Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2025 11:07 Þórhildur segir fátt vitað um áhrif samfélagsmiðla á heilavirkni ungmenna. Getty/HR „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna. Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þetta segir Þórhildur Halldórsdóttir, barnasálfræðingur og dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, um áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna. Þórhildur og fleiri standa saman að rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á málið. Þórhildur, sem er móðir og mikil áhugamanneskja um áhrif samfélagsmiðla á þroska ungmenna, segir að á sama tíma og þau hafi lítið verið rannsökuð sé vitað að heilavirknin hjá börnum nánast „stökkbreytist“ á unglingsárunum, sérstaklega á svæðum sem samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á. „Og við vitum ekkert hvort það er jákvætt eða neikvætt. Almennt vitum við bara ekki einu sinni hvort þeir hafi áhrif á þessi heilasvæði.“ Þórhildur segir umrædd svæði meðal annars stjórna félagsþroska og hvernig einstaklingurinn höndlar streitu. Þá nefnir hún einnig svæði sem stjórna „stýrifærni“; þáttum sem geta haft áhrif á hvernig börnum gengur í skóla. Innt eftir því hvort samfélagsmiðlafyrirtækin hafi ekki rannsakað þetta sjálf, segir hún að þau hafi verið meira dugleg við að rannsaka hvernig hægt sé að halda fólki sem lengst á miðlunum. Rannsókn Þórhildar og kollega gengur út á að gera taugalífeðlisfræðilega mælingu (e. EEG) á heilavirkni ungmenna á meðan þau leysa verkefni sem líkja eftir samfélagsmiðlanotkun. Þórhildur er að leita að þátttakendum fyrir rannsóknina, á aldrinum 10 til 16 ára. „Af því að það er nákvæmlega þessi tímapunktur sem heilinn er að taka þessi rosalegu stökk hvað varðar þroska.“ Útfærslan á rannsókninni hafi hins vegar verið svolítið snúin, þar sem finna þurfi leiðir til að líka eftir samfélagsmiðlanotkun án þess að láta börnin vera á samfélagsmiðlum. „Þær nýtast í margt,“ svarar Þórhildur um hæl, spurð að því hvernig niðurstöðurnar verða notaðar. „Það vantar svolítið svona grunnrannsóknir á því hvað er að gerast á meðan ungmenni eru á samfélagsmiðlum, þannig að þetta eykur þekkingu þannig. En þá getur þetta líka kannski, svona seinna meir, varpað ljósi á það hvort 13 ára sé til dæmis góður tímapunktur til að leyfa þeim að fara á Instagram eða TikTok. Ættum við að bíða lengur? Hefur þetta engin áhrif? Eða er þetta kannski að betrumbæta einhverja færni? Ættum við kannski að lækka aldursviðmiðið?“ Þá segist Þórhildur hafa mikinn áhuga á því að rannsaka frekar hvaða tengsl eru þarna við líðan ungmenna.
Vísindi Tækni Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira