Hvar er Donald Trump? Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 10:59 Donald Trump hefur lítið sést undanfarna daga en færslur hafa verið birtar á síðu hans á Truth Social. AP/Jose Luis Magana Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina. Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Margir velta vöngum yfir heilsu forsetans og því hvort hann gæti jafnvel verið dáinn. Trump hefur ekki sést opinberlega frá því á þriðjudaginn, þegar hann sat fordæmalausan rúmlega þriggja tíma ríkisstjórnarfund. Sjá einnig: Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Vert er að taka fram að ekkert bendir í raun til þess að Trump sé látinn eða ekki við góða heilsu. Umræða þessi á sér að mestu stað á samfélagsmiðlum og stórum hluta hennar er varpað fram í gríni. Ummæli um heilsu Trumps eru svo sem ekki ný af nálinni og er sérstaklega hægt að vísa til ummæla um marbletti á hendi hans og ummæla um ökkla forsetans. Umræðan þykir þó mun umfangsmeiri en hún hefur verið áður. Þá hafa ummæli JD Vance, varaforseta, um það hvað hann sé tilbúinn til að taka við embætti af Trump, sem birt voru í gær, ekki hjálpað til við að hægja á umræðunni. Það er þrátt fyrir að Vance hafi ítrekað að Trump, sem er 79 ára gamall, sé við hestaheilsu. Vance: I feel very confident the President is in good shape… If God forbid, there's a terrible tragedy, I can't think of a better on-the-job training than what I've gotten pic.twitter.com/Oc1Ss3HdjW— Acyn (@Acyn) August 30, 2025 Hvíta húsið hefur ekkert sagt um þessa umræðu hingað til. Það hefur vakið athygli að dagatal Trumps er tómt yfir helgina en vissulega er um fríhelgi að ræða, þar sem verkalýðsdagur Bandaríkjanna er haldinn hátíðlegur á mánudaginn. Margir hafa einnig bent á eða gantast með það að umræðan sjálf um það hvort Trump sé lífs eða liðinn sé til marks um ákveðna einræðisstemningu í Bandaríkjunum. Spádómar og vangaveltur um veikindi eða andlát einræðisherra um allan heim er mjög algeng. Einn hluti umræðunnar snýst um að mikið hafi verið að gera hjá pítsastöðum í Washington DC og nærri Pentagon í gærkvöldi og nótt. Það er vaktað á netinu og þykir til marks um að margir hafi verið að vinna langt fram á kvöld. Einhverjum netverjum þótti þetta sönnun þess að Trump væri látinn. Donald Trump hasn’t been seen in public since Tuesday and has no events scheduled all weekend.Where is he? Who’s running the country? pic.twitter.com/ChcUJUv6cb— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) August 30, 2025 Uppfært: Donald Trump var myndaður fyrir utan Hvíta húsið í dag. Þá var hann sagður á leið í golf með barnabarni sínu. Þetta ku vera fyrsta myndin sem tekin er af honum frá því á þriðjudaginn. Trump is alive.📸 Donald Trump and his granddaughter Kai board the motorcade on the South Lawn of the White House, August 30, 2025, en route to Trump National Golf Club in Sterling, Virginia. (Photo by Andrew Caballero-Reynolds / AFP) pic.twitter.com/ONyiwxx7HA— Clash Report (@clashreport) August 30, 2025
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira