Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. júlí 2025 07:02 Tískudrottningin Dúa Landmark ræddi á einlægan hátt um tískuna og fataskápinn. Aðsend „Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark. Dúa starfar í fataversluninni Yeoman og mun hefja nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands í haust. Hún er mikil tískudrottning, fer einstakar leiðir í fatavali og ræddi á einlægum nótum við blaðamann um tískuna og fataskápinn. @dualandmark Too many fitchecks from the draft ♬ original sound - vbrtnsmusic Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hversu áhrifarík hún getur verið, en samt hversu ólík áhrif hún hefur á fólk. Klæðnaður getur mótað aðstæður, haft áhrif á hvernig fólk nálgast mann og breytt upplifun bæði einstaklingsins og þeirra í kring. Á sama tíma getur tískan líka verið algjört aukaatriði og farið framhjá fólki. Mér finnst þessi tvíræðni heillandi. Það að maður geti bæði tjáð sig og haft áhrif með fatavali, en líka valið að sleppa því algjörlega. Patricia Dúa er með gríðarlega flottan stíl.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um, en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann féll frá í apríl og ég geymi gallann sem dýrmætan minnisvarða um hann. Fallegu vinirnir Jón Breki og Dúa.Instagram Jón Breki var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, hann var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss eða vera í statement flík. Þegar ég klæðist gallanum hans líður mér vel og mér finnst ég geta haldið minningu hans lifandi á minn hátt. Gallinn er Dúu mjög verðmætur.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég myndi ekki segja það. Mér finnst ég vera farin að hugsa minna um fataval með hverjum degi. Eftir grunnskóla og menntaskóla finnst mér ég hafa öðlast meira frelsi og sjálfsöryggi, sem hefur gert það að verkum að ég stressa mig ekki eins mikið á því hverju ég klæðist. Ég er líka búin að átta mig á því að bestu hugmyndirnar koma oft þegar ég pæli minna. Ég er hætt að plana fataval langt fram í tímann, eins og ég gerði mikið áður. Dúa getur ekki planað klæðnað fram í tíman heldur fylgir eigin líðan hverju sinni og segir bestu hugmyndirnar koma við sem minnsta ofhugsun.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég á smá erfitt með að lýsa stílnum mínum sjálf þar sem hann breytist oft með skapi og stemningu. Ég hallast þó mikið að litum og mynstrum og finnst gaman að leika mér með fatnað. Ég myndi segja að hann sé undir áhrifum frá Y2K-tískunni, baggy buxur, cropped bolir, glimmer og smá glansandi bedazzled stemmning. Ég elska bleikan og ákveðna tegund af dýraprentum. Á sama tíma finnst mér einfaldleiki og monochromatic lúkk oft líka mjög næs og clean. Ég held að stíllinn minn sé blanda af maximalisma og tilfinningu fyrir því hvað mér finnst skemmtilegt hverju sinni. Dúa ofurskvís elskar að leika sér með stílinn sinn og fara í fjölbreyttar áttir. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, algjörlega. Ég hef alltaf verið opin fyrir því að prófa mig áfram í klæðaburði, en staða mín í lífinu og umhverfið í kringum mig hefur haft mikil áhrif á hvernig stíllinn minn hefur þróast. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi, í litlu og frekar einsleitu samfélagi og fann oft fyrir því að mig langaði til að passa inn, sérstaklega þar sem ég er mixed race og leit ekki út eins og flestir í kringum mig. Það hafði áhrif á hvernig ég klæddi mig. En eftir því sem ég eldist og færi mig í ný umhverfi og kynnist nýju fólki hefur sjálfsöryggið mitt aukist og stíllinn minn orðið miklu persónulegri og frjálsari. Dúa finnur fyrir meira frelsi í klæðaburði með aldrinum.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég geri það en eins og með flest annað þá fer það svolítið eftir dögum. Stundum finnst mér ég eiga ekkert flott og líður eins og ég eigi engin föt sem ég held að margir tengi við. Aðra daga fæ ég valkvíða og á erfitt með að velja hverju ég vil klæðast. En þegar ég er rétt stemmd þá elska ég að klæða mig upp. Þegar hún er rétt stemmd elskar Dúa að klæða sig upp. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Það mikilvægasta fyrir mig er að mér líði vel í því sem ég er í. Ef mér líður ekki vel, þá finnst mér ég ekki líta vel út heldur, það tengist allt. Ég er því hætt að ákveða fataval langt fram í tímann, því dagsformið hefur svo mikið að segja. Það sem mér fannst góð hugmynd í gær gæti alls ekki passað við hvernig mér líður í dag. Þess vegna vel ég einfaldlega það sem passar við skapið og líðan hverju sinni. Dúa klæðir sig eftir skapi.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur úr mjög ólíkum áttum. Ég hef alltaf elskað Bratz-dúkkurnar og horfi enn á þætti og myndir með þeim. Mér finnst þær eru ótrúlega töff og sjálfsöruggar og stíllinn þeirra hefur alltaf heillað mig. Dúa hefur alltaf elskað Bratz dúkkur og stílinn á bak við þær.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er fullt sem ég myndi persónulega aldrei klæðast og á sama tíma klæðist ég hlutum sem aðrir myndu ef til vill alls ekki velja. En ef ég ætti að nefna eitt bann, þá væri það að leyfa sér ekki að prófa. Mér finnst eins og sumir fylgja óskrifuðum reglum í kringum klæðnað. Mér finnst bannað að taka tískunni of bókstaflega. Dúu finnst bannað að taka tískunni of bókstaflega.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er án efa pels sem amma mín, Pálína Sædís Dúadóttir, keypti í París í pelsabúð í Les Halles í fyrsta hverfi árið 1987. Amma mín var mesta skvísa í heimi og ég leit alltaf mikið upp til hennar. Þegar ég var lítil og fór í pössun til hennar mátaði ég pelsinn alltaf. Ég fékk þann heiður að klæðast honum þegar ég útskrifaðist úr fornámi frá Tækniskólanum í júlí og það var ótrúlega sérstakt augnablik. Þessi pels er algjört spari og enginn pels mun nokkurn tímann toppa hann í mínum huga. Pelsinn frá ömmu er í miklu uppáhaldi.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? Litir og hvítt á hvítt (e. white on white). Mér finnst sú blanda alltaf vera klassísk og áreynslulaus, sérstaklega þegar maður er komin með smá tan. Skærir litir eru líka alltaf hot yfir sumarið og það skemmir aldrei fyrir að vera sólkysst (e. sun-kissed) í skærum lit. Og síðan auðvitað sólgleraugu! Þau eru „the cherry on top“ og það er bókstaflega ekki hægt að eiga of mörg pör. Dúu finnst ekki mögulegt að eiga of mörg pör af sólgleraugum.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kannski bara þetta klassíska, klæddu þig í það sem þér finnst flott. Fólk mun hvort sem er dæma þig sama hvað þannig að þú getur alveg eins verið dæmdur fyrir að vera eftirminnilegur frekar en að leika öruggan leik og blandast inn í hópinn. Hér má fylgjast með Dúu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Dúa starfar í fataversluninni Yeoman og mun hefja nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands í haust. Hún er mikil tískudrottning, fer einstakar leiðir í fatavali og ræddi á einlægum nótum við blaðamann um tískuna og fataskápinn. @dualandmark Too many fitchecks from the draft ♬ original sound - vbrtnsmusic Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hversu áhrifarík hún getur verið, en samt hversu ólík áhrif hún hefur á fólk. Klæðnaður getur mótað aðstæður, haft áhrif á hvernig fólk nálgast mann og breytt upplifun bæði einstaklingsins og þeirra í kring. Á sama tíma getur tískan líka verið algjört aukaatriði og farið framhjá fólki. Mér finnst þessi tvíræðni heillandi. Það að maður geti bæði tjáð sig og haft áhrif með fatavali, en líka valið að sleppa því algjörlega. Patricia Dúa er með gríðarlega flottan stíl.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um, en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann féll frá í apríl og ég geymi gallann sem dýrmætan minnisvarða um hann. Fallegu vinirnir Jón Breki og Dúa.Instagram Jón Breki var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, hann var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss eða vera í statement flík. Þegar ég klæðist gallanum hans líður mér vel og mér finnst ég geta haldið minningu hans lifandi á minn hátt. Gallinn er Dúu mjög verðmætur.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég myndi ekki segja það. Mér finnst ég vera farin að hugsa minna um fataval með hverjum degi. Eftir grunnskóla og menntaskóla finnst mér ég hafa öðlast meira frelsi og sjálfsöryggi, sem hefur gert það að verkum að ég stressa mig ekki eins mikið á því hverju ég klæðist. Ég er líka búin að átta mig á því að bestu hugmyndirnar koma oft þegar ég pæli minna. Ég er hætt að plana fataval langt fram í tímann, eins og ég gerði mikið áður. Dúa getur ekki planað klæðnað fram í tíman heldur fylgir eigin líðan hverju sinni og segir bestu hugmyndirnar koma við sem minnsta ofhugsun.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég á smá erfitt með að lýsa stílnum mínum sjálf þar sem hann breytist oft með skapi og stemningu. Ég hallast þó mikið að litum og mynstrum og finnst gaman að leika mér með fatnað. Ég myndi segja að hann sé undir áhrifum frá Y2K-tískunni, baggy buxur, cropped bolir, glimmer og smá glansandi bedazzled stemmning. Ég elska bleikan og ákveðna tegund af dýraprentum. Á sama tíma finnst mér einfaldleiki og monochromatic lúkk oft líka mjög næs og clean. Ég held að stíllinn minn sé blanda af maximalisma og tilfinningu fyrir því hvað mér finnst skemmtilegt hverju sinni. Dúa ofurskvís elskar að leika sér með stílinn sinn og fara í fjölbreyttar áttir. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, algjörlega. Ég hef alltaf verið opin fyrir því að prófa mig áfram í klæðaburði, en staða mín í lífinu og umhverfið í kringum mig hefur haft mikil áhrif á hvernig stíllinn minn hefur þróast. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi, í litlu og frekar einsleitu samfélagi og fann oft fyrir því að mig langaði til að passa inn, sérstaklega þar sem ég er mixed race og leit ekki út eins og flestir í kringum mig. Það hafði áhrif á hvernig ég klæddi mig. En eftir því sem ég eldist og færi mig í ný umhverfi og kynnist nýju fólki hefur sjálfsöryggið mitt aukist og stíllinn minn orðið miklu persónulegri og frjálsari. Dúa finnur fyrir meira frelsi í klæðaburði með aldrinum.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég geri það en eins og með flest annað þá fer það svolítið eftir dögum. Stundum finnst mér ég eiga ekkert flott og líður eins og ég eigi engin föt sem ég held að margir tengi við. Aðra daga fæ ég valkvíða og á erfitt með að velja hverju ég vil klæðast. En þegar ég er rétt stemmd þá elska ég að klæða mig upp. Þegar hún er rétt stemmd elskar Dúa að klæða sig upp. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Það mikilvægasta fyrir mig er að mér líði vel í því sem ég er í. Ef mér líður ekki vel, þá finnst mér ég ekki líta vel út heldur, það tengist allt. Ég er því hætt að ákveða fataval langt fram í tímann, því dagsformið hefur svo mikið að segja. Það sem mér fannst góð hugmynd í gær gæti alls ekki passað við hvernig mér líður í dag. Þess vegna vel ég einfaldlega það sem passar við skapið og líðan hverju sinni. Dúa klæðir sig eftir skapi.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur úr mjög ólíkum áttum. Ég hef alltaf elskað Bratz-dúkkurnar og horfi enn á þætti og myndir með þeim. Mér finnst þær eru ótrúlega töff og sjálfsöruggar og stíllinn þeirra hefur alltaf heillað mig. Dúa hefur alltaf elskað Bratz dúkkur og stílinn á bak við þær.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er fullt sem ég myndi persónulega aldrei klæðast og á sama tíma klæðist ég hlutum sem aðrir myndu ef til vill alls ekki velja. En ef ég ætti að nefna eitt bann, þá væri það að leyfa sér ekki að prófa. Mér finnst eins og sumir fylgja óskrifuðum reglum í kringum klæðnað. Mér finnst bannað að taka tískunni of bókstaflega. Dúu finnst bannað að taka tískunni of bókstaflega.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er án efa pels sem amma mín, Pálína Sædís Dúadóttir, keypti í París í pelsabúð í Les Halles í fyrsta hverfi árið 1987. Amma mín var mesta skvísa í heimi og ég leit alltaf mikið upp til hennar. Þegar ég var lítil og fór í pössun til hennar mátaði ég pelsinn alltaf. Ég fékk þann heiður að klæðast honum þegar ég útskrifaðist úr fornámi frá Tækniskólanum í júlí og það var ótrúlega sérstakt augnablik. Þessi pels er algjört spari og enginn pels mun nokkurn tímann toppa hann í mínum huga. Pelsinn frá ömmu er í miklu uppáhaldi.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? Litir og hvítt á hvítt (e. white on white). Mér finnst sú blanda alltaf vera klassísk og áreynslulaus, sérstaklega þegar maður er komin með smá tan. Skærir litir eru líka alltaf hot yfir sumarið og það skemmir aldrei fyrir að vera sólkysst (e. sun-kissed) í skærum lit. Og síðan auðvitað sólgleraugu! Þau eru „the cherry on top“ og það er bókstaflega ekki hægt að eiga of mörg pör. Dúu finnst ekki mögulegt að eiga of mörg pör af sólgleraugum.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kannski bara þetta klassíska, klæddu þig í það sem þér finnst flott. Fólk mun hvort sem er dæma þig sama hvað þannig að þú getur alveg eins verið dæmdur fyrir að vera eftirminnilegur frekar en að leika öruggan leik og blandast inn í hópinn. Hér má fylgjast með Dúu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira