Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 13:30 Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju liðna helgi. Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju í Reykjavík um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Prestar í Fossvogsprestakalli vilja bjóða þeim sem eru ósammála því að kirkjan flaggi fánanum til samtals. Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í liðinni viku og náðu hápunkti á laugardaginn þegar Gleðigangan var gengin. Regnbogafána var flaggað víða meðal annars við Grensáskirkju. Ekki virðast allir hafa verið sáttir við það. Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson eru prestar í Fossvogsprestakalli sem Grensáskirkja tilheyrir. Þau segja það að flagga regnbogafána við kirkjur landsins eina af óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hafi farið til að taka sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. „Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu,“ segja prestarnir í aðsendri grein á Vísi. Prestarnir þrír bjóða þeim sem eru ósáttir við regnbogafánann við kirkjur á sinn fund til skrafs og ráðagerða. „Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum.“ Regnbogafánar hafa verið skornir niður víða undanfarin ár hvort sem er við bensínstöðvar, kirkjur eða söfn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta?“ spyrja prestarnir. Þau vilji bjóða öll velkomin sem vilji tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. „Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja.“ Þorvaldur segir í samtali við Vísi að málið hafi verið kært til lögreglu. Þau hafa engan grunaðan um verknaðinn og rekur ekki minni til þess að nokkuð slíkt hafi gerst við kirkjuna áður. Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í liðinni viku og náðu hápunkti á laugardaginn þegar Gleðigangan var gengin. Regnbogafána var flaggað víða meðal annars við Grensáskirkju. Ekki virðast allir hafa verið sáttir við það. Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson eru prestar í Fossvogsprestakalli sem Grensáskirkja tilheyrir. Þau segja það að flagga regnbogafána við kirkjur landsins eina af óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hafi farið til að taka sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. „Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu,“ segja prestarnir í aðsendri grein á Vísi. Prestarnir þrír bjóða þeim sem eru ósáttir við regnbogafánann við kirkjur á sinn fund til skrafs og ráðagerða. „Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum.“ Regnbogafánar hafa verið skornir niður víða undanfarin ár hvort sem er við bensínstöðvar, kirkjur eða söfn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta?“ spyrja prestarnir. Þau vilji bjóða öll velkomin sem vilji tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. „Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja.“ Þorvaldur segir í samtali við Vísi að málið hafi verið kært til lögreglu. Þau hafa engan grunaðan um verknaðinn og rekur ekki minni til þess að nokkuð slíkt hafi gerst við kirkjuna áður.
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira