemning á dansgólfinu, þvílík orka. Daníel Ágúst mætti næstur en við erum miklir GusGus aðdáendur. Við vissum strax að við vildum að hann yrði partur af veislunni þegar við byrjuðum að plana. Næst var atriði sem kom okkur þvílíkt á óvart. Bestu vinkonur mínar klæddu sig upp eins og tónlistarmaðurinn Pitbull og tóku dansrútínu við hans bestu lög. Þetta kom okkur svo mikið á óvart og var sturlað gaman! DJ Margeir tók svo við og spilaði fram eftir kvöldi. Við dönsuðum og dönsuðum og mér leið eins og við værum á geggjuðu tónlistarfestivali með okkar allra besta fólki. Það er ekkert sem gæti toppað þetta. Stemningin á dansgólfinu var sturluð!Kantika Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Það kom okkur mest á óvart hvað tíminn leið hratt. Það var það gaman að tíminn flaug áfram, en við náðum samt að njóta vel. Hvað voru margir gestir? Það voru 150 gestir. Hvernig gekk að velja kjólinn? Það gekk vel að velja kjólinn en hann keypti ég hjá Loforð. Ég fór tvisvar í mátun til að máta mismunandi kjóla. Í fyrstu mátuninni mátaði ég kjólinn sem varð fyrir valinu en ég var ekki seld strax. Þegar ég mátaði hann í seinna skiptið var ég alveg seld á hann, en þá var ég með náttúrulegu krullurnar mínar í hárinu en ekki sléttað hár eins og í fyrra skiptið. Mér fannst skipta máli að mér liði vel í kjólnum, hann væri fallegur og passaði mér vel. Þær hjá Loforð eru algjörir snillingar og ég mæli svo mikið með að finna drauma kjólinn með þeim. Kjóllinn Winnie frá merkinu Made with love varð fyrir valinu og ég gæti ekki verið ánægðari með hann. Alexandra var í skýjunum með kjólinn.Ívar Eyþórsson Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Gerið brúðkaupið að ykkar eigin, til dæmis með tónlist sem þið elskið, þema sem passar við ykkur eða öðru persónulegu og svo auðvitað að muna að njóta ferlisins að skipuleggja, þó svo það geti orðið stressandi á köflum þá er þetta svo skemmtilegt. Alexandra og Magnús Jóhann héldu brúðkaup sem var algjörlega í þeirra anda og þau gætu ekki verið sáttari með þennan draumadag sem einkenndist af alvöru partýi.Kantika Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já við vorum að mæta í brúðkaupsferð til Grikklands. Eyjan sem við verðum á heitir Naxos og er svo draumkennd. Það er líka mjög stutt á fleiri eyjar í kring sem við erum spennt að heimsækja líka. Við erum til tilhlökkunar að slaka alveg á og njóta saman í sólinni. Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Alexandra sem er fædd árið 1999 er viðskiptafræðingur og vinnur hjá Ölgerðinni í útflutningsteymi COLLAB í markaðsmálum og sölu. Magnús Jóhann, fæddur 1998, er margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, einkaþjálfari, fyrirlesari og með BS gráðu í sálfræði. Þau hafa verið par í nokkur ár og bæðu trúlofuðu og giftu sig með stæl. Stórglæsileg hjón!Ívar Eyþórsson Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst 10. ágúst 2024 á tónlistarhátíðinni Sizget í Budapest en við kynntumst einmitt ári áður á leiðinni á sama festival. Maggi bað mín þegar eitt okkar uppáhalds band var að spila og það var töfrum líkast. Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við ákváðum mjög fljótlega eftir að við trúlofuðum okkur að ætla að gifta okkur árið 2025. Við fórum strax í að finna dag þar sem bæði Fríkirkjan í Reykjavík og Gamla Bíó var laust og varð 5. júlí fyrir valinu. Athöfnin var í Fríkirkjunni og veislan í Gamla Bíói.Ívar Eyþórsson Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn var besti dagur lífs okkar. Daginn áður hjálpuðu bestu vinir okkar og fjölskylda okkur að skreyta salinn sem var ómetanlegt og svo mikið fjör. Ég fór svo í gistipartý með fjórum bestu vinkonum mínum sem var svo yndislegt. Við vorum allar í náttfötum í stíl, í góðu fjöri og preppuðum okkur fyrir stóra daginn. Maggi átti góða stund með fjölskyldunni sinni og fór svo í sund með vini sínum. Vinkonurnar í gistipartýi kvöldið fyrir brúðkaupið.Aðsend Á brúðkaupsdaginn vaknaði ég með stelpunum og við græjuðum okkur saman hjá Önnu vinkonu. Ég byrjaði í hárgreiðslu en Klara á ViDoré gerði greiðsluna og ég var svo ánægð með útkomuna. Ég vildi hafa hárið uppi svo kjóllinn myndi njóta sín sem best og sé heldur betur ekki eftir því. Um hádegið komu fleiri í „get ready“ partýið og það var geggjuð stemning. Mínar bestu konur á einum stað að græja sig við ljúfa tónlist og góðan félagsskap. Anna vinkona mín málaði mig og ég var svo ánægð með útkomuna. Anna vinkona Alexöndru málaði hana.Aðsend Við Maggi vorum búin að ákveða að hittast fyrir kirkjuna til þess að hafa nægan tíma í myndatöku og geta farið beint í partýið eftir athöfnina svo við gætum notið lengur með okkar besta fólki. Maggi beið eftir mér í Hallargarðinum við Fríkirkjuna á svo sjarmerandi stað. Hann stóð efst í stiga og sneri sér við þegar ég labbaði upp. Það var svo magnað að sjá hvort annað. Þetta var svo dýrmæt og falleg stund og við vorum sammála um hvað það væri gott að eiga þetta augnablik við tvö saman fyrir kirkjuna. Hjúin áttu draumastund í Hallargarðinum fyrir athöfnina.Ívar Eyþórsson Við pabbi mættum á brúðarbílnum í kirkjuna og gerðum okkur klár að labba inn. Það var svo magnað að labba inn kirkjugólfið með pabba og sjá allt fólkið okkar Magga. Vá, þessi upplifun að ganga í áttina að Magga þar sem hann stóð með mömmu sinni. Ég gat ekki haldið aftur tárunum. Pabbi hans Magga gifti okkur sem var okkur svo dýrmætt. Athöfnin var svo mikið í okkar stíl. Einlæg, skemmtileg, falleg tónlist og svo mikil ást í loftinu. Við dönsuðum síðan út úr kirkjunni við lagið Eða? með Birni og GusGus. Hjónin dönsuðu út úr kirkjunni við lagið Eða.Ívar Eyþórsson Við keyrðum hring á brúðarbílnum um bæinn meðan vinir og fjölskylda tóku röltið yfir í Gamla Bíó. Við mættum síðan í Gamla Bíó, skáluðum við fólkið okkar og gengum inn í fallega salinn sem líktist höll í prinsessumynd. Dagskráin var þétt en rúllaði eins og í sögu. Sturlaður matur frá Lúx veitingum, hjartnæmar ræður frá mömmum okkar og Önnu minni, leikir, atriði og að sjálfsögðu margir kossar einkenndu fyrripart veislunnar. Við skárum kökuna og tókum fyrsta dansinn saman. Fyrsti dansinn! Ívar Eyþórsson Rut systir Magga er dansari og kenndi okkur nokkur spor sem var svo skemmtilegt. Svo tók við besta partý lífs okkar. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já við vorum mjög sammála í skipulaginu. Sumu pældi ég aðeins meira í en Maggi, eins og skreytingunum. Við vorum mjög sammála um að við vildum hafa athöfnina í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem pabbi Magga er prestur. Maggi ólst nánast upp á þessum fallega stað og mér hefur alltaf þótt Fríkirkjan svo sjarmerandi og draumkennd. Gamla Bíó á síðan stóran stað í hjarta okkar og var enginn annar staður sem kom til greina. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Friðfinnsdóttir (@alexandrafridfinns) Við vissum strax að okkur langaði að hafa athöfnina persónulega og í okkar anda og að veislan myndi enda í geggjuðu partýi sem fór svo sannarlega fram úr öllum væntingum okkar. Stórglæsileg hjón!Blik studio Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við sóttum mikinn innblástur á Pinterest. Bæði þegar kom að skreytingum og ljósmyndum. Þemað var hvítt, fölbleikt og gyllt en okkur fannst það passa fullkomlega við fallega salinn í Gamla Bíó. Við vorum að vinna með vintage stíl með fókus á gylltan borðbúnað, kertastjaka og mikið af fallegum blómum. Litapallettan var hvítur, fölbleikur og gylltur!Aðsend Hvað stendur upp úr? Það er rosalega erfitt að velja eitthvað eitt. Dagurinn allur fór fram úr öllum okkar væntingum. Að labba inn kirkjugólfið með pabba var ómetanlegt. Athöfnin sjálf var svo mikill hápunktur. Við Maggi fórum með heiti til hvors annars rétt áður en við sögðum já sem var svo dýrmætt. Síðan var sturlað að fá „Pitbull“ sem leynigest. Vinkonur Alexöndru komu henni skemmtilega á óvart.Kantika Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Birna Rún sá um veislustjórn og gerði það eins og algjör fagmaður, mælum hiklaust með henni. Við vorum búin að skipuleggja tónlistaratriðin en héldum þeim leyndum fyrir vinum okkar svo allir voru í sjokki þegar Birnir steig á svið eftir fyrsta dansinn. Það var kreisí stemning á dansgólfinu, þvílík orka. Daníel Ágúst mætti næstur en við erum miklir GusGus aðdáendur. Við vissum strax að við vildum að hann yrði partur af veislunni þegar við byrjuðum að plana. Næst var atriði sem kom okkur þvílíkt á óvart. Bestu vinkonur mínar klæddu sig upp eins og tónlistarmaðurinn Pitbull og tóku dansrútínu við hans bestu lög. Þetta kom okkur svo mikið á óvart og var sturlað gaman! DJ Margeir tók svo við og spilaði fram eftir kvöldi. Við dönsuðum og dönsuðum og mér leið eins og við værum á geggjuðu tónlistarfestivali með okkar allra besta fólki. Það er ekkert sem gæti toppað þetta. Stemningin á dansgólfinu var sturluð!Kantika Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Það kom okkur mest á óvart hvað tíminn leið hratt. Það var það gaman að tíminn flaug áfram, en við náðum samt að njóta vel. Hvað voru margir gestir? Það voru 150 gestir. Hvernig gekk að velja kjólinn? Það gekk vel að velja kjólinn en hann keypti ég hjá Loforð. Ég fór tvisvar í mátun til að máta mismunandi kjóla. Í fyrstu mátuninni mátaði ég kjólinn sem varð fyrir valinu en ég var ekki seld strax. Þegar ég mátaði hann í seinna skiptið var ég alveg seld á hann, en þá var ég með náttúrulegu krullurnar mínar í hárinu en ekki sléttað hár eins og í fyrra skiptið. Mér fannst skipta máli að mér liði vel í kjólnum, hann væri fallegur og passaði mér vel. Þær hjá Loforð eru algjörir snillingar og ég mæli svo mikið með að finna drauma kjólinn með þeim. Kjóllinn Winnie frá merkinu Made with love varð fyrir valinu og ég gæti ekki verið ánægðari með hann. Alexandra var í skýjunum með kjólinn.Ívar Eyþórsson Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Gerið brúðkaupið að ykkar eigin, til dæmis með tónlist sem þið elskið, þema sem passar við ykkur eða öðru persónulegu og svo auðvitað að muna að njóta ferlisins að skipuleggja, þó svo það geti orðið stressandi á köflum þá er þetta svo skemmtilegt. Alexandra og Magnús Jóhann héldu brúðkaup sem var algjörlega í þeirra anda og þau gætu ekki verið sáttari með þennan draumadag sem einkenndist af alvöru partýi.Kantika Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já við vorum að mæta í brúðkaupsferð til Grikklands. Eyjan sem við verðum á heitir Naxos og er svo draumkennd. Það er líka mjög stutt á fleiri eyjar í kring sem við erum spennt að heimsækja líka. Við erum til tilhlökkunar að slaka alveg á og njóta saman í sólinni.
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira