Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 21:54 Gamli inngangurinn að húsnæði MÍR við Hverfisgötu 105. Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00