Lífið

Mann­blendnir refir slá í gegn á Snæ­fells­nesi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Refurinn sem varð á vegi fréttamanns spígsporaði um bílastæðið við gestastofuna á Malarrifi, og hafði litlar áhyggjur af áhuga viðstaddra á sér.
Refurinn sem varð á vegi fréttamanns spígsporaði um bílastæðið við gestastofuna á Malarrifi, og hafði litlar áhyggjur af áhuga viðstaddra á sér. Vísir/Stefán

Refafjölskylda í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Læða með sjö yrðlinga lætur sér fátt um finnast þótt ferðamenn séu í nánd, en landverðir passa að refirnir fái að vera í friði.

Á Malarrifi á Snæfellsnesi og í nágrenni hefur refafjölskyldan, sem er með sjö yrðlinga, gert sig heimakomna, gestum til mikillar gleði og spennu. Sumir verða þó aðeins of spenntir og það þarf að leggja þeim línurnar í ákveðnum atriðum.

Læðan sem á yrðlingana hefur ítrekað látið sjá sig á svæðinu síðustu ár.

„Oft í kringum gestastofuna. Við köllum hana Gestínu, af því að hún er ekkert feimin við mannfólk, eða þannig,“ segir Þórey Einarsdóttir, landvörður á svæðinu.

Bannað að gefa refunum að borða

Margir gesta séu eðlilega spenntir að sjá refina. Sumir hætti sér þó mjög nálægt, og reyni jafnvel að fóðra þá.

„Við viljum ekki að fólk gefi refunum mat, sérstaklega ekki yrðlingunum, því þá læra þeir ekki að lifa í náttúrunni og lifa ekki veturinn af.“

Betra sé fyrir fólk að kynnast refunum úr fjarska. Þeir geta þó sjálfir haft aðrar hugmyndir. Fréttamaður hafði fengið ábendingu um að mögulega myndi sjást til refanna frá útsýnispalli við Svalþúfu, steinsnar frá gestastofunni á Malarrifi, þegar nokkuð óvænt kom upp á, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.