Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 19:30 Lilja Íris Long Birnudóttir vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð. Vísir/Ívar Fannar Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira