Vara við eldislax í Haukadalsá Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 21:50 Samtökin segja augljóst að um eldislax sé að ræða. Icelandic Wildlife Fund Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. Icelandic Wildlife Fund, eða Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, birtir mynd á Facebook af fisk sem mun hafa veriðst í Haukadalsá í Dölunum við Breiðafjörð í dag. Samtökin segja að fiskurinn sé „augljóslega eldislax“ og það megi meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka. Hópurinn við ána hafi landað að minnsta kosti þremur öðrum löxum af svipaðri stærð. „Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin „full af fiski“ neðarlega, 80 til 90cm stórum,“ skrifa samtökin sem telja engar líkur á göngu stórlaxa á þessum tíma í ágúst. Allt bendi því til að þessi fiskur hafi sloppið úr sjókvíaeldi. „Við biðjum veiðimenn um að vera á sérstöku varðbergi og sleppa alls ekki laxi sem lítur svona út heldur drepa hann og skila til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun.“ Samtökin hafi haft samband við MAST, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun og fengið staðfest að ekkert strok hafi verið tilkynnt. Á þessari mynd frá Hafró má sjá hvernig greina megi eldislax og villtan lax í sundur.Hafrannsóknarstofnun „Enginn vafi leikur hinsvegar á að fiskurinn á myndinni er eldislax.“ Þó er bent á að nánast ómögulegt geti verið að greina á útliti eingöngu eldislax sem hefur sloppið ungur úr sjókví og gangi í ár eftir langa dvöl í hafi. Þetta myndi ekki vera fyrsta sinn sem eldislax er veiddur í áni en í maí í fyrra greindu Veidar.is frá því að bræður hefðu veitt eldislax í Haukadalsá. Freyr Frostason, formaður Umhverfissjóðsins, segir við fréttastofu að líklegast komi fiskarnir frá sjákvíum við Suðurfirðina á Vestfjörðum. Stangveiði Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Icelandic Wildlife Fund, eða Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, birtir mynd á Facebook af fisk sem mun hafa veriðst í Haukadalsá í Dölunum við Breiðafjörð í dag. Samtökin segja að fiskurinn sé „augljóslega eldislax“ og það megi meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka. Hópurinn við ána hafi landað að minnsta kosti þremur öðrum löxum af svipaðri stærð. „Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin „full af fiski“ neðarlega, 80 til 90cm stórum,“ skrifa samtökin sem telja engar líkur á göngu stórlaxa á þessum tíma í ágúst. Allt bendi því til að þessi fiskur hafi sloppið úr sjókvíaeldi. „Við biðjum veiðimenn um að vera á sérstöku varðbergi og sleppa alls ekki laxi sem lítur svona út heldur drepa hann og skila til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun.“ Samtökin hafi haft samband við MAST, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun og fengið staðfest að ekkert strok hafi verið tilkynnt. Á þessari mynd frá Hafró má sjá hvernig greina megi eldislax og villtan lax í sundur.Hafrannsóknarstofnun „Enginn vafi leikur hinsvegar á að fiskurinn á myndinni er eldislax.“ Þó er bent á að nánast ómögulegt geti verið að greina á útliti eingöngu eldislax sem hefur sloppið ungur úr sjókví og gangi í ár eftir langa dvöl í hafi. Þetta myndi ekki vera fyrsta sinn sem eldislax er veiddur í áni en í maí í fyrra greindu Veidar.is frá því að bræður hefðu veitt eldislax í Haukadalsá. Freyr Frostason, formaður Umhverfissjóðsins, segir við fréttastofu að líklegast komi fiskarnir frá sjákvíum við Suðurfirðina á Vestfjörðum.
Stangveiði Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira