Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 08:01 Guðrún Runólfsdóttir hefur þrátt fyrir að standa aðeins á þrítugu þurft að glíma við miklar áskoranir. Vísir/Anton Brink „Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands,“ segir Guðrún Runólfsdóttir sem greindist öllum að óvörum með geðhvörf þegar hún var sautján ára gömul. Við tóku erfið ár sem einkenndust af vinkvennaslitum og ofbeldisfullu ástarsambandi. Síðar birti til og er Guðrúnu í mun að uppræta fordóma gagnvart geðhvörfum sem hún þurfti sjálf að horfast í augu við. Geðhvörf eru að einhverju leyti ættgengur sjúkdómur en það eru engu að síður margir sem greinast án þess að engin staðfest saga um sjúkdóminn sé í ættinni. Þannig var það í tilfelli Guðrúnar. „Þess vegna kom mín geðhvarfagreining mjög á óvart. Þegar ég fékk greininguna árið 2012 var ég 17 ára gömul, sem er tiltölulega ungt miðað við marga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm. Það er algengara að fólk greinist með sjúkdóminn á tvítugs- eða þrítugsaldri.“ Guðrún ólst upp á Selfossi. „Ég ólst upp í yndislegri fjölskyldu, hjá mömmu og pabba og eldri systur minni. Svo á ég líka hálfsystur sem er 20 árum eldri og hún býr líka á Selfossi.“ Guðrún lýsir sér sem reglusömum unglingi og æfði fimleika í mörg ár. Það kom snemma í ljós að hún var afburða námsmaður og hún var á undan jafnöldrum sínum í námi. Þegar hún var komin í tíunda bekk var hún þegar farin að taka áfanga utanskóla, við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Fór í gegnum lotur „Í janúar 2010 fór ég síðan út sem skiptinemi. Planið var að ég myndi síðan byrja í FSU þegar ég kæmi aftur heim til Íslands. Mig hafði lengi dreymt um að fara í skiptinám og mig langaði að fara til enskumælandi lands- en mig langaði ekki að fara til Bandaríkjanna. Og mig langaði að fara eins langt í burtu frá Íslandi og hægt var. Þess vegna varð Nýja Sjáland fyrir valinu.“ Hún undi sér vel á Nýja Sjálandi fyrstu sex mánuðina en þegar fór að líða á seinni helminginn af árinu virðist sem einhverskonar straumrof hafi orðið. „Það er eins og eitthvað hafi „triggerast“ í hausnum á mér í þessari ferð, eitthvað sem er ekki hægt að útskýra almennilega. Þetta var mjög sérstakt. Ég byrjaði að fara í gegnum lotur. Ég fór frá því að vera rosalega glöð og ör og með mikla orku – yfir í að vera rosalega þung og langt niðri og leið mjög skringilega. Þetta var rosalega ólíkt mér og þar af leiðandi mjög ógnvekjandi. Þegar ég kom heim frá Nýja Sjálandi í janúar þá var þetta byrjað af fullum krafti.“ Setti upp grímu Foreldrar Guðrúnar skildu ekkert hvað var í gangi. „Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands. Þau skynjuðu mjög fljótlega að það var eitthvað mikið að. Ég var send til sálfræðings á Selfossi. En þarna var ég bara unglingur, ég var ekkert að nenna að standa í þessu og ég setti upp grímu og reyndi að sannfæra alla, þar á meðal sálfræðinginn á BUGL um að það væri bara allt í þessu fína hjá mér,“ segir Guðrún. En svo var ekki. „Þessar lotur héldu áfram – þessi þungu tímabil þar sem ég gat ekki gert hluti sem áður voru ekkert mál- og svo komu styttri tímabil þar sem allt var í góðu og ég var rosalega ör. Með tímanum versnaði þetta. Í apríl fór ég í himinháa maníu. Mamma og pabbi keyrðu mig í bæinn á BUGL og ég var lögð inn. Greiningin á geðhvörfum (bipolar 1) kom fljótlega, enda voru einkennin mjög augljós. Ég vissi ekkert, ég vissi ekkert um geðhvörf, ég vissi bara að það hafði eitthvað með sveiflur að gera.“ Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Brotin sjálfsmynd Guðrún lýsir því hvernig fyrstu árin eftir greininguna voru stanslaus barátta, sérstaklega fyrsta árið. „Ég var svo ótrúlega hrædd við þessa greiningu, hrædd við að vera með þennan sjúkdóm og geta ekki treyst á mig sjálfa. Hrædd við að vera með „bilaðan“ haus. Þetta var algjört vonleysi sem helltist yfir mig. Ég var sannfærð um að ég myndi aldrei geta átt átt gott líf, verandi með þennan sjúkdóm á bakinu. Þetta hafði svo mikil áhrif á sjálfsmyndina. Á þessum tíma var ég ennþá svo ung og sjálfsmyndin var ennþá svo ómótuð. Þetta dró mig langt niður og ég hafði enga trú á því að ég gæti lifað með þessum sjúkdómi. Þetta leiddi til þess að ég náði ekki að klára vorönninna í FSU og ég endaði á því að flosna upp úr námi, enda var ég meira og minna inn og út af spítala.Ég gerði tilraun til að taka færri áfanga en það gekk ekki.Í fyrsta skipti á ævinni réði ég ekki við álagið sem fylgdi námi og var meira og minna mjög þunglynd. Þetta var að brjóta mig alveg niður. Ég hafði alltaf átt mjög auðvelt með að læra og haft gaman af því. Þetta hafði alltaf verið mitt „identity“ ,sem ég hafði skapað mér; ég var týpan sem var dugleg í skóla og ég ætlaði mér stóra hluti og ætlaði að gera hitt og þetta.“ Talað er um geðhvörf 1 og geðhvörf 2 og Guðrún er með geðhvörf 1. Hugsanirnar fjórfaldast „Það er mjög mikill munur á bipolar 1 og bipolar 2 og það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því. Geðhvörf 1 1 er aðeins alvarlegra. Það er meiri hætta á því að fara í alvarlega maníu og enda í geðrofi. Mín upplifun er að það er svo mikil skömm sem fylgir þessum maníum. Að koma úr maníu og átta sig á að maður var að haga sér og segja hluti sem maður myndi annars aldrei nokkurn tímann gera. Þetta orsakaði það að ég átti í miklum samskiptavandræðum við fullt af fólki. Ég missti heilan vinkonuhóp á sínum tíma. Ég er með mjög „aktífan“ heila og hugsa mjög hratt miðað við marga. Þegar heilinn fer í maníu þá þrefaldast og fjórfaldast hugsanirnar. Þá finnst manni allt sem maður hugsar svo sniðugt. Ég hef líka farið í „vægari“ útgáfu af maníu. Þá hef ég endað með allt spikk og span heima, búin að elda og gera og græja og klára hvert einasta verkefni á „to do“ listanum.“ Það bætti ekki úr skák að það var heilmikið basl að finna viðeigandi lyfjaskammt fyrir Guðrúnu á sínum tíma. „Í byrjun, eftir að ég fékk fyrst greininguna fékk ég mjög stóran skammt.Ég varð eins og skugginn af sjálfri mér. Ég bætti rosalega mikið á mig enda er þyngdaraukning algeng aukaverkun af þessum lyfjum. Ég missti stjórn á mataræðinu, ég hætti að hreyfa mig og hætta að vera í fimleikaforminu mínu.“ Leikir og gaslýsingar Árið 2014 kynntist Guðrún manni og þau urðu par. Það leið tæpt ár þar til Guðrún varð ófrísk að syni þeirra. Hann kom í heiminn í janúar árið 2016. Sambandið þróaðist mjög hratt og var mjög gott í byrjun. Síðan fór það að breytast. Sambandið einkenndist að sögn Guðrúnar af gífurlegu andlegu ofbeldi. „Ofbeldismenn hafa svo mikil tök á manni – jafnvel þó að innst inni viti maður sannleikann.Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég var berskjölduð, lítil og óörugg. Ég kom auðvitað ekki auga á þetta þá, en ég geri það svo sannarlega núna.Hann var endalaust að leika allskonar endalausa leiki. Þetta var mikið valdatafl þar sem hann þurfti alltaf að ráða. Hann lék sér að mér. Hann lék sér að því að kvelja mig andlega. Hann beitti gaslýsingum. Hann laug að mér. Hann faldi hluti. Hann hélt fram hjá. Hann lét eins og hann mætti bara gera þetta. Ég átti bara að vera heima og hugsa um barnið og vera sæt.“ Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Menningarmismunur og árekstrar Barnsfaðir Guðrúnar er frá Albaníu. „Ég held að það sé einfaldlega ekki hægt að líta fram hjá því að það var menningarmismunur sem spilaði þarna inn í. Ég fann að það hafði áhrif. Hann ólst upp við allt önnur viðhorf og gildi en ég. Hann ólst upp við stríð í Albaníu. Hann kemur frá menningarheimi þar sem það eru settar fram öðruvísi kröfur á konur, hvernig þær eiga að vera og hegða sér. Það segir sig sjálf þegar þú ert í sambandi með einhverjum sem er alinn upp við allt aðrar aðstæður en þú að þá er mjög mikil hætta á því að það verði einhverjir árekstrar. Í samböndum eins og þessum þá þarf ákveðin aðlögun að eiga sér stað ef hlutirnir eiga að ganga upp. Það þarf gagnkvæm virðing og skilningur að vera til staðar. Þegar Guðrún komst að því að hún ætti von á barni þá varð ákveðin vending. „Það breytti svo miklu. Þá fann ég tilgang; tilgang í því að lifa og halda mér góðri. Taka ábyrgð á sjálfri mér. Þetta setti meiri alvöru í allt – maður reynir allt sem maður getur til að láta hlutina ganga. Ég gat ekki tekið inn lyfin á meðan ég var ólétt en sem betur fer gekk meðgangan mjög vel. Óléttuhormónin fóru greinilega svona vel í mig. Ég var í fínu jafnvægi alla meðgönguna,“ segir Guðrún. Mikil breyting hafi orðið eftir að sonur hennar fæddist. „Þá byrjaði ballið. Fæðingarþunglyndi kikkaði inn af fullum krafti. Ég fór í þunglyndislotur, byrjaði að fara í maníur. Þetta var svakalegt álag – og svo var ég með lítið barn á kantinum. Það fór allt á aðra hliðina. Það endaði með því að ég þurfti tvisvar sinnum að leggjast inn á geðdeild.“ Erfið ákvörðun Það var ekki fyrr en árið 2018 að Guðrún fann loksins hjá sér kjark til að slíta sambandinu við barnsföður sinn. Það var þó síður en svo auðvelt. „Það birti aðeins til í byrjun- en hann hafði samt tök á mér í marga mánuði á eftir. Mér finnst mikilvægt að taka það fram af því að það að fara úr ofbeldisambandi er er eitt það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum. Ég vil ekki að það líti út eins og það hafi verið auðvelt fyrir mig, því það var það alls ekki. Hann var alltaf að reyna að draga mig til baka og hélt mér svona á „hliðarlínunni“ í dágóðan tíma. Á sama tíma hélt hann áfram að koma ömurlega illa fram við mig. Hann var stöðugt að toga mig til mín og ýta mér svo frá. Það hafi flækt málin að þau áttu saman barn. „Þess vegna var það meira en að segja það að slíta sambandinu. En á endanum tókst það og ég er endalaust stolt af sjálfri mér fyrir að hafa komið mér út úr þessum aðstæðum. Það var eitthvað sem fékk mig til að fá nóg og hugsa með mér að ég gæti þetta ekki lengur. Og það var alltaf þessi hugsun, ég vildi vera til staðar fyrir son minn, og ég vildi vera heil í hausnum, fyrir barnið mitt. Ég sá einfaldlega að þetta myndi aldrei ganga upp. Ég gæti ekki haldið áfram að láta hann brjóta mig niður. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki gert það. Ég væri allavega ekki á góðum stað.“ Nýr kafli Eftir að Guðrún losnaði úr sambandinu byrjaði nýr kafli. Hún segist hafa tekið sjálfa sig í gegn og byrjað að vinna í sér. Í byrjun árs 2020 kynntist hún manni að nafni Ævar Már Ágústsson á Tinder. Þau fóru saman á stefnumót. Í dag hafa þau verið par í fimm ár. „Í dag er sonur minn orðinn níu ára gamall. Hann er mér allt. Ævar hefur gengið syni mínum í föðurstað og þeir eru yndislegir saman,“ segir Guðrún. Af augljósum ástæðum var Guðrún þó brennd af fyrri reynslu eftir að hafa verið í ofbeldissambandi. „Barnsfaðir minn var fyrsti kærastinn minn. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að vera með Ævari að ég fattaði: „Svona eiga sambönd að vera. Þetta á ekki að vera svona erfitt og flókið alltaf. “Ég var alltaf að segja við vinkonur mínar að þetta væri of gott til að vera satt, hann væri of næs og góður og það meikaði ekki sens. Þetta getur ekki verið, þetta á ekki að vera svona auðvelt.“ Framtíðin er svo sannarlega björt hjá nýtrúlofaða parinu.Aðsend Sátt við lífið Þau trúlofuðu sig nýlega. „Við vorum uppi í sumarbústað foreldra minna í Vík í Mýrdal en á bak við bústaðinn er lítið gil og á, sem er minn uppáhaldsstaður. Hann gabbaði mig þangað og fór á skeljarnar. Við áttum síðan yndislega kósýhelgi með fjölskyldunni.“ Guðrún byrjaði síðan aftur í námi, fór háskólagrunn í HR og kláraði stúdentsprófið. „Í dag er ég búin með fyrsta árið í félagsráðgjöf í HÍ og er að fara að byrja á öðru árinu í haust. Þetta er búið að vera mikil vinna en þetta er búið að ganga mjög vel. Með skólanum er ég að vinna í virknistarfi með öldruðum. Ég kann afskaplega vel við að vinna með öldruðum, enda gömul sál. Ég er komin á þannig stað að ég er sátt. Ég er komin í jafnvægi og daglegt líf er orðið viðráðanlegt. Það er líka komið jafnvægi á lyfjamálin, eftir margar tilraunir. Ég hef þurft að finna minn takt og hvað virkar fyrir mig. Það sem hefur hjálpað mér mest er að halda öllum grunnvenjum og rútínu í eins miklu jafnvægi og ég get. Passa upp á mataræði, hreyfingu og svefn. Ég finn það alltaf að þegar rútínan fer úr skorðum þá fer bara allt í rugl.“ Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Það er alltaf von Eitt af því sem Guðrún brennur fyrir að kveða niður mýtur og staðalímyndir sem fólk hefur af geðrænum veikindum. „Ég held að það sé algengur misskilningur að það séu bara ákveðnar týpur af fólki sem greinast með geðræna sjúkdóma. Fólk heldur oft að það hljóti að vera tilkomið af áföllum í æsku eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt.Þetta er ekki þannig. Þetta getur komið fyrir hvern sem er. Eitt sem situr svolítið í mér er það hvað fólki finnst oft erfitt og óþægilegt að ræða andleg veikindi. Þegar einhver í fjölskyldunni greinist líkamlegan sjúkdóm, eins og til dæmis krabbamein, þá stekkur fólk til, sýnir ást og umhyggju í verki og gerir allt hvað það getur til að vera til staðar fyrir sjúklinginn og fjölskylduna. Ég og mínir nánustu fundum fyrir því þegar ég fékk mína greiningu að fólk vissi ekki hvað það átti að segja og fannst óþægilegt að ræða þessi mál. Fólk sagði frekar ekki neitt og talaði um annað. Það þarf að brjóta þetta stigma í samfélaginu. Ég er oft að hugsa um „litlu“ 17 ára Guðrúnu og hvernig henni leið á sínum tíma, henni fannst hún vera algjört frík og vildi ekki lifa með þessum sjúkdómi. Þessi litla Guðrún hefði haft svo ofboðslega gott af því að lesa einhverja svona sögu eins og mína. Ég vil bara svo mikið að aðrir viti að þó þú fáir þessa greiningu þá er lífið ekki búið. Það er ekkert sem segir að þú getir ekki náð árangri og átt gott og fallegt líf. Ekki gefast upp þótt hlutirnir séu erfiðir. Það er alltaf von. Það eru meiri líkur en minni á því að hlutirnir verði auðveldari.“ Geðheilbrigði Árborg Heimilisofbeldi Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Geðhvörf eru að einhverju leyti ættgengur sjúkdómur en það eru engu að síður margir sem greinast án þess að engin staðfest saga um sjúkdóminn sé í ættinni. Þannig var það í tilfelli Guðrúnar. „Þess vegna kom mín geðhvarfagreining mjög á óvart. Þegar ég fékk greininguna árið 2012 var ég 17 ára gömul, sem er tiltölulega ungt miðað við marga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm. Það er algengara að fólk greinist með sjúkdóminn á tvítugs- eða þrítugsaldri.“ Guðrún ólst upp á Selfossi. „Ég ólst upp í yndislegri fjölskyldu, hjá mömmu og pabba og eldri systur minni. Svo á ég líka hálfsystur sem er 20 árum eldri og hún býr líka á Selfossi.“ Guðrún lýsir sér sem reglusömum unglingi og æfði fimleika í mörg ár. Það kom snemma í ljós að hún var afburða námsmaður og hún var á undan jafnöldrum sínum í námi. Þegar hún var komin í tíunda bekk var hún þegar farin að taka áfanga utanskóla, við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Fór í gegnum lotur „Í janúar 2010 fór ég síðan út sem skiptinemi. Planið var að ég myndi síðan byrja í FSU þegar ég kæmi aftur heim til Íslands. Mig hafði lengi dreymt um að fara í skiptinám og mig langaði að fara til enskumælandi lands- en mig langaði ekki að fara til Bandaríkjanna. Og mig langaði að fara eins langt í burtu frá Íslandi og hægt var. Þess vegna varð Nýja Sjáland fyrir valinu.“ Hún undi sér vel á Nýja Sjálandi fyrstu sex mánuðina en þegar fór að líða á seinni helminginn af árinu virðist sem einhverskonar straumrof hafi orðið. „Það er eins og eitthvað hafi „triggerast“ í hausnum á mér í þessari ferð, eitthvað sem er ekki hægt að útskýra almennilega. Þetta var mjög sérstakt. Ég byrjaði að fara í gegnum lotur. Ég fór frá því að vera rosalega glöð og ör og með mikla orku – yfir í að vera rosalega þung og langt niðri og leið mjög skringilega. Þetta var rosalega ólíkt mér og þar af leiðandi mjög ógnvekjandi. Þegar ég kom heim frá Nýja Sjálandi í janúar þá var þetta byrjað af fullum krafti.“ Setti upp grímu Foreldrar Guðrúnar skildu ekkert hvað var í gangi. „Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands. Þau skynjuðu mjög fljótlega að það var eitthvað mikið að. Ég var send til sálfræðings á Selfossi. En þarna var ég bara unglingur, ég var ekkert að nenna að standa í þessu og ég setti upp grímu og reyndi að sannfæra alla, þar á meðal sálfræðinginn á BUGL um að það væri bara allt í þessu fína hjá mér,“ segir Guðrún. En svo var ekki. „Þessar lotur héldu áfram – þessi þungu tímabil þar sem ég gat ekki gert hluti sem áður voru ekkert mál- og svo komu styttri tímabil þar sem allt var í góðu og ég var rosalega ör. Með tímanum versnaði þetta. Í apríl fór ég í himinháa maníu. Mamma og pabbi keyrðu mig í bæinn á BUGL og ég var lögð inn. Greiningin á geðhvörfum (bipolar 1) kom fljótlega, enda voru einkennin mjög augljós. Ég vissi ekkert, ég vissi ekkert um geðhvörf, ég vissi bara að það hafði eitthvað með sveiflur að gera.“ Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Brotin sjálfsmynd Guðrún lýsir því hvernig fyrstu árin eftir greininguna voru stanslaus barátta, sérstaklega fyrsta árið. „Ég var svo ótrúlega hrædd við þessa greiningu, hrædd við að vera með þennan sjúkdóm og geta ekki treyst á mig sjálfa. Hrædd við að vera með „bilaðan“ haus. Þetta var algjört vonleysi sem helltist yfir mig. Ég var sannfærð um að ég myndi aldrei geta átt átt gott líf, verandi með þennan sjúkdóm á bakinu. Þetta hafði svo mikil áhrif á sjálfsmyndina. Á þessum tíma var ég ennþá svo ung og sjálfsmyndin var ennþá svo ómótuð. Þetta dró mig langt niður og ég hafði enga trú á því að ég gæti lifað með þessum sjúkdómi. Þetta leiddi til þess að ég náði ekki að klára vorönninna í FSU og ég endaði á því að flosna upp úr námi, enda var ég meira og minna inn og út af spítala.Ég gerði tilraun til að taka færri áfanga en það gekk ekki.Í fyrsta skipti á ævinni réði ég ekki við álagið sem fylgdi námi og var meira og minna mjög þunglynd. Þetta var að brjóta mig alveg niður. Ég hafði alltaf átt mjög auðvelt með að læra og haft gaman af því. Þetta hafði alltaf verið mitt „identity“ ,sem ég hafði skapað mér; ég var týpan sem var dugleg í skóla og ég ætlaði mér stóra hluti og ætlaði að gera hitt og þetta.“ Talað er um geðhvörf 1 og geðhvörf 2 og Guðrún er með geðhvörf 1. Hugsanirnar fjórfaldast „Það er mjög mikill munur á bipolar 1 og bipolar 2 og það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því. Geðhvörf 1 1 er aðeins alvarlegra. Það er meiri hætta á því að fara í alvarlega maníu og enda í geðrofi. Mín upplifun er að það er svo mikil skömm sem fylgir þessum maníum. Að koma úr maníu og átta sig á að maður var að haga sér og segja hluti sem maður myndi annars aldrei nokkurn tímann gera. Þetta orsakaði það að ég átti í miklum samskiptavandræðum við fullt af fólki. Ég missti heilan vinkonuhóp á sínum tíma. Ég er með mjög „aktífan“ heila og hugsa mjög hratt miðað við marga. Þegar heilinn fer í maníu þá þrefaldast og fjórfaldast hugsanirnar. Þá finnst manni allt sem maður hugsar svo sniðugt. Ég hef líka farið í „vægari“ útgáfu af maníu. Þá hef ég endað með allt spikk og span heima, búin að elda og gera og græja og klára hvert einasta verkefni á „to do“ listanum.“ Það bætti ekki úr skák að það var heilmikið basl að finna viðeigandi lyfjaskammt fyrir Guðrúnu á sínum tíma. „Í byrjun, eftir að ég fékk fyrst greininguna fékk ég mjög stóran skammt.Ég varð eins og skugginn af sjálfri mér. Ég bætti rosalega mikið á mig enda er þyngdaraukning algeng aukaverkun af þessum lyfjum. Ég missti stjórn á mataræðinu, ég hætti að hreyfa mig og hætta að vera í fimleikaforminu mínu.“ Leikir og gaslýsingar Árið 2014 kynntist Guðrún manni og þau urðu par. Það leið tæpt ár þar til Guðrún varð ófrísk að syni þeirra. Hann kom í heiminn í janúar árið 2016. Sambandið þróaðist mjög hratt og var mjög gott í byrjun. Síðan fór það að breytast. Sambandið einkenndist að sögn Guðrúnar af gífurlegu andlegu ofbeldi. „Ofbeldismenn hafa svo mikil tök á manni – jafnvel þó að innst inni viti maður sannleikann.Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég var berskjölduð, lítil og óörugg. Ég kom auðvitað ekki auga á þetta þá, en ég geri það svo sannarlega núna.Hann var endalaust að leika allskonar endalausa leiki. Þetta var mikið valdatafl þar sem hann þurfti alltaf að ráða. Hann lék sér að mér. Hann lék sér að því að kvelja mig andlega. Hann beitti gaslýsingum. Hann laug að mér. Hann faldi hluti. Hann hélt fram hjá. Hann lét eins og hann mætti bara gera þetta. Ég átti bara að vera heima og hugsa um barnið og vera sæt.“ Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Menningarmismunur og árekstrar Barnsfaðir Guðrúnar er frá Albaníu. „Ég held að það sé einfaldlega ekki hægt að líta fram hjá því að það var menningarmismunur sem spilaði þarna inn í. Ég fann að það hafði áhrif. Hann ólst upp við allt önnur viðhorf og gildi en ég. Hann ólst upp við stríð í Albaníu. Hann kemur frá menningarheimi þar sem það eru settar fram öðruvísi kröfur á konur, hvernig þær eiga að vera og hegða sér. Það segir sig sjálf þegar þú ert í sambandi með einhverjum sem er alinn upp við allt aðrar aðstæður en þú að þá er mjög mikil hætta á því að það verði einhverjir árekstrar. Í samböndum eins og þessum þá þarf ákveðin aðlögun að eiga sér stað ef hlutirnir eiga að ganga upp. Það þarf gagnkvæm virðing og skilningur að vera til staðar. Þegar Guðrún komst að því að hún ætti von á barni þá varð ákveðin vending. „Það breytti svo miklu. Þá fann ég tilgang; tilgang í því að lifa og halda mér góðri. Taka ábyrgð á sjálfri mér. Þetta setti meiri alvöru í allt – maður reynir allt sem maður getur til að láta hlutina ganga. Ég gat ekki tekið inn lyfin á meðan ég var ólétt en sem betur fer gekk meðgangan mjög vel. Óléttuhormónin fóru greinilega svona vel í mig. Ég var í fínu jafnvægi alla meðgönguna,“ segir Guðrún. Mikil breyting hafi orðið eftir að sonur hennar fæddist. „Þá byrjaði ballið. Fæðingarþunglyndi kikkaði inn af fullum krafti. Ég fór í þunglyndislotur, byrjaði að fara í maníur. Þetta var svakalegt álag – og svo var ég með lítið barn á kantinum. Það fór allt á aðra hliðina. Það endaði með því að ég þurfti tvisvar sinnum að leggjast inn á geðdeild.“ Erfið ákvörðun Það var ekki fyrr en árið 2018 að Guðrún fann loksins hjá sér kjark til að slíta sambandinu við barnsföður sinn. Það var þó síður en svo auðvelt. „Það birti aðeins til í byrjun- en hann hafði samt tök á mér í marga mánuði á eftir. Mér finnst mikilvægt að taka það fram af því að það að fara úr ofbeldisambandi er er eitt það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum. Ég vil ekki að það líti út eins og það hafi verið auðvelt fyrir mig, því það var það alls ekki. Hann var alltaf að reyna að draga mig til baka og hélt mér svona á „hliðarlínunni“ í dágóðan tíma. Á sama tíma hélt hann áfram að koma ömurlega illa fram við mig. Hann var stöðugt að toga mig til mín og ýta mér svo frá. Það hafi flækt málin að þau áttu saman barn. „Þess vegna var það meira en að segja það að slíta sambandinu. En á endanum tókst það og ég er endalaust stolt af sjálfri mér fyrir að hafa komið mér út úr þessum aðstæðum. Það var eitthvað sem fékk mig til að fá nóg og hugsa með mér að ég gæti þetta ekki lengur. Og það var alltaf þessi hugsun, ég vildi vera til staðar fyrir son minn, og ég vildi vera heil í hausnum, fyrir barnið mitt. Ég sá einfaldlega að þetta myndi aldrei ganga upp. Ég gæti ekki haldið áfram að láta hann brjóta mig niður. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki gert það. Ég væri allavega ekki á góðum stað.“ Nýr kafli Eftir að Guðrún losnaði úr sambandinu byrjaði nýr kafli. Hún segist hafa tekið sjálfa sig í gegn og byrjað að vinna í sér. Í byrjun árs 2020 kynntist hún manni að nafni Ævar Már Ágústsson á Tinder. Þau fóru saman á stefnumót. Í dag hafa þau verið par í fimm ár. „Í dag er sonur minn orðinn níu ára gamall. Hann er mér allt. Ævar hefur gengið syni mínum í föðurstað og þeir eru yndislegir saman,“ segir Guðrún. Af augljósum ástæðum var Guðrún þó brennd af fyrri reynslu eftir að hafa verið í ofbeldissambandi. „Barnsfaðir minn var fyrsti kærastinn minn. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að vera með Ævari að ég fattaði: „Svona eiga sambönd að vera. Þetta á ekki að vera svona erfitt og flókið alltaf. “Ég var alltaf að segja við vinkonur mínar að þetta væri of gott til að vera satt, hann væri of næs og góður og það meikaði ekki sens. Þetta getur ekki verið, þetta á ekki að vera svona auðvelt.“ Framtíðin er svo sannarlega björt hjá nýtrúlofaða parinu.Aðsend Sátt við lífið Þau trúlofuðu sig nýlega. „Við vorum uppi í sumarbústað foreldra minna í Vík í Mýrdal en á bak við bústaðinn er lítið gil og á, sem er minn uppáhaldsstaður. Hann gabbaði mig þangað og fór á skeljarnar. Við áttum síðan yndislega kósýhelgi með fjölskyldunni.“ Guðrún byrjaði síðan aftur í námi, fór háskólagrunn í HR og kláraði stúdentsprófið. „Í dag er ég búin með fyrsta árið í félagsráðgjöf í HÍ og er að fara að byrja á öðru árinu í haust. Þetta er búið að vera mikil vinna en þetta er búið að ganga mjög vel. Með skólanum er ég að vinna í virknistarfi með öldruðum. Ég kann afskaplega vel við að vinna með öldruðum, enda gömul sál. Ég er komin á þannig stað að ég er sátt. Ég er komin í jafnvægi og daglegt líf er orðið viðráðanlegt. Það er líka komið jafnvægi á lyfjamálin, eftir margar tilraunir. Ég hef þurft að finna minn takt og hvað virkar fyrir mig. Það sem hefur hjálpað mér mest er að halda öllum grunnvenjum og rútínu í eins miklu jafnvægi og ég get. Passa upp á mataræði, hreyfingu og svefn. Ég finn það alltaf að þegar rútínan fer úr skorðum þá fer bara allt í rugl.“ Guðrún Runólfsdóttir Guðrún RunólfsdóttirVísir/Anton Brink Það er alltaf von Eitt af því sem Guðrún brennur fyrir að kveða niður mýtur og staðalímyndir sem fólk hefur af geðrænum veikindum. „Ég held að það sé algengur misskilningur að það séu bara ákveðnar týpur af fólki sem greinast með geðræna sjúkdóma. Fólk heldur oft að það hljóti að vera tilkomið af áföllum í æsku eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt.Þetta er ekki þannig. Þetta getur komið fyrir hvern sem er. Eitt sem situr svolítið í mér er það hvað fólki finnst oft erfitt og óþægilegt að ræða andleg veikindi. Þegar einhver í fjölskyldunni greinist líkamlegan sjúkdóm, eins og til dæmis krabbamein, þá stekkur fólk til, sýnir ást og umhyggju í verki og gerir allt hvað það getur til að vera til staðar fyrir sjúklinginn og fjölskylduna. Ég og mínir nánustu fundum fyrir því þegar ég fékk mína greiningu að fólk vissi ekki hvað það átti að segja og fannst óþægilegt að ræða þessi mál. Fólk sagði frekar ekki neitt og talaði um annað. Það þarf að brjóta þetta stigma í samfélaginu. Ég er oft að hugsa um „litlu“ 17 ára Guðrúnu og hvernig henni leið á sínum tíma, henni fannst hún vera algjört frík og vildi ekki lifa með þessum sjúkdómi. Þessi litla Guðrún hefði haft svo ofboðslega gott af því að lesa einhverja svona sögu eins og mína. Ég vil bara svo mikið að aðrir viti að þó þú fáir þessa greiningu þá er lífið ekki búið. Það er ekkert sem segir að þú getir ekki náð árangri og átt gott og fallegt líf. Ekki gefast upp þótt hlutirnir séu erfiðir. Það er alltaf von. Það eru meiri líkur en minni á því að hlutirnir verði auðveldari.“
Geðheilbrigði Árborg Heimilisofbeldi Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira