Lífið

Eva Lauf­ey og Haraldur stækka við sig á Skaganum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva Laufey og Haraldur hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi á Akranesi.
Eva Laufey og Haraldur hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi á Akranesi. Vísir/Hulda Margrét

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa fest kaup á 230 fermetra einbýlishúsi við Birkiskóga á Akranesi. Kaupverðið nam 145 milljónum króna.

Kaupsamningur var undirritaður þann 6. júlí síðastliðinn. Nýverið settu Eva Laufey og Haraldur einbýlishús sitt við Reynigrund á Akranesi á sölu. Húsið seldist fyrir 115 milljónir króna.

Aukin lofthæð og vandaðar innréttingar

Húsið við Birkiskóga er rúmlega 230 fermetrar að stærð með bílskúr, byggt árið 1990.

Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í opnu rými með stórum gólfsíðum gluggum og aukinni lofthæð.

Eldhúsið er prýtt hvítri og viðarlitaðri innréttingu með góðu skápaplássi og stórri eldhúseyju. Borðplötur eru úr hvítum kvartssteini. Úr eldhúsinu er útgengt á fallega timburverönd. Að framanverðu er steyptur pallur með heitum potti.

Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi, þar af er rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi með sturtu. 

Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.