Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 10:16 Steven Cheung, samskiptastjóri Hvíta hússins, og Jack White, tónlistarmaður, fóru í hár saman yfir ummælum þess síðarnefnda um Trump. EPA/Getty Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju. White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
White birti í vikunni mynd af fundi Trump með Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á Instagram og gagnrýndi þar harðlega smekk forsetans. „Sjáðu hvað Trump er búinn að gera hið sögulega Hvíta hús ógeðslegt. Núna er það smekklaus, þakinn gylltum laufum og skræpóttur búningsklefi glímukappa. Ég get ekki beðið eftir UFC-bardaganum á lóðinni,“ skrifaði White í færslunni og líkti Trump við forsetann í grínmyndinni Idiocracy. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) „Sjáið þennan viðbjóðslega smekk, myndi maður einu sinni kaupa notaðan bíl af þessum svikahrappi, hvað þá láta hann fá kjarnorkukóða? Gullhúðuð Trump-biblía myndi líta fullkomlega út á arinhillunni með pari af Trump-skóm, sinn hvoru megin við hana, er það ekki?“ „Þvílík hneisa fyrir sögu Bandaríkjanna. Á myndinni er líka alvöru þjóðarleiðtogi í svörtum jakkafötum,“ skrifaði White einnig og átti þar við Selenskí. „Jack White er búinn að vera“ Samskiptastjóri Hvíta hússins, Steven Cheung, var ekki par sáttur með skrif White og svaraði honum með yfirlýsingu á þriðjudag. „Jack White er búinn að vera, lúser sem er ekki lengur neitt og birtir bull á samfélagsmiðlum af því hann á greinilega nóg tíma á höndum sínum vegna tónlistarferils sem hefur koðnað niður,“ sagði Cheung í yfirlýsingu á miðlinum The Daily Beast. „Það er greinilegt að hann hefur dulbúist sem alvöru listamaður því hann nær ekki að meta, og hreint út sagt vanvirðir, glæsibrag og mikilvægi forsetaskrifstofunnar í ,Húsi fólksins',“ sagði Cheung jafnframt. View this post on Instagram A post shared by Jack White (@officialjackwhite) White var ekki lengi að svara samskiptastjóranum og birti í gær Instagram-færslu með myndaröð af Trump, meðal annars þar sem hann heldur á gullstrigaskóm og auglýsir Goya-matvörur (sem hann hefur gert ítrekað í forsetatíð sinni). Í færslunni kallaði hann Cheung „atvinnulygara“ og gagnrýndi starfsmenn Hvíta hússins fyrir að eyða tíma í léttvæg málefni frekar en að einblína á mikilvægari hluti eins og „veru Trump í Epstein-skjölunum“, „Gestapó ICE-taktík“ og „börnin sem eru að deyja í Súdan, Gasa og Lýðveldinu Kongó“. „Dulbúast sem alvöru listamaður?“ spurði White í færslunni og bætti við: „Trump dulbýr sig sem alvöru manneskju. Hann dulbýr sig sem kristinn mann, sem leiðtoga, sem manneskju með alvöru samúð.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir Trump og félaga, hann hefur ítrekað baunað á forsetann síðustu mánuði og gagnrýnt Trump fyrir embættisverk hans. Trump hefur sömuleiðis verið duglegur að svara allri gagnrýni sem á hann kemur, ýmist sjálfur eða gegnum undirmenn sína.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27