Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2025 10:11 Ræktin reyndist Núma gífurlegt bjargráð, og hjálpaði honum að færa fókusinn frá stöðugu verkjaástandi sem hafði verið að hrjá hann eftir heilablæðinguna. Samsett Líf Valdimars Núma Hjaltasonar tók stakkaskiptum árið 2019. Þá fékk hann alvarlega heilablæðingu sem leiddi til þess að hann endaði í hjólastól. Eftir langt endurhæfingarferli fann hann sinn tilgang – og nýja hillu í lífinu – í gegnum kraftlyftingar. Valdimar Númi, eða Númi eins og hann er alltaf kallaður, er núna tvöfaldur Íslandsmeistari í bekkpressu fatlaðra og stefnir ótrauður á titilinn Sterkasti fatlaði maður heims. Byrjaði með hjartsláttartruflunum Áður en Númi endaði í hjólastól var hann líkamlega hraustur og vel á sig kominn. Hann starfaði sem sjómaður og lifði ósköp hefðbundnu lífi með sambýliskonu sinni í Reykjavík. En síðan breyttist allt – nánar tiltekið um sumarið árið 2019. Í nokkra mánuði á undan hafði Númi fundið fyrir hjartsláttartruflunum. Læknir sem hann leitaði til taldi að um kvíðakast væri að ræða; skrifaði upp á kvíðalyf og ráðlagði Núma að skipta um vinnu- sem hann gerði og fékk þá pláss á frystitogara. „Síðan gerðist þetta, um kvöldið þann 13.júlí þetta sumar. Ég var að fá mér bjór og grilla heima þegar byrjaði að finna fyrir miklum höfuðverk, sem síðan ágerðist um morguninn, og þá endaði ég á bráðamóttökunni.“ Eftir langa bið kom í ljós að Númi hafði fengið heilablæðingu sem leiddi niður í mænugöng. Hann fór á Grensás í átta mánuði. Þremur aðgerðum síðar endaði hann síðan í hjólastól, í febrúar 2021. Upplifði sig strax velkominn Af skiljanlegum ástæðum voru það mikil viðbrigði fyrir fullhraustan sjómann á besta aldri að vera skyndilega kippt úr úr lífinu með þessum hætti. „Það er ekki fyrr en eftir á, þegar maður er kominn með smá fjarlægð á hlutina að maður lítur til baka og furðar sig á því hvernig maður fór að þessu, að lifa þetta af,“ segir Númi en fyrir utan áfallið að missa heilsuna og glíma við stanslausa verki þurfti hann að standa í gífurlegu basli við að leita réttinda sinna. Ég hef tekið eftir því að eitt af því sem skortir þegar kemur að þeim sem enda í hjólastól á efri árum, það er þessi stuðningur við andlegu hliðina. Andlega hliðin hrynur algjörlega þegar þú lendir í þessum aðstæðum, og það er ekkert sem grípur mann. Í mínu tilfelli var það þannig að ég einangraðist gífurlega á sínum tíma; veikindin leiddu meðal annars til sambandsslita, enda tekur það eðilega mjög mikið á samband þegar annar aðilinn er í stanslausum sársauka allan sólarhringinn.“ Þegar Númi hafði náð þeim áfanga að komast í ágætis húsnæði gafst honum loksins tími til að byrja að byggja sig upp að nýju. Og þá kom líkamsræktin inn í myndina. Það var fyrir þremur árum. „Bróðir minn, sem hefur verið mín stoð og stytta í gegnum tíðina, var að æfa í Jakabóli hjá honum Magnúsi Ver. Það var fyrir tilstilli hans og annarra að ég byrjaði að æfa og þeir hjálpuðu mér að taka í lóðin. Ég sá að það var allskonar menn að æfa þarna í Jakabóli og maður upplifði sig velkominn. En ég bjó líka að því að hafa verið í líkamlega erfiðri vinnu áður, sem sjómaður, þannig að ég var með ágætis grunn.“ Númi hefur verið að byggja líf upp hægt og rólega undanfarin þrjú ár.Aðsend Ræktin reyndist Núma gífurlegt bjargráð, og hjálpaði að færa fókusinn frá stöðugu verkjaástandi sem hafði verið að hrjá hann eftir heilablæðinguna. „Eftir því sem styrkurinn varð meiri og sjálfstraustið jókst þá fæddist hjá mér þessi hugmynd um að byrja að keppa. Ég fór að horfa á keppnir með öðrum augum en áður og byrjaði að geta séð fyrir mér að ég ætti nú alveg ágætis séns í hina kraftakallanna þarna. Ég setti mér síðan það markmið alveg í byrjun að fá titil.“ Fyrsti sigur Núma var á lyftingamóti fatlaðara hjá ÍFR. Þar var hann eini keppandinn í sínum þyngdarflokki og fór heim með titilinn Íslandsmeistaðri fatlaðra í bekkpressu. Hann náði þeim titli síðan aftur í apríl á þessu ári. „En ég hefði aldrei afrekað þetta ef ekki hefði verið fyrir stuðninginn frá Magnúsi Ver í Jakabóli, og öllu því frábæra fólki sem er í kringum hann, sem eru góðir vinir mínir líka. Þetta er lítið og öflugt samfélag sem stendur við bakið á manni.“ Númi kemur fyrir í nýrri þáttaröð af Með okkar eigin augum, sem verður sýnd á RÚV í haust.Aðsend Stefnir hátt Fyrr á þessu ári tók Númi þá ákvörðun að byrja feril sem keppandi í aflraunum fatlaðra – og setti sér það markmið að taka þátt í kepninni Sterkasti fatlaði maður heims. Í maí síðastliðnum fékk hann síðan óvænt boð um að koma til Texas og keppa í Strongman keppninni þar. Þangað stefnir hann, en keppnin mun fara fram í nóvember næstkomandi. Í dag er Númi líka orðinn aðstoðarþjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra. „Ef það eru einhverjir þarna úti sem vilja koma og prófa að æfa, alveg sama hvernig ástandi þeir eru í, að ekki hika við að hafa samband við okkur. Það eru allir velkomnir.“ Númi hefur sett markið hátt.Aðsend Þáttaka í keppnum erlendis er ekki ókeypis. Þess vegna þarf Númi að safna. Í maí síðastliðnum birti hann færslu á facebook þar sem hann greindi frá markmiðum sínum. „Ég er það heppinn að eiga góða vini sem hjálpa mér við þjálfun og annað slíkt en það er allt annað þegar þjálfun fyrir keppnir og að reyna fyrir sér í útlöndum,“ ritar Númi meðal annars í færslunni. Hann skartar núna tveimur titlum og það er aldrei að vita nema að hann muni einn daginn verða Sterkasti fatlaði maður heims. „Ég vil nú vera hógvær en það væri svo sannarlega ekkert leiðinlegt að geta státað þeim titli. En ætli maður bíði ekki og sjái hvort keppnin um Sterkasta fatlaða manns Íslands verði endurvakin? Það er kanski ágætt að fókusera á Ísland í bili!“ Málefni fatlaðs fólks Lyftingar Helgarviðtal Kraftlyftingar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Byrjaði með hjartsláttartruflunum Áður en Númi endaði í hjólastól var hann líkamlega hraustur og vel á sig kominn. Hann starfaði sem sjómaður og lifði ósköp hefðbundnu lífi með sambýliskonu sinni í Reykjavík. En síðan breyttist allt – nánar tiltekið um sumarið árið 2019. Í nokkra mánuði á undan hafði Númi fundið fyrir hjartsláttartruflunum. Læknir sem hann leitaði til taldi að um kvíðakast væri að ræða; skrifaði upp á kvíðalyf og ráðlagði Núma að skipta um vinnu- sem hann gerði og fékk þá pláss á frystitogara. „Síðan gerðist þetta, um kvöldið þann 13.júlí þetta sumar. Ég var að fá mér bjór og grilla heima þegar byrjaði að finna fyrir miklum höfuðverk, sem síðan ágerðist um morguninn, og þá endaði ég á bráðamóttökunni.“ Eftir langa bið kom í ljós að Númi hafði fengið heilablæðingu sem leiddi niður í mænugöng. Hann fór á Grensás í átta mánuði. Þremur aðgerðum síðar endaði hann síðan í hjólastól, í febrúar 2021. Upplifði sig strax velkominn Af skiljanlegum ástæðum voru það mikil viðbrigði fyrir fullhraustan sjómann á besta aldri að vera skyndilega kippt úr úr lífinu með þessum hætti. „Það er ekki fyrr en eftir á, þegar maður er kominn með smá fjarlægð á hlutina að maður lítur til baka og furðar sig á því hvernig maður fór að þessu, að lifa þetta af,“ segir Númi en fyrir utan áfallið að missa heilsuna og glíma við stanslausa verki þurfti hann að standa í gífurlegu basli við að leita réttinda sinna. Ég hef tekið eftir því að eitt af því sem skortir þegar kemur að þeim sem enda í hjólastól á efri árum, það er þessi stuðningur við andlegu hliðina. Andlega hliðin hrynur algjörlega þegar þú lendir í þessum aðstæðum, og það er ekkert sem grípur mann. Í mínu tilfelli var það þannig að ég einangraðist gífurlega á sínum tíma; veikindin leiddu meðal annars til sambandsslita, enda tekur það eðilega mjög mikið á samband þegar annar aðilinn er í stanslausum sársauka allan sólarhringinn.“ Þegar Númi hafði náð þeim áfanga að komast í ágætis húsnæði gafst honum loksins tími til að byrja að byggja sig upp að nýju. Og þá kom líkamsræktin inn í myndina. Það var fyrir þremur árum. „Bróðir minn, sem hefur verið mín stoð og stytta í gegnum tíðina, var að æfa í Jakabóli hjá honum Magnúsi Ver. Það var fyrir tilstilli hans og annarra að ég byrjaði að æfa og þeir hjálpuðu mér að taka í lóðin. Ég sá að það var allskonar menn að æfa þarna í Jakabóli og maður upplifði sig velkominn. En ég bjó líka að því að hafa verið í líkamlega erfiðri vinnu áður, sem sjómaður, þannig að ég var með ágætis grunn.“ Númi hefur verið að byggja líf upp hægt og rólega undanfarin þrjú ár.Aðsend Ræktin reyndist Núma gífurlegt bjargráð, og hjálpaði að færa fókusinn frá stöðugu verkjaástandi sem hafði verið að hrjá hann eftir heilablæðinguna. „Eftir því sem styrkurinn varð meiri og sjálfstraustið jókst þá fæddist hjá mér þessi hugmynd um að byrja að keppa. Ég fór að horfa á keppnir með öðrum augum en áður og byrjaði að geta séð fyrir mér að ég ætti nú alveg ágætis séns í hina kraftakallanna þarna. Ég setti mér síðan það markmið alveg í byrjun að fá titil.“ Fyrsti sigur Núma var á lyftingamóti fatlaðara hjá ÍFR. Þar var hann eini keppandinn í sínum þyngdarflokki og fór heim með titilinn Íslandsmeistaðri fatlaðra í bekkpressu. Hann náði þeim titli síðan aftur í apríl á þessu ári. „En ég hefði aldrei afrekað þetta ef ekki hefði verið fyrir stuðninginn frá Magnúsi Ver í Jakabóli, og öllu því frábæra fólki sem er í kringum hann, sem eru góðir vinir mínir líka. Þetta er lítið og öflugt samfélag sem stendur við bakið á manni.“ Númi kemur fyrir í nýrri þáttaröð af Með okkar eigin augum, sem verður sýnd á RÚV í haust.Aðsend Stefnir hátt Fyrr á þessu ári tók Númi þá ákvörðun að byrja feril sem keppandi í aflraunum fatlaðra – og setti sér það markmið að taka þátt í kepninni Sterkasti fatlaði maður heims. Í maí síðastliðnum fékk hann síðan óvænt boð um að koma til Texas og keppa í Strongman keppninni þar. Þangað stefnir hann, en keppnin mun fara fram í nóvember næstkomandi. Í dag er Númi líka orðinn aðstoðarþjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra. „Ef það eru einhverjir þarna úti sem vilja koma og prófa að æfa, alveg sama hvernig ástandi þeir eru í, að ekki hika við að hafa samband við okkur. Það eru allir velkomnir.“ Númi hefur sett markið hátt.Aðsend Þáttaka í keppnum erlendis er ekki ókeypis. Þess vegna þarf Númi að safna. Í maí síðastliðnum birti hann færslu á facebook þar sem hann greindi frá markmiðum sínum. „Ég er það heppinn að eiga góða vini sem hjálpa mér við þjálfun og annað slíkt en það er allt annað þegar þjálfun fyrir keppnir og að reyna fyrir sér í útlöndum,“ ritar Númi meðal annars í færslunni. Hann skartar núna tveimur titlum og það er aldrei að vita nema að hann muni einn daginn verða Sterkasti fatlaði maður heims. „Ég vil nú vera hógvær en það væri svo sannarlega ekkert leiðinlegt að geta státað þeim titli. En ætli maður bíði ekki og sjái hvort keppnin um Sterkasta fatlaða manns Íslands verði endurvakin? Það er kanski ágætt að fókusera á Ísland í bili!“
Málefni fatlaðs fólks Lyftingar Helgarviðtal Kraftlyftingar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira