Íslenski boltinn

Guð­mundur í grænt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Magnússon stillir sér upp á nýja heimavellinum sínum.
Guðmundur Magnússon stillir sér upp á nýja heimavellinum sínum. breiðablik

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið framherjann Guðmund Magnússon á láni frá Fram.

Guðmundur, sem er 34 ára, hefur marga fjöruna sopið í fótboltanum en Breiðablik verður sjöunda félagið sem hann spilar fyrir. Auk Fram hefur hann leikið með Víkingi Ó., HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík.

Guðmundur hefur leikið 162 leiki í efstu deild og skorað fjörutíu mörk. Hann hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar en þau komu bæði gegn Breiðabliki, í 4-2 sigri Fram á meisturunum 13. apríl.

Breiðablik mætir Zrinjski Mostar frá Bosníu í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Næsti deildarleikur Breiðabliks er gegn FH á Kópavogsvelli á sunnudaginn. Þar gæti Guðmund þreytt frumraun sína í græna búningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×