Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 18:36 Davíð Smári Lamude og hans menn í Vestra eiga fyrir höndum stærsta leikinn í sögu félagsins. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53