Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 22:05 Halldór Árnason hefði viljað fá meira út úr yfirburðum liðs síns í kvöld. Vísir / Diego Halldór Árnason þjálfari Blika var gríðarlega svekktur með niðurstöðuna í lok leiks á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skoruðu sigurmark leiksins í uppbótartíma í leik sem endaði 2-1 fyrir heimamenn. „Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira