Íslenski boltinn

„Ein­hver blástur en ekkert sem á að hafa svaka­leg á­hrif“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segir sérstakt fyrir Eyjamenn að spila á miðri Þjóðhátið en á ekki von á því að veðrið verði vont þegar KR kemur í heimsókn.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segir sérstakt fyrir Eyjamenn að spila á miðri Þjóðhátið en á ekki von á því að veðrið verði vont þegar KR kemur í heimsókn. vísir / diego / guðmundur

Vonskuveðrið í Vestmannaeyjum er að mestu gengið yfir en mun þó hafa einhver áhrif á Þjóðhátíðarleik ÍBV og KR í Bestu deild karla.

„Veðrið er bara þokkalegt, það versta gengið yfir. Annars værum við ekki að spila, ef þetta væri eins og í gær. Það er einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif á leikinn…

Það var snarvitlaust veður hérna í nótt, í kringum miðnætti, en það er miklu betra veður núna“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV.

„Það er einhver gjóla sem mun kannski hafa einhver áhrif á leikinn, en þetta er ekkert sem menn hafa ekki lent í áður“ hélt hann svo áfram og sagði Vestmannaeyinga öllu vönu.

Þjóðhátíðarleikurinn er árleg hefð í Vestmannaeyjum og er, samkvæmt venju, eini meistaraflokksleikurinn sem fer fram á Íslandi í dag. Þorlákur segir sérstakt fyrir Eyjamenn að spila á þessum degi.

„Auðvitað er skrítið fyrir Eyjamenn að spila þegar það er svona mikið í gangi. Það eru skiptar skoðanir um að spila á laugardeginum hjá okkur heimamönnum.

En þetta er náttúrulega stærsti leikur ársins, flestir áhorfendur sem koma á þennan leik og við hlökkum bara til að spila við KR-inga“ segir Þorlákur.

Fyrir leik munar aðeins einu stigi á ÍBV og KR í neðri hluta deildarinnar.vísir / diego

Leikur ÍBV og KR hefst klukkan tvö og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 13:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×