Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 19:30 Lilja Íris Long Birnudóttir vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð. Vísir/Ívar Fannar Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira