„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:16 Karl Héðinn Kristjánsson er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. „Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
„Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira