Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2025 12:12 Birgir segir þjálfun starfsfólks og hönnun fangelsisins að Hólmsheiði gera einangrunarföngum afar erfitt fyrir að eiga samskipti sín á milli. Vísir/Lýður Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“ Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“
Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira