Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Karen Ósk og Elva giftu sig með pomp og prakt í ágúst. Ína María „Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið,“ segir hin nýgifta Karen Ósk Óskarsdóttir sem gekk að eiga sína heittelskuðu Elvu Hrafnsdóttur fyrr í ágúst. Blaðamaður ræddi við hana um stóra daginn. Karen Ósk er fædd 1993 og starfar sem læknir. Elva sem er fædd 1998 er með BS gráðu í líftækni. Stelpurnar eiga saman tvö börn, Birni Matthías og Mattheu Móeyju. Þær eru ansi samtaka í lífinu og voru algjörlega á sömu blaðsíðu þegar það kom að trúlofuninni. Karen og Elva eru mjög samstíga og stórglæsileg hjón.Ína María Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkar 25. júní 2020 við Goðafoss, en ég hafði keypt trúlofunarhring nokkrum mánuðum áður og var bara að bíða eftir rétta tímanum. Við vorum svo á ferðalagi um landið og ákváðum að stoppa á Goðafossi á leiðinni frá Húsavík til Akureyrar, og ákvað ég að kippa honum með þegar við röltum að fossinum. Þegar ég bar svo upp spurninguna og sýndi Elvu hringinn þá var hún einnig með hring með sér og ætlaði sér að spyrja mig. Við vorum greinilega að hugsa það sama. Hvað voruð þið búnar að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við höfuð verið að ræða hann af og til síðan að við byrjuðum saman. En við vissum strax að við vildum frekar hefðbundið íslenskt brúðkaup. Vorum því fljótar að ákveða hvaða kirkju við vildum, hvaða lög yrðu spiluð í kirkjunni og að Guðrún Árný ætti að syngja þau, hvaða hljómsveit við vildum hafa og svoleiðis hluti. Við bókuðum svo þetta helsta fyrir um það bil einu og hálfu ári. Svo vorum við ekkert að pæla í þessu meira fyrr en núna undanfarna mánuði, enda keyptum við brúðarkjólana bara núna í sumar. Stelpurnar voru vel skipulagðar en slakar!Ína María Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var fullkomin í alla staði og fór langt fram úr öllum okkar óskum og væntingum. Við byrjuðum daginn á að fara saman í greiðslu og fórum svo í sitt hvora áttina heim til mæðra okkar. Þar fórum við í förðun og gerðum okkur til með okkar nánustu konum sem var mjög skemmtilegt. Athöfnin var síðan haldin í Háteigskirkju og eftir hana fórum við í myndatöku, fyrst með börnunum okkar og svo bara tvær. Síðan héldum við saman í veisluna sem var í FÍ salnum í Mörkinni og borðað, drukkið, dansað og sungið langt fram eftir nóttu. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já við vorum það með flest, sérstaklega stóru atriðin. Það hjálpar að við erum oftast með svipaðan smekk og eigum auðvelt með að finna milliveginn ef við erum ósammála. Hjónin gerðu og skreyttu þessar glæsilegu kökur sjálfar.Aðsend Hvað fannst ykkur mikilvægast? Að hafa gaman, njóta og muna afhverju við erum þarna. Okkur finnst mikilvægt að muna að þótt eitthvað gleymist eða gangi ekki upp eins og átti að þá er það eina sem skiptir máli er að þetta sé dagurinn okkar og hvað við séum heppnar að fá að vera þarna saman með öllum sem við elskum. Stelpurnar voru í nú-inu og nutu þess í botn að gifta sig, enda fáir dagar skemmtilegri!Ína María Hvaðan sóttuð þið innblástur? Úff. Héðan og þaðan og alls staðar að. Við höfum farið í mörg brúðkaup sem hafa öll verið ólík á sinn hátt, lítil, stór, sveitabrúðkaup, glamúrbrúðkaup, látlaus, hérlendis og erlendis en við höfum fengið einhvern innblástur frá þeim öllum. Svo hafa auðvitað 90's bíómyndir og pinterest komið sterkt inn. Nýgiftar og ofurtöff!Ína María Hvað stendur upp úr? Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið, að minnsta kosti hjá okkur, og sérstaklega að sjá son okkar labba á undan okkur. Annars var það bara geggjað að sitja saman og horfa yfir salinn og sjá alla sem manni þykir vænt um vera þarna samankomna að fagna með manni og hafa gaman, dansa, syngja og njóta saman. Ástin sveif yfir vötnum!Ína María Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Pétur og Hörður sáu um veislustjórnun og mælum við hiklaust með þeim, þeir eru einnig meðlimir í hljómsveitinni Bandmenn sem spiluðu í veislunni. Við vorum alveg staðráðnar í að fá þá til að spila í brúðkaupinu okkar alveg síðan að við sáum þá spila á litla sviðinu á okkar fyrstu Þjóðhátíð saman. Herra Hnetusmjör var síðan leynigestur, en við vorum líka svo lánssamar að foreldrar Karenar komu okkur á óvart og fengu Stefán Hilmarsson til að koma og taka nokkur lög, lögin hans eru í einstöku uppáhaldi hjá okkur. Annars finnst okkur ræðurnar alltaf bestu skemmtiatriðin. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Líklegast hvað það er mikil vinna að skipuleggja og undirbúa eitthvað svona. Það er ekkert mál að ákveða hvenær brúðkaupið eigi að vera, hvar athöfnin og veislan eigi að vera, hvað eigi að borða, hvaða tónlist á að vera og hvernig skreytingar, það er bara gaman að skipuleggja það allt. En það að bóka þetta svo ásamt öllu öðru sem þarf að bóka, panta, velja, kaupa eða undirbúa er mikil vinna. Það er vinna að skipuleggja brúðkaup! Ína María Hvað voru margir gestir? Um 120. Hvernig gekk að velja kjólana ykkar? Vilduð þið vera í stíl eða ekki? Það gekk bara furðu vel, við vorum ekkert að stressa okkur á þessu og fórum ekki að byrja skoða kjóla fyrr en í byrjun sumars. Það hentaði okkur greinilega vel þar sem við fundum báðar drauma kjólana okkar. Stelpurnar sáu ekki kjóla hvorrar annarrar fyrr en á brúðkaupsdaginn!Ína María Við vissum ekkert í hvernig kjól hin væri fyrr en við sáum hvor aðra í kirkjunni, en vissum þó að við yrðum báðar í hvítum kjólum og með sítt slör. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Að muna að láta ekki skipulagið og undirbúninginn verða of stressandi, um leið og þetta verður of mikið stress þá hættir þetta að vera gaman og þá er maður búin að gleyma tilganginum með þessu. Þetta þarf ekki að vera stórt, dýrt, svona eða hinsegin, bara að þetta sé eins og þið viljið hafa það. Það sem okkur fannst vera alveg frábært ráð var að við létum svo ömmurnar vera með krakkana okkar daginn eftir brúðkaupið og eyddum honum í spa og fórum út að borða, bara við tvær. Stelpurnar lengdu drauminn um einn dag.Ína María Okkur fannst það lengja aðeins þennan draumadag og gerði lendinguna á mánudeginum aðeins mýkri. Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, svona þegar bankareikningurinn hefur jafnað sig aðeins. Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Karen Ósk er fædd 1993 og starfar sem læknir. Elva sem er fædd 1998 er með BS gráðu í líftækni. Stelpurnar eiga saman tvö börn, Birni Matthías og Mattheu Móeyju. Þær eru ansi samtaka í lífinu og voru algjörlega á sömu blaðsíðu þegar það kom að trúlofuninni. Karen og Elva eru mjög samstíga og stórglæsileg hjón.Ína María Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðum okkar 25. júní 2020 við Goðafoss, en ég hafði keypt trúlofunarhring nokkrum mánuðum áður og var bara að bíða eftir rétta tímanum. Við vorum svo á ferðalagi um landið og ákváðum að stoppa á Goðafossi á leiðinni frá Húsavík til Akureyrar, og ákvað ég að kippa honum með þegar við röltum að fossinum. Þegar ég bar svo upp spurninguna og sýndi Elvu hringinn þá var hún einnig með hring með sér og ætlaði sér að spyrja mig. Við vorum greinilega að hugsa það sama. Hvað voruð þið búnar að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við höfuð verið að ræða hann af og til síðan að við byrjuðum saman. En við vissum strax að við vildum frekar hefðbundið íslenskt brúðkaup. Vorum því fljótar að ákveða hvaða kirkju við vildum, hvaða lög yrðu spiluð í kirkjunni og að Guðrún Árný ætti að syngja þau, hvaða hljómsveit við vildum hafa og svoleiðis hluti. Við bókuðum svo þetta helsta fyrir um það bil einu og hálfu ári. Svo vorum við ekkert að pæla í þessu meira fyrr en núna undanfarna mánuði, enda keyptum við brúðarkjólana bara núna í sumar. Stelpurnar voru vel skipulagðar en slakar!Ína María Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var fullkomin í alla staði og fór langt fram úr öllum okkar óskum og væntingum. Við byrjuðum daginn á að fara saman í greiðslu og fórum svo í sitt hvora áttina heim til mæðra okkar. Þar fórum við í förðun og gerðum okkur til með okkar nánustu konum sem var mjög skemmtilegt. Athöfnin var síðan haldin í Háteigskirkju og eftir hana fórum við í myndatöku, fyrst með börnunum okkar og svo bara tvær. Síðan héldum við saman í veisluna sem var í FÍ salnum í Mörkinni og borðað, drukkið, dansað og sungið langt fram eftir nóttu. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já við vorum það með flest, sérstaklega stóru atriðin. Það hjálpar að við erum oftast með svipaðan smekk og eigum auðvelt með að finna milliveginn ef við erum ósammála. Hjónin gerðu og skreyttu þessar glæsilegu kökur sjálfar.Aðsend Hvað fannst ykkur mikilvægast? Að hafa gaman, njóta og muna afhverju við erum þarna. Okkur finnst mikilvægt að muna að þótt eitthvað gleymist eða gangi ekki upp eins og átti að þá er það eina sem skiptir máli er að þetta sé dagurinn okkar og hvað við séum heppnar að fá að vera þarna saman með öllum sem við elskum. Stelpurnar voru í nú-inu og nutu þess í botn að gifta sig, enda fáir dagar skemmtilegri!Ína María Hvaðan sóttuð þið innblástur? Úff. Héðan og þaðan og alls staðar að. Við höfum farið í mörg brúðkaup sem hafa öll verið ólík á sinn hátt, lítil, stór, sveitabrúðkaup, glamúrbrúðkaup, látlaus, hérlendis og erlendis en við höfum fengið einhvern innblástur frá þeim öllum. Svo hafa auðvitað 90's bíómyndir og pinterest komið sterkt inn. Nýgiftar og ofurtöff!Ína María Hvað stendur upp úr? Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið, að minnsta kosti hjá okkur, og sérstaklega að sjá son okkar labba á undan okkur. Annars var það bara geggjað að sitja saman og horfa yfir salinn og sjá alla sem manni þykir vænt um vera þarna samankomna að fagna með manni og hafa gaman, dansa, syngja og njóta saman. Ástin sveif yfir vötnum!Ína María Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Pétur og Hörður sáu um veislustjórnun og mælum við hiklaust með þeim, þeir eru einnig meðlimir í hljómsveitinni Bandmenn sem spiluðu í veislunni. Við vorum alveg staðráðnar í að fá þá til að spila í brúðkaupinu okkar alveg síðan að við sáum þá spila á litla sviðinu á okkar fyrstu Þjóðhátíð saman. Herra Hnetusmjör var síðan leynigestur, en við vorum líka svo lánssamar að foreldrar Karenar komu okkur á óvart og fengu Stefán Hilmarsson til að koma og taka nokkur lög, lögin hans eru í einstöku uppáhaldi hjá okkur. Annars finnst okkur ræðurnar alltaf bestu skemmtiatriðin. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Líklegast hvað það er mikil vinna að skipuleggja og undirbúa eitthvað svona. Það er ekkert mál að ákveða hvenær brúðkaupið eigi að vera, hvar athöfnin og veislan eigi að vera, hvað eigi að borða, hvaða tónlist á að vera og hvernig skreytingar, það er bara gaman að skipuleggja það allt. En það að bóka þetta svo ásamt öllu öðru sem þarf að bóka, panta, velja, kaupa eða undirbúa er mikil vinna. Það er vinna að skipuleggja brúðkaup! Ína María Hvað voru margir gestir? Um 120. Hvernig gekk að velja kjólana ykkar? Vilduð þið vera í stíl eða ekki? Það gekk bara furðu vel, við vorum ekkert að stressa okkur á þessu og fórum ekki að byrja skoða kjóla fyrr en í byrjun sumars. Það hentaði okkur greinilega vel þar sem við fundum báðar drauma kjólana okkar. Stelpurnar sáu ekki kjóla hvorrar annarrar fyrr en á brúðkaupsdaginn!Ína María Við vissum ekkert í hvernig kjól hin væri fyrr en við sáum hvor aðra í kirkjunni, en vissum þó að við yrðum báðar í hvítum kjólum og með sítt slör. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Að muna að láta ekki skipulagið og undirbúninginn verða of stressandi, um leið og þetta verður of mikið stress þá hættir þetta að vera gaman og þá er maður búin að gleyma tilganginum með þessu. Þetta þarf ekki að vera stórt, dýrt, svona eða hinsegin, bara að þetta sé eins og þið viljið hafa það. Það sem okkur fannst vera alveg frábært ráð var að við létum svo ömmurnar vera með krakkana okkar daginn eftir brúðkaupið og eyddum honum í spa og fórum út að borða, bara við tvær. Stelpurnar lengdu drauminn um einn dag.Ína María Okkur fannst það lengja aðeins þennan draumadag og gerði lendinguna á mánudeginum aðeins mýkri. Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, svona þegar bankareikningurinn hefur jafnað sig aðeins.
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira