Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:18 Haldinn verður íbúafundur í Borgarnesi þann 27. ágúst um sameininguna. Vísir/Vilhelm Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja hafa samþykkt að efna til íbúakosningu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samkvæmt 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að niðurstaða samstarfsnefndar sveitarfélaganna sé að sameining muni hafa fleiri kosti en ókosti í för með sér. Sameiningu fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem farið verður yfir álit samstarfsnefndar, forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninganna. 16 ára og eldri kjósa Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafi samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: íslenskir, danskir, finnskir, sænskir eða norskir ríkisborgarar sem náð hafa 16 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í því sveitarfélagi þar sem íbúakosning fer fram á hádegi 22 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst. erlendir ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og fullnægi að öðru leyti skilyrðum fyrsta töluliðar. Samkvæmt tilkynningu verður Skorradalshreppur ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Kjósendur geta séð hvort og hvar þeir geta kosið á vef þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/ Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Borgarbyggð: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:008.-12. september kl. 12:00-14:0015.-19. september kl. 12:00-14:00 Félagsheimilið Lindartunga - Lindartungukjördeild18. september kl. 18:00-20:00 Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum - Kleppjárnsreykjakjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi -Þinghamarskjördeild 18. september kl. 16:00-20:00 Hjálmaklettur, Borgarnesi - allar kjördeildir20. september kl. 10:00-18:00 Skorradalshreppur: Laugarbúð 5. september 10:00-14:008., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.20. september kl. 10:00-18:00. Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda. Atkvæði í póstkosningu skal hafa borist kjörstjórn fyrir lokun kjörstaða kl. 18 þann 20. september. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni borgfirdingar.is.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00 Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. 2. júlí 2025 12:00
Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. 7. júlí 2024 12:59