Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 13:30 Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju liðna helgi. Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju í Reykjavík um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Prestar í Fossvogsprestakalli vilja bjóða þeim sem eru ósammála því að kirkjan flaggi fánanum til samtals. Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í liðinni viku og náðu hápunkti á laugardaginn þegar Gleðigangan var gengin. Regnbogafána var flaggað víða meðal annars við Grensáskirkju. Ekki virðast allir hafa verið sáttir við það. Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson eru prestar í Fossvogsprestakalli sem Grensáskirkja tilheyrir. Þau segja það að flagga regnbogafána við kirkjur landsins eina af óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hafi farið til að taka sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. „Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu,“ segja prestarnir í aðsendri grein á Vísi. Prestarnir þrír bjóða þeim sem eru ósáttir við regnbogafánann við kirkjur á sinn fund til skrafs og ráðagerða. „Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum.“ Regnbogafánar hafa verið skornir niður víða undanfarin ár hvort sem er við bensínstöðvar, kirkjur eða söfn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta?“ spyrja prestarnir. Þau vilji bjóða öll velkomin sem vilji tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. „Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja.“ Þorvaldur segir í samtali við Vísi að málið hafi verið kært til lögreglu. Þau hafa engan grunaðan um verknaðinn og rekur ekki minni til þess að nokkuð slíkt hafi gerst við kirkjuna áður. Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sjá meira
Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í liðinni viku og náðu hápunkti á laugardaginn þegar Gleðigangan var gengin. Regnbogafána var flaggað víða meðal annars við Grensáskirkju. Ekki virðast allir hafa verið sáttir við það. Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson eru prestar í Fossvogsprestakalli sem Grensáskirkja tilheyrir. Þau segja það að flagga regnbogafána við kirkjur landsins eina af óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hafi farið til að taka sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. „Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu,“ segja prestarnir í aðsendri grein á Vísi. Prestarnir þrír bjóða þeim sem eru ósáttir við regnbogafánann við kirkjur á sinn fund til skrafs og ráðagerða. „Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum.“ Regnbogafánar hafa verið skornir niður víða undanfarin ár hvort sem er við bensínstöðvar, kirkjur eða söfn, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta?“ spyrja prestarnir. Þau vilji bjóða öll velkomin sem vilji tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. „Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja.“ Þorvaldur segir í samtali við Vísi að málið hafi verið kært til lögreglu. Þau hafa engan grunaðan um verknaðinn og rekur ekki minni til þess að nokkuð slíkt hafi gerst við kirkjuna áður.
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sjá meira