Rok og rigning sama hvert er litið Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. júlí 2025 19:41 Þjóðhátíðargestum er ráðlagt að pakka pollagallanum og tjaldi sem þolir vont veður. Víisr/Sigurjón Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur áður verið fýsilegri en hún er í ár. Veðurfræðingur spáir roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Blíðviðri hefur leikið við landann víða í dag og spyrja sig eflaust margir hvort það boði fögur fyrirheit fyrir stærstu ferðahelgi Íslendinga sem gengur í garð á föstudaginn. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur veðurfræðingur, sat fyrir svörum í kvöldfréttum. Sigurður segir að fimmtudagurinn líti vel út. Föstudagurinn byrji sömuleiðis vel. „Það er á leiðinni, þegar líður á föstudaginn, myndarleg lægð. Því miður er það svo að lægð með miklu vatnsveðri og töluverðum vindi sem gengur inn á landið um föstudagseftirmiðdag eða föstudagskvöld. Og á laugardeginum, aðaldeginum, þá er rok og rigning um mest allt land.“ Pollagallinn inngönguskilyrði í dalinn Hann segir úrkomuna minni á Norðausturlandi á laugardag og á sunnudag verði sennilega þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Sunnudagurinn verði þó blautur með köflum á vesturhelmingi landsins. „Sem aftur þýðir að þeir sem ætla að vera á Suður- og Vesturlandi þessa miklu ferðahelgi, þeir ættu að reyna að halda sig austanmegin við mitt landið til að eiga möguleika á að það komi góðir dagar þó að laugardagurinn verði vissulega mjög leiðinlegur. “ Svona lítur langtímaspáin út á miðnætti aðfaranætur laugardagsins. Veðurstofa Íslands Siggi segir spár fyrir vestan og austan Atlantshaf lygilega líkar og því auknar líkur á að spáin gangi eftir. „En þetta eru hreyfanleg veðurkerfi og það getur hnikast til í tíma og menn verða að hafa það í huga að ég er ekki að boða að allt sé að fara fjandans til. En laugardagurinn þýðir að við verðum að klæða okkur samkvæmt því.“ Ættu þeir sem leggja leið sína á Þjóðhátíð að pakka pollagallanum? „Miðað við hvernig spárnar líta út núna þá myndi ég segja að það ætti að vera inngönguskilyrði að hafa pollagallann og helst tjöld sem þola rigningu en rigning og rok verður í eyjum líkt og annars staðar á sunnan- og vestanverðu landinu á laugardaginn. Þeir verða í skaplegra veðri á sunnudeginum en þó væta með köflum.“ Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Blíðviðri hefur leikið við landann víða í dag og spyrja sig eflaust margir hvort það boði fögur fyrirheit fyrir stærstu ferðahelgi Íslendinga sem gengur í garð á föstudaginn. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur veðurfræðingur, sat fyrir svörum í kvöldfréttum. Sigurður segir að fimmtudagurinn líti vel út. Föstudagurinn byrji sömuleiðis vel. „Það er á leiðinni, þegar líður á föstudaginn, myndarleg lægð. Því miður er það svo að lægð með miklu vatnsveðri og töluverðum vindi sem gengur inn á landið um föstudagseftirmiðdag eða föstudagskvöld. Og á laugardeginum, aðaldeginum, þá er rok og rigning um mest allt land.“ Pollagallinn inngönguskilyrði í dalinn Hann segir úrkomuna minni á Norðausturlandi á laugardag og á sunnudag verði sennilega þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Sunnudagurinn verði þó blautur með köflum á vesturhelmingi landsins. „Sem aftur þýðir að þeir sem ætla að vera á Suður- og Vesturlandi þessa miklu ferðahelgi, þeir ættu að reyna að halda sig austanmegin við mitt landið til að eiga möguleika á að það komi góðir dagar þó að laugardagurinn verði vissulega mjög leiðinlegur. “ Svona lítur langtímaspáin út á miðnætti aðfaranætur laugardagsins. Veðurstofa Íslands Siggi segir spár fyrir vestan og austan Atlantshaf lygilega líkar og því auknar líkur á að spáin gangi eftir. „En þetta eru hreyfanleg veðurkerfi og það getur hnikast til í tíma og menn verða að hafa það í huga að ég er ekki að boða að allt sé að fara fjandans til. En laugardagurinn þýðir að við verðum að klæða okkur samkvæmt því.“ Ættu þeir sem leggja leið sína á Þjóðhátíð að pakka pollagallanum? „Miðað við hvernig spárnar líta út núna þá myndi ég segja að það ætti að vera inngönguskilyrði að hafa pollagallann og helst tjöld sem þola rigningu en rigning og rok verður í eyjum líkt og annars staðar á sunnan- og vestanverðu landinu á laugardaginn. Þeir verða í skaplegra veðri á sunnudeginum en þó væta með köflum.“
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira