Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:42 Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra, er slegin vegna banaslyss sem varð í Reynisfjöru um liðna helgi. Henni hugnast ekki varanleg lokun en vill auknar öryggisráðstafanir. Vísir/sigurjon Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“ Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“
Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13
Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09