Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 12:17 Sólveig Anna á erfitt með að skilja yfirlýsingar Höllu Gunnarsdóttur um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Vísir/Vilhelm „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum. Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á samfélagsmiðlum, en þar bregst hún við skrifum Höllu Gunnarsdóttur formanns VR, um grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, þar sem hún boðar hertar reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Dómsmálaráðherra birti grein í gærmorgun undir yfirskriftinni „Við þurfum ekki að loka landinu - við þurfum að opn augun“ þar sem hún boðaði stefnubreytingu í útlendingamálum. Halla Gunnarsdóttir sagði margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra og sagði meðal annars að flestir innflytjendur utan EES kæmu frá Úkraínu, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Sagði hún meðal annars að filippseyskir hjúkrunarfræðingar héldu uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Augljóst að dvalarleyfiskerfið sé gallað „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja yfirlýsingar formanns VR um tillögur dómsmálaráðherra um dvalarleyfismál. Það er augljóst að núverandi kerfi á innflutningi verkafólks frá löndum utan EES í gegnum dvalarleyfi er gallað,“ segir Sólveig Anna. Alvarleg tilfelli um misnotkun vinnuafls hafi komið í gegnum dvalarleyfiskerfið, til að mynda mál Víetnamanna á vegum Qang Le. „Það fólk sem að lenti í klónum á Quang Le kom hingað á löglegum atvinnu- og dvalarleyfum.“ Mikill skortur á starfsfólki í fátækari löndum Sólveig hnýtir svo í að Halla hafi látið í veðri vaka að mikill innflutningur hjúkrunarfræðinga frá Filippseyjum sé góður hlutur. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur tekið afstöðu gegn því að hátekjulönd manni störf hjúkrunarfræðinga með því að flytja þá inn frá fátækari löndum, enda er skortur á heilbrigðisstarfsfólki enn meira vandamál þar en hér.“ Það sé skýr reynsla Eflingar að einstaklingar frá löndum utan EES sem hingað komi til starfa séu miklu líklegri en aðrir til að lenda í klóm óprúttinna atvinnurekenda. „Atvinnurekendur stunda skipulagðan launaþjófnað á þeim og nota sér svo ástandið til að lækka standardinn fyrir allt launafólk á landinu.“ Hlustar ekki á umvandanir fáfróðs millistéttarfólks Sólveig segir að svo virðist sem formaður VR skilji ekki hvað málið snúist um, eða hún sé mögulega að leita sér að tækifærum til dyggðaskreytingar í innflytjendamálum sem hún segir leiðan og þreytandi sið. „Í yfirlýsingu hennar er miklu púðri varið í að ræða um fólksflutninga innan EES, líkt og það standi til hjá Evrópusinnnanum Þorbjörgu Sigríði að stöðva þá. En grein dómsmálaráðherra fjallaði alls ekkert um það, heldur um dvalarleyfisveitingar frá löndum utan EES - frekar skýrt og óþarfi að valda frekari óreiðu og ruglingi um það.“ „Áður en að hin árvökula hjörð mætir til að ausa yfir mig úr sínum dyggðugu hjörtum þá vil ég taka fram að ég styð full réttindi og jöfnuð allra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði óháð uppruna. Ég er stolt af að leiða stéttarfélag sem hefur tekið svokallaða inngildingu aðflutts vinnuafls alvarlega og nenni ekki að hlusta á umvandanir frá fáfróðu millistéttarfólk um það. Góðar stundir,“ segir Sólveig að lokum.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira