„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. ágúst 2025 12:48 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepp segir 63 vera á kjörskrá. Ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu í hreppnum. Aðsend Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira