Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 00:04 Varsen Aghabekian Shahin, utanríkisráðherra Palestínu, skrifaði undir samkomulagið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra Íslands. Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Arababandalagið, lönd Evrópusambandsins og sautján önnur lönd skrifuðu undir viljayfirlýsinguna á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York um tveggja ríkja lausn. Í kjölfar yfirlýsingarinnar greindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra frá því á Facebook að hún hefði undirritað samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu sem marki nýjan kafla í tvíhliða samskipum ríkjanna. „Það var mér bæði ánægjulegt og mikilvægt að hitta Varsen Aghabekian Shahin, utanríkisráðherra Palestínu, á þessum áhrifamikla degi og árétta skýran stuðning Íslands við sjálfstætt og fullvalda ríki Palestínu,“ segir Þorgerður í færslunni. „Hingað til hefur stuðningur Íslands að mestu farið í gegnum fjölþjóðastofnanir á borð við UNRWA – og mun svo áfram verða – en með þessu skrefi færum við samtalið nær og hyggjumst reyna með beinum hætti að stuðla að því að palestínsk stjórnvöld geti eflt sína innviði,“ sagði hún einnig. Sagðist Þorgerður fagna því viljayfirlýsingin væri orðin að veruleika og sagði Ísland tilbúið að byggja ofan á hana með markvissu samstarfi á forsendum Palestínumanna. „Friður byggist á réttlæti. Og réttlátt ríki byggist á traustum stoðum. Þar vill Ísland leggja sitt af mörkum,“ sagði hún að lokum í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Arababandalagið, lönd Evrópusambandsins og sautján önnur lönd skrifuðu undir viljayfirlýsinguna á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York um tveggja ríkja lausn. Í kjölfar yfirlýsingarinnar greindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra frá því á Facebook að hún hefði undirritað samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu sem marki nýjan kafla í tvíhliða samskipum ríkjanna. „Það var mér bæði ánægjulegt og mikilvægt að hitta Varsen Aghabekian Shahin, utanríkisráðherra Palestínu, á þessum áhrifamikla degi og árétta skýran stuðning Íslands við sjálfstætt og fullvalda ríki Palestínu,“ segir Þorgerður í færslunni. „Hingað til hefur stuðningur Íslands að mestu farið í gegnum fjölþjóðastofnanir á borð við UNRWA – og mun svo áfram verða – en með þessu skrefi færum við samtalið nær og hyggjumst reyna með beinum hætti að stuðla að því að palestínsk stjórnvöld geti eflt sína innviði,“ sagði hún einnig. Sagðist Þorgerður fagna því viljayfirlýsingin væri orðin að veruleika og sagði Ísland tilbúið að byggja ofan á hana með markvissu samstarfi á forsendum Palestínumanna. „Friður byggist á réttlæti. Og réttlátt ríki byggist á traustum stoðum. Þar vill Ísland leggja sitt af mörkum,“ sagði hún að lokum í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira