„Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” BL 11. ágúst 2025 11:30 BMW X3 er glæsilegur sportjeppi sem sameinar sportlega aksturseiginleika, háþróaða tækni og einstaka hönnun. Blaðamaður Vísis fékk að prófa hann eina helgi í júlímánuði og hreifst mjög af honum. Það fór fiðringur um blaðamann þegar hann frétti að hann fengi að reynsluaka glænýjan og glansandi BMW X3, nánar tiltekið BMW X3 30e M-Sport. Um er að ræða glæsilegan sportjeppa þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. Er við öðru að búast frá þýska gæðamerkinu BMW? Undanfarið ár hef ég keyrt um á litlum og látlausum smábíl. Hvernig skyldi þessi ríkulega uppfærsla fara í kallinn? Og hvernig er best að njóta helgarinnar með þessu glæsilega deiti? Ýtið á hvítu örina til að sjá fleiri myndir. Stýrið, mælaborðið og skjárinn fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfin líta einfaldlega óaðfinnanlega út. Upphafleg plön gerðu ráð fyrir lengra ferðalagi, jafnvel hringferð kringum landið en veðurspáin stoppaði þau plön. Í staðinn lét ég mér duga að keyra fyrri daginn um Reykjanesið, heimsótti m.a. gosstöðvarnar skammt frá Grindavík þar sem fjöldi ferðamanna á bílaleigubílum var staddur að skoða hraunið. Ekki þarf að geta þess að BMW-inn minn bar af öðrum bílum. Næst keyrði ég Suðurstrandarveginn og heimsótti Kleifarvatn og nágrenni með sínu hráa og hrífandi landslagi. Við kíktum á gosstöðvarnar skammt frá Grindavík. Þar var múgur og margmenni. Seinni dagurinn fór í bíltúr í Hvalfjörðinn fagra þar sem Glymur, hæsti foss landsins, var m.a. heimsóttur. Bílastæðið var troðfullt og 95% gesta voru ferðamenn á bílaleigubílum. Aftur var bíllinn minn lang flottastur. En ekki hvað? James Einar Becker, betur þekktur sem Tork gaur, prófaði bílinn fyrr á árinu og má sjá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Þægindi, stafræn kerfi og betri aksturseiginleikar X3 er fjórða kynslóð þessa vinsæla sportjeppa frá BMW og inniheldur kraftmikla plug-in vél sem skilar sjálfbærum akstri í stuttum ferðum og sparneytni í hæsta gæðaflokki. Mikil áhersla er lögð á sportlegt yfirbragð, stærra grill og skarpari línur. Og talandi um grill … nýja endurhannaða BMW Iconic Glow grillið er ekkert eðlilega nett með sínum útlínuljósum sem undirstrika útlínur bílsins þegar hann er kyrrstæður og í akstri, og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum. Bíllinn er sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og drægni rafhlöðunnar er allt að 90 km á rafmagni. Hleðsluhraði er 7,4 kW AC sem er tvöföld hraðari heimahleðsla en eldri kynslóð og dráttargeta bílsins er 2000 kg. Þetta er glæsikerra sem sameinar þægindi, nýjustu stafrænu kerfi og betri aksturseiginleika, hvort sem keyrt er innanbæjar eða haldið í ferðir. Litastýringin vakti lukku Það var notaleg tilfinning að setjast inn í bílinn í fyrsta sinn. Hönnun bílsins að innan er að mörgu leyti einföld og lágstemmd en um leið svo áberandi glæsileg. Svolítið eins og ég hafði ímyndað mér að þýskur lúxusbíll gæti litið út. Innréttingin inniheldur m.a. nýja „Interaction Bar“ LED-lýsingu og mikið af stafrænum stjórntækjum – það er lítið um hefðbundna hnappa hér. Stór bogadreginn skjár sameinar 12,3“ mælaborð og 14,9“ snertiskjá með upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Einn afar skemmtilegur eiginleiki bílsins er litastýringin á ljósum í mælaborði og hliðum bílsins. Þar er hægt að velja um átta liti, t.d. skær gulan, bleikan, bláan og grænan. Ekki kannski nauðsynlegasti eiginleiki X3 en mikið er skemmtilegt að leika sér með litina, ekki síst seint um kvöld þegar þeir verða áberandi í rökkrinu. Leðurklætt stýrið minnir á kappaksturbíl með voldugu BMW lógóinu sem allir þekkja. Þetta er alvöru stýri, ekki það stærsta sem ég hef handleikið, en mjög massíft og fellur vel að höndum bílstjórans. Bílstjórasætið er mjög þægilegt og hægt að stilla á ótal vegu sem ég hef ekki kynnst áður. Þannig er t.d. hægt að færa fremsta bút sætisins fram til að styðja betur við lappir auk þess sem boðið er upp á mjóhryggsstuðning í framsætum sem kætti bakveikan bílstjórann afar mikið. Öryggis- og aðstoðarkerfi í hæsta gæðaflokki Eitt sem kom skemmtilega á óvart við bílinn er glerþakið sem sameinast framrúðunni og er um 1,7 metrar að lengd og afar sterkt. Glerþakið einhvern vegin stækkar bílinn að innan og eykur á stemninguna sem var nú ekki slæm fyrir. Glerþakið setur mjög skemmtilegan svip á bílinn og stækkar hann heilmikið. Fyrst ég hafði enga farþega í aftursætum þessa helgina prófaði ég að sitja þar sjálfur og fá fílinginn. Þar er gott pláss fyrir þrjá farþega með auknu fótarými og hágæða efni í sætum. Það fer sannarlega vel um alla í þessum bíl. Aftursætin eru með 40:20:40 niðurfellanleg sætisbök sem bæði stækkar farangursrýmið heilmikið og býr um leið til svefnaðstöðu fyrir 2-3 ef stemning er fyrir slíku á ferðalagi um landið. Það fer mjög vel um farþega aftur í. Auk þess er hægt að fella sætin niður að framan og stækkar farangursrýmið. BMW X3 býr yfir nokkrum nýjum stafrænum eiginleikum. Þannig er t.d. hægt að nota BMW Digital Key Plus til að opna og læsa bílnum snertilaust með snjallsímanum. Svo þarf ekki að læsa og opna bílinn með lykli því bíllinn skynjar þegar bílstjóri er kominn að bílnum og aflæsir hann. Eins læsist bíllinn sjálfkrafa þegar bílstjóri hefur gengið nokkur skref frá bílnum. Ég upplifði mig einstaklega öruggan í akstrinum þessa helgin með nýjustu öryggis- og aðstoðarkerfin í gangi. Meðal staðalbúnaðar er m.a. akreinavari, neyðarhemlunarkerfi, hraðatakmörkun og baksýnisskynjari. Gott að hafa svona dyggan aðstoðarmann með í för! BMW X3 stóðst svo sannarlega allar væntingar og meira en það. Þar sem ég keyrði seint heim í fallegri sumarnóttinni eftir vel heppnaða helgi kom allt í einu upp í huga mér lagið „Það er draumur að vera með dáta“ sem leik- og söngkonan Soffía Karlsdóttir söng svo eftirminnilega um miðja síðustu öld. Viðlagið hljómar svona eins og flestir muna: „Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt.“ Ætli viðlag þessarar helgi hafi ekki verið: „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt.” Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Undanfarið ár hef ég keyrt um á litlum og látlausum smábíl. Hvernig skyldi þessi ríkulega uppfærsla fara í kallinn? Og hvernig er best að njóta helgarinnar með þessu glæsilega deiti? Ýtið á hvítu örina til að sjá fleiri myndir. Stýrið, mælaborðið og skjárinn fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfin líta einfaldlega óaðfinnanlega út. Upphafleg plön gerðu ráð fyrir lengra ferðalagi, jafnvel hringferð kringum landið en veðurspáin stoppaði þau plön. Í staðinn lét ég mér duga að keyra fyrri daginn um Reykjanesið, heimsótti m.a. gosstöðvarnar skammt frá Grindavík þar sem fjöldi ferðamanna á bílaleigubílum var staddur að skoða hraunið. Ekki þarf að geta þess að BMW-inn minn bar af öðrum bílum. Næst keyrði ég Suðurstrandarveginn og heimsótti Kleifarvatn og nágrenni með sínu hráa og hrífandi landslagi. Við kíktum á gosstöðvarnar skammt frá Grindavík. Þar var múgur og margmenni. Seinni dagurinn fór í bíltúr í Hvalfjörðinn fagra þar sem Glymur, hæsti foss landsins, var m.a. heimsóttur. Bílastæðið var troðfullt og 95% gesta voru ferðamenn á bílaleigubílum. Aftur var bíllinn minn lang flottastur. En ekki hvað? James Einar Becker, betur þekktur sem Tork gaur, prófaði bílinn fyrr á árinu og má sjá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Þægindi, stafræn kerfi og betri aksturseiginleikar X3 er fjórða kynslóð þessa vinsæla sportjeppa frá BMW og inniheldur kraftmikla plug-in vél sem skilar sjálfbærum akstri í stuttum ferðum og sparneytni í hæsta gæðaflokki. Mikil áhersla er lögð á sportlegt yfirbragð, stærra grill og skarpari línur. Og talandi um grill … nýja endurhannaða BMW Iconic Glow grillið er ekkert eðlilega nett með sínum útlínuljósum sem undirstrika útlínur bílsins þegar hann er kyrrstæður og í akstri, og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum. Bíllinn er sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og drægni rafhlöðunnar er allt að 90 km á rafmagni. Hleðsluhraði er 7,4 kW AC sem er tvöföld hraðari heimahleðsla en eldri kynslóð og dráttargeta bílsins er 2000 kg. Þetta er glæsikerra sem sameinar þægindi, nýjustu stafrænu kerfi og betri aksturseiginleika, hvort sem keyrt er innanbæjar eða haldið í ferðir. Litastýringin vakti lukku Það var notaleg tilfinning að setjast inn í bílinn í fyrsta sinn. Hönnun bílsins að innan er að mörgu leyti einföld og lágstemmd en um leið svo áberandi glæsileg. Svolítið eins og ég hafði ímyndað mér að þýskur lúxusbíll gæti litið út. Innréttingin inniheldur m.a. nýja „Interaction Bar“ LED-lýsingu og mikið af stafrænum stjórntækjum – það er lítið um hefðbundna hnappa hér. Stór bogadreginn skjár sameinar 12,3“ mælaborð og 14,9“ snertiskjá með upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Einn afar skemmtilegur eiginleiki bílsins er litastýringin á ljósum í mælaborði og hliðum bílsins. Þar er hægt að velja um átta liti, t.d. skær gulan, bleikan, bláan og grænan. Ekki kannski nauðsynlegasti eiginleiki X3 en mikið er skemmtilegt að leika sér með litina, ekki síst seint um kvöld þegar þeir verða áberandi í rökkrinu. Leðurklætt stýrið minnir á kappaksturbíl með voldugu BMW lógóinu sem allir þekkja. Þetta er alvöru stýri, ekki það stærsta sem ég hef handleikið, en mjög massíft og fellur vel að höndum bílstjórans. Bílstjórasætið er mjög þægilegt og hægt að stilla á ótal vegu sem ég hef ekki kynnst áður. Þannig er t.d. hægt að færa fremsta bút sætisins fram til að styðja betur við lappir auk þess sem boðið er upp á mjóhryggsstuðning í framsætum sem kætti bakveikan bílstjórann afar mikið. Öryggis- og aðstoðarkerfi í hæsta gæðaflokki Eitt sem kom skemmtilega á óvart við bílinn er glerþakið sem sameinast framrúðunni og er um 1,7 metrar að lengd og afar sterkt. Glerþakið einhvern vegin stækkar bílinn að innan og eykur á stemninguna sem var nú ekki slæm fyrir. Glerþakið setur mjög skemmtilegan svip á bílinn og stækkar hann heilmikið. Fyrst ég hafði enga farþega í aftursætum þessa helgina prófaði ég að sitja þar sjálfur og fá fílinginn. Þar er gott pláss fyrir þrjá farþega með auknu fótarými og hágæða efni í sætum. Það fer sannarlega vel um alla í þessum bíl. Aftursætin eru með 40:20:40 niðurfellanleg sætisbök sem bæði stækkar farangursrýmið heilmikið og býr um leið til svefnaðstöðu fyrir 2-3 ef stemning er fyrir slíku á ferðalagi um landið. Það fer mjög vel um farþega aftur í. Auk þess er hægt að fella sætin niður að framan og stækkar farangursrýmið. BMW X3 býr yfir nokkrum nýjum stafrænum eiginleikum. Þannig er t.d. hægt að nota BMW Digital Key Plus til að opna og læsa bílnum snertilaust með snjallsímanum. Svo þarf ekki að læsa og opna bílinn með lykli því bíllinn skynjar þegar bílstjóri er kominn að bílnum og aflæsir hann. Eins læsist bíllinn sjálfkrafa þegar bílstjóri hefur gengið nokkur skref frá bílnum. Ég upplifði mig einstaklega öruggan í akstrinum þessa helgin með nýjustu öryggis- og aðstoðarkerfin í gangi. Meðal staðalbúnaðar er m.a. akreinavari, neyðarhemlunarkerfi, hraðatakmörkun og baksýnisskynjari. Gott að hafa svona dyggan aðstoðarmann með í för! BMW X3 stóðst svo sannarlega allar væntingar og meira en það. Þar sem ég keyrði seint heim í fallegri sumarnóttinni eftir vel heppnaða helgi kom allt í einu upp í huga mér lagið „Það er draumur að vera með dáta“ sem leik- og söngkonan Soffía Karlsdóttir söng svo eftirminnilega um miðja síðustu öld. Viðlagið hljómar svona eins og flestir muna: „Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt.“ Ætli viðlag þessarar helgi hafi ekki verið: „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt.”
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira